Hinn 33 ára gamli Birkir átti fínt tímabil með Brescia á síðustu leiktíð. Eftir slæma byrjun rétti liðið úr kútnum og endaði tímabilið í 7. sæti. Liðið féll svo úr leik í umspili um sæti í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, eftir tap gegn Cittadella.
Birkir varð samningslaus síðasta vor og hefur haldið möguleikunum opnum. Hann virtist vera búinn að semja við Brescia á dögunum en miðað við frétt ítalska blaðamannsins Gianluca Di Marzio reyndi Crotone að semja við íslenska landsliðsmanninn um liðna helgi.
#Bjarnason ha declinato l'offerta del #Crotone, ora può riprovarci la @spalferrara https://t.co/VikCIE3rkg
— Gianluca Di Marzio (@DiMarzio) August 9, 2021
Það gekk ekki upp og virðist sem SPAL sé næst í röðinni að reyna lokka Birki í sínar raðir. Það er ljóst að mörg lið falast eftir kröftum Birkis og verður forvitnilegt að sjá hvar hann lendir. Allt bendir þó til þess að það verði í Serie B á Ítalíu.