Segir það hlutverk lífs síns að vera eigandi Wrexham og mun alls ekki nota hugtakið „soccer“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. ágúst 2021 12:00 Ryan Reynolds er eigandi og stuðningsmaður Wrexham sem spilar í ensku E-deildinni. Goal Hollywood-stjarnan Ryan Reynolds hefur leikið nokkur stór hlutverk til þessa á lífsleiðinni. Að hans mati er þó ekkert stærra en að vera eigandi knattspyrnufélagsins Wrexham sem spilar í ensku E-deildinni um þessar mundir. „Þetta er hlutverk lífs míns, sem og Rob McElhenney,“ sagði Reynolds í viðtali við Sky fréttastofuna um nýtt hlutverk sitt og McElhenney en fyrr á þessu ári festu þeir kaup á Wrexham, knattspyrnuliði í Wales sem spilar þó í ensku deildarkeppninni. Síðan þá hafa þeir sett tvær milljónir punda í félagið sem var hársbreidd frá því að komast í umspil um sæti í D-deildinni á síðustu leiktíð. Reynolds, sem æfði fótbolta í 10 ár á sínum yngri árum, er frá Kanada en hefur verið búsettur í Bandaríkjunum í fleiri ár ætlar ekki að nota bandaríska orðið yfir fótbolta er hann kemur til Wales. Ástæan er frekar einföld í hans huga. „Ég mun aldrei kalla þetta soccer. Mér er of umhugað um eigin velferð til þess,“ sagði leikarinn kíminn að venju. Can t get to the Racecourse Ground fast enough. Game on. #UpTheTown @Wrexham_AFC pic.twitter.com/tOZ0vMZcSt— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) February 10, 2021 Wrexham verður 157 ára á þessu ári en félagið var stofnað árið 1854. Um er að ræða þriðja elsta knattspyrnufélag í heiminum. Reynolds vill anda þessari sögu að sér þegar hann kemst loksins til Wales en vegna kórónufaraldursins hafa eigendurnir ekki komist í hinn sögufræga bæ Wrexham. „Það fyrsta sem við ætlum að gera er að fara á Racecourse-völlinn (heimavöll Wrexham) og eyða tíma á vellinum. Anda að okkur andrúmsloftinu og taka inn eins mikið að við getum. Svo viljum við koma að eins miklu og við getum í samfélaginu. Ég er mjög spenntur að upplifa allt sem bærinn hefur upp á að bjóða.“ Hollywood superstar Ryan Reynolds says being @Wrexham_AFC owner is the 'role of a lifetime' and that he hopes to visit the National League club soon | @VancityReynolds pic.twitter.com/0SYKNBXWaD— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 10, 2021 „Það er rík saga í bænum Wrexham og mikil ástríða fyrir knattspyrnufélaginu. Okkur líður eins og þetta tvennt sé tvinnað saman og við viljum lyfta bæði bænum og félaginu á hærri stall, gera það sýnilegra umheiminum,“ sagði Reynolds í viðtali sínu við Sky. Því til sönnunar má benda á stikluna hér að neðan en þeir Ryan og Rob hafa þegar hafist handa við framleiðslu á raunveruleikaþáttum sem snúa að félaginu. Wrexham var aðeins stigi frá því að komast í umspil E-deildarinnar á síðustu leiktíð en það er ljóst að þeir félagar Ryan og Rob stefna á að koma liðinu upp. Stærsta spurningin er hvort myndavélarnar muni trufla en þau sem hafa séð Netflix-þættina Sunderland ´Til I die muna hvernig það ævintýri fór. Fótbolti Enski boltinn Hollywood Wales Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira
„Þetta er hlutverk lífs míns, sem og Rob McElhenney,“ sagði Reynolds í viðtali við Sky fréttastofuna um nýtt hlutverk sitt og McElhenney en fyrr á þessu ári festu þeir kaup á Wrexham, knattspyrnuliði í Wales sem spilar þó í ensku deildarkeppninni. Síðan þá hafa þeir sett tvær milljónir punda í félagið sem var hársbreidd frá því að komast í umspil um sæti í D-deildinni á síðustu leiktíð. Reynolds, sem æfði fótbolta í 10 ár á sínum yngri árum, er frá Kanada en hefur verið búsettur í Bandaríkjunum í fleiri ár ætlar ekki að nota bandaríska orðið yfir fótbolta er hann kemur til Wales. Ástæan er frekar einföld í hans huga. „Ég mun aldrei kalla þetta soccer. Mér er of umhugað um eigin velferð til þess,“ sagði leikarinn kíminn að venju. Can t get to the Racecourse Ground fast enough. Game on. #UpTheTown @Wrexham_AFC pic.twitter.com/tOZ0vMZcSt— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) February 10, 2021 Wrexham verður 157 ára á þessu ári en félagið var stofnað árið 1854. Um er að ræða þriðja elsta knattspyrnufélag í heiminum. Reynolds vill anda þessari sögu að sér þegar hann kemst loksins til Wales en vegna kórónufaraldursins hafa eigendurnir ekki komist í hinn sögufræga bæ Wrexham. „Það fyrsta sem við ætlum að gera er að fara á Racecourse-völlinn (heimavöll Wrexham) og eyða tíma á vellinum. Anda að okkur andrúmsloftinu og taka inn eins mikið að við getum. Svo viljum við koma að eins miklu og við getum í samfélaginu. Ég er mjög spenntur að upplifa allt sem bærinn hefur upp á að bjóða.“ Hollywood superstar Ryan Reynolds says being @Wrexham_AFC owner is the 'role of a lifetime' and that he hopes to visit the National League club soon | @VancityReynolds pic.twitter.com/0SYKNBXWaD— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 10, 2021 „Það er rík saga í bænum Wrexham og mikil ástríða fyrir knattspyrnufélaginu. Okkur líður eins og þetta tvennt sé tvinnað saman og við viljum lyfta bæði bænum og félaginu á hærri stall, gera það sýnilegra umheiminum,“ sagði Reynolds í viðtali sínu við Sky. Því til sönnunar má benda á stikluna hér að neðan en þeir Ryan og Rob hafa þegar hafist handa við framleiðslu á raunveruleikaþáttum sem snúa að félaginu. Wrexham var aðeins stigi frá því að komast í umspil E-deildarinnar á síðustu leiktíð en það er ljóst að þeir félagar Ryan og Rob stefna á að koma liðinu upp. Stærsta spurningin er hvort myndavélarnar muni trufla en þau sem hafa séð Netflix-þættina Sunderland ´Til I die muna hvernig það ævintýri fór.
Fótbolti Enski boltinn Hollywood Wales Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira