Tíminn að renna okkur úr greipum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. ágúst 2021 19:00 Jöklafræðingurinn Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir kom að gerð skýrslunnar. vísir Tíminn til þess að grípa til aðgerða vegna loftslagsbreytinga er að renna okkur úr greipum, að sögn eins höfunda nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan er sögð „rauð viðvörun“ og alvarleg staða kemur nú fram í ofsaveðri og náttúruhamförum. Það kveður við afdráttarlausari tón en áður í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Þar segir með skýrum hætti að loftslagsbreytingar sem nú þegar eru að gerast séu af mannavöldum. Jöklafræðingurinn Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir er ein þeirra vísindamanna sem samdi kafla skýrslunnar sem fjallar um sjávarstöðu og jökla. Hún segir skýrsluna sýna fram á þörfina á tafarlausum aðgerðum. „Markmiðið sem Parísarsamkomulagið setur, það er að halda hlýnun undir einni og hálfri gráðu er að renna okkur úr greipum,“ segir Guðfinna. Verulega þurfi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og helst þannig að kolefnishlutleysi verði náð árið 2050. „Ef það tekst, að þá er möguleiki á að halda þessu markmiði. Að það hlýni ekki meira, það myndi hlýna aðeins meira en svo lækka aftur.“ Staðan er aðkallandi þar sem nú eru taldar helmingslíkur á því að hnattræn hlýnun nái einnar og hálfrar gráðu markinu snemma á næsta áratug, fyrr en áður var talið. Verði ekkert eða lítið gert gæti hlýnunin náð hátt í sex gráðum fyrir lok aldarinnar. Loftslagsbreytingar eru nú þegar að koma fram í veðurákefð. „Þetta erum við bara að sjá. Hitabylgjur verða sterkari, það verða meiri þurrkar, rigningaratburðir verða sterkari en líka þurkaatburðir. Ákefð í ofsaveðri mun aukast,“ segir Guðfinna. Þetta sést víða. Í skógareldum sem loga nú í Bandaríkjunum og Evrópu og fyrr í sumar í mannskæðu úrhelli í Henan-héraði í Kína og hitabylgju sem sprengdi öll met í Kanda. „Þetta eru áhrifin núna en við getum sagt að langtímaáhrifin eru til dæmis bráðnun jökla og hækkun sjávarstöðu.“ Þetta sést hér á landi í hraðari rýrnum jökla. „Við höfum nýlega birt grein sem sýnir þróun jöklanna frá 1890, eða síðustu aldamótum. Síðan þá hafa jöklarnir minnkað um fimmtán prósent og helmingurinn af þeirri rýrnun hefur gerst frá árinu 1995. Þannig við sjáum aukningu í hraða rýrnunar.“ Hvaða sviðsmynd blasir við hvað það varðar á næstu árum? „Áframhaldandi rýrnum jökla. Við getum sagt að það sem nú þegar er búið að setja út í andrúsloftið, þau gróðurhúsaáhroif sem nú þegar eru í andrúmsloftinu, munu hafa þau áhrif að jöklarnir halda áfram að bráðna. Það er búið að hlýna það mikið og þeir taka miklu lengri tíma í að bregðast við þeirri hlýnun. Það mun taka áratugi fyrir jöklana að ná jafnvægi við nýtt hitastig,“ segir Guðfinna. Loftslagsmál Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Það kveður við afdráttarlausari tón en áður í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Þar segir með skýrum hætti að loftslagsbreytingar sem nú þegar eru að gerast séu af mannavöldum. Jöklafræðingurinn Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir er ein þeirra vísindamanna sem samdi kafla skýrslunnar sem fjallar um sjávarstöðu og jökla. Hún segir skýrsluna sýna fram á þörfina á tafarlausum aðgerðum. „Markmiðið sem Parísarsamkomulagið setur, það er að halda hlýnun undir einni og hálfri gráðu er að renna okkur úr greipum,“ segir Guðfinna. Verulega þurfi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og helst þannig að kolefnishlutleysi verði náð árið 2050. „Ef það tekst, að þá er möguleiki á að halda þessu markmiði. Að það hlýni ekki meira, það myndi hlýna aðeins meira en svo lækka aftur.“ Staðan er aðkallandi þar sem nú eru taldar helmingslíkur á því að hnattræn hlýnun nái einnar og hálfrar gráðu markinu snemma á næsta áratug, fyrr en áður var talið. Verði ekkert eða lítið gert gæti hlýnunin náð hátt í sex gráðum fyrir lok aldarinnar. Loftslagsbreytingar eru nú þegar að koma fram í veðurákefð. „Þetta erum við bara að sjá. Hitabylgjur verða sterkari, það verða meiri þurrkar, rigningaratburðir verða sterkari en líka þurkaatburðir. Ákefð í ofsaveðri mun aukast,“ segir Guðfinna. Þetta sést víða. Í skógareldum sem loga nú í Bandaríkjunum og Evrópu og fyrr í sumar í mannskæðu úrhelli í Henan-héraði í Kína og hitabylgju sem sprengdi öll met í Kanda. „Þetta eru áhrifin núna en við getum sagt að langtímaáhrifin eru til dæmis bráðnun jökla og hækkun sjávarstöðu.“ Þetta sést hér á landi í hraðari rýrnum jökla. „Við höfum nýlega birt grein sem sýnir þróun jöklanna frá 1890, eða síðustu aldamótum. Síðan þá hafa jöklarnir minnkað um fimmtán prósent og helmingurinn af þeirri rýrnun hefur gerst frá árinu 1995. Þannig við sjáum aukningu í hraða rýrnunar.“ Hvaða sviðsmynd blasir við hvað það varðar á næstu árum? „Áframhaldandi rýrnum jökla. Við getum sagt að það sem nú þegar er búið að setja út í andrúsloftið, þau gróðurhúsaáhroif sem nú þegar eru í andrúmsloftinu, munu hafa þau áhrif að jöklarnir halda áfram að bráðna. Það er búið að hlýna það mikið og þeir taka miklu lengri tíma í að bregðast við þeirri hlýnun. Það mun taka áratugi fyrir jöklana að ná jafnvægi við nýtt hitastig,“ segir Guðfinna.
Loftslagsmál Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent