Samstarfserfiðleikar og meðvirkni á vinnustað Þórkatla Aðalsteinsdóttir skrifar 9. ágúst 2021 11:30 Öll höfum við sjálfsagt reynslu af því að hafa upplifað samstarfserfiðleika á vinnustað. Annað hvort á eigin skinni eða hjá vinnufélögum. Öll vitum við að slíkir erfiðleikar hafa mikil áhrif á líðan okkar, vekur kvíða, skapa sveiflur í skapi, við verðum kjarklausari gagnvart verkefnum og lífið tekur á sig leiðinlegri lit – líka utan vinnu. Við erum nefnilega megnið af okkar vökutíma í vinnunni og svo sannarlega getum við ekki aðgreint svo skýrt vinnu og einkalíf að vinnan hafi engin áhrif á líðan okkar utan hennar. Samstarfserfiðleikar birtast frekar þegar fólk er undir langvarandi álagi vegna breytinga, áfalla eða aukinna krefjandi verkefna. Vinnuumhverfi okkar litast af slíku þessa daganna og vikurnar. Þarf ekki að fjölyrða um það. Samstarfserfiðleikar geta svo sannarlega kveikt á meðvirkni í umhverfinu bæði hjá vinnufélögum og stjórnendum. Það er bæði mannlegt og skiljanlegt. Við forðumst að sjálfsögðu átök, leitum ekki í óþægindi og erfiðar tilfinningar og mjög oft ómeðvitað reynum við að slétta úr, gera lítið úr og bíða af okkur storminn. Meðvirknin lamar. Við tölum þvert um hug okkar, segjum ekki það sem við meinum og meinum ekki það sem við segjum. Af stað fer einhvers konar leikrit sem getur tekið yfir heilu hópana með tilheyrandi markaleysi og ruglingi. Stjórnendur eru ekki undanþegnir slíkum viðbrögðum, sjálfir eru þeir oft undir miklu álagi, með eigin verkefni sem þeir þurfa að sinna, orðnir langþreyttir vegna veirunnar og viðbragða þess vegna. Þeir telja sig oft ekki hafa tíma eða afgangs orku í einhver leiðindi í samskiptum og aðhafast því ekkert en vona að vandamálin leysist af sjálfu sér. Oft heyrast viðhorf á borð við „þetta er fullorðið fólk – það hlýtur að finna út úr þessu.“ Eða „þetta er örugglega ekki eins slæmt og fólk er að tala um og kvarta yfir, það er verið að ýkja vandann“. Hlutverk stjórnandans er að stíga inn, finna leiðir til lausnar, fylgja þeim eftir og vera mjög skýr í sínum skilaboðum. Það er hans skylda gagnvart hópnum og þeim einstaklingum sem eiga í erfiðleikum. Viðvarandi samstarfserfiðleikar skapa kvíða og vanlíðan í starfsumhverfinu, hafa slæm áhrif á vinnuframlag og starfsánægju. Svo það er mikið í húfi að bregðast við sem fyrst og finna leiðir til að leysa vandann. Annað hvort með hjálp hópsins eða utanaðkomandi aðstoð fagfólks. Sálrænt öryggi starfshópsins er í húfi og ef þörfinni fyrir sálrænt öryggi er ekki sinnt á vinnustaðnum gengur fátt upp. Höfundur er er sálfræðingur, stofnandi og einn eigenda Lífs og sálar sálfræði- og ráðgjafarstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórkatla Aðalsteinsdóttir Vinnustaðurinn Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Öll höfum við sjálfsagt reynslu af því að hafa upplifað samstarfserfiðleika á vinnustað. Annað hvort á eigin skinni eða hjá vinnufélögum. Öll vitum við að slíkir erfiðleikar hafa mikil áhrif á líðan okkar, vekur kvíða, skapa sveiflur í skapi, við verðum kjarklausari gagnvart verkefnum og lífið tekur á sig leiðinlegri lit – líka utan vinnu. Við erum nefnilega megnið af okkar vökutíma í vinnunni og svo sannarlega getum við ekki aðgreint svo skýrt vinnu og einkalíf að vinnan hafi engin áhrif á líðan okkar utan hennar. Samstarfserfiðleikar birtast frekar þegar fólk er undir langvarandi álagi vegna breytinga, áfalla eða aukinna krefjandi verkefna. Vinnuumhverfi okkar litast af slíku þessa daganna og vikurnar. Þarf ekki að fjölyrða um það. Samstarfserfiðleikar geta svo sannarlega kveikt á meðvirkni í umhverfinu bæði hjá vinnufélögum og stjórnendum. Það er bæði mannlegt og skiljanlegt. Við forðumst að sjálfsögðu átök, leitum ekki í óþægindi og erfiðar tilfinningar og mjög oft ómeðvitað reynum við að slétta úr, gera lítið úr og bíða af okkur storminn. Meðvirknin lamar. Við tölum þvert um hug okkar, segjum ekki það sem við meinum og meinum ekki það sem við segjum. Af stað fer einhvers konar leikrit sem getur tekið yfir heilu hópana með tilheyrandi markaleysi og ruglingi. Stjórnendur eru ekki undanþegnir slíkum viðbrögðum, sjálfir eru þeir oft undir miklu álagi, með eigin verkefni sem þeir þurfa að sinna, orðnir langþreyttir vegna veirunnar og viðbragða þess vegna. Þeir telja sig oft ekki hafa tíma eða afgangs orku í einhver leiðindi í samskiptum og aðhafast því ekkert en vona að vandamálin leysist af sjálfu sér. Oft heyrast viðhorf á borð við „þetta er fullorðið fólk – það hlýtur að finna út úr þessu.“ Eða „þetta er örugglega ekki eins slæmt og fólk er að tala um og kvarta yfir, það er verið að ýkja vandann“. Hlutverk stjórnandans er að stíga inn, finna leiðir til lausnar, fylgja þeim eftir og vera mjög skýr í sínum skilaboðum. Það er hans skylda gagnvart hópnum og þeim einstaklingum sem eiga í erfiðleikum. Viðvarandi samstarfserfiðleikar skapa kvíða og vanlíðan í starfsumhverfinu, hafa slæm áhrif á vinnuframlag og starfsánægju. Svo það er mikið í húfi að bregðast við sem fyrst og finna leiðir til að leysa vandann. Annað hvort með hjálp hópsins eða utanaðkomandi aðstoð fagfólks. Sálrænt öryggi starfshópsins er í húfi og ef þörfinni fyrir sálrænt öryggi er ekki sinnt á vinnustaðnum gengur fátt upp. Höfundur er er sálfræðingur, stofnandi og einn eigenda Lífs og sálar sálfræði- og ráðgjafarstofu.
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun