Nýr ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar Tinni Sveinsson skrifar 9. ágúst 2021 10:15 Erla Björg er nýr ritstjóri fréttastofunnar og Kolbeinn Tumi fréttastjóri allra miðla. Vísir/Vilhelm Erla Björg Gunnarsdóttir hefur verið ráðin ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Hún tekur við starfinu af Þóri Guðmundssyni. Kolbeinn Tumi Daðason, sem hefur verið fréttastjóri Vísis síðustu sjö ár, verður fréttastjóri allra miðla fréttastofunnar. „Við höfum að undanförnu unnið markvisst að því að sameina fréttamiðla fréttastofunnar og ætlum okkur að efla þá enn frekar. Á fréttastofunni starfar einstakur hópur fagfólks sem þau Erla Björg og Kolbeinn Tumi munu leiða. Þeirra hlutverk er að móta áherslur og fréttaflutning miðla okkar til framtíðar. Ég ber mikið traust til þeirra enda eru þau afburða fréttamenn og öflugir stjórnendur,“ segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðvar 2 og Vodafone. „Ég er þakklátur Þóri Guðmundssyni fyrir hans góða starf enda hefur hann leitt fréttastofuna í tæp fjögur ár með sinni miklu reynslu og þekkingu. Hann sýndi styrk sinn þegar sú ákvörðun var tekin fyrr á þessu ári að setja kvöldfréttir Stöðvar 2 í áskrift. Sú aðgerð heppnaðist einstaklega vel með mikilli fjölgun áskrifenda og styrkti þannig rekstargrundvöll fréttastofunnar,“ segir Þórhallur. Endalaus tækifæri Erla Björg, nýr ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, hefur síðustu fimm ár verið fréttamaður Stöðvar 2 og þar af fréttastjóri Stöðvar 2 í tvö ár. Að auki hefur hún verið umsjónarmaður fréttaskýringaþáttarins Kompáss og hlaut blaðamannaverðlaun í fyrra ásamt öðrum Kompásliðum fyrir viðtal ársins. Áður var Erla blaðamaður á Vísi og Fréttablaðinu, var þar m.a. vaktstjóri og umsjónarmaður helgarblaðsins. „Það er mikill heiður að taka við góðu starfi Þóris og leiða þann öfluga hóp sem starfar á fréttastofunni næstu skref. Á fréttstofunni ríkir einstök samheldni, vinnugleði og kraftur. Það er starfsandi sem býður upp á endalaus tækifæri og ég hlakka til að grípa þau,“ segir Erla. Áfram traustar fréttir Kolbeinn Tumi, nýr fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, hefur verið fréttastjóri Vísis frá árinu 2014 en hafði starfað árin tvö á undan sem íþróttafréttamaður á Fréttablaðinu og Vísi og sem lýsandi á Stöð 2 Sport. Vísir hefur í tíð hans sem fréttastjóri orðið mest lesni vefmiðill landsins. Þá á hann að baki tilnefningu til blaðamannaverðlauna fyrir rannsóknarblaðamennsku. „Það hefur verið heiður að starfa með Þóri og ég hlakka til áframhaldandi samstarfs okkar Erlu. Á fréttastofunni vinnur harðduglegt, hugmyndaríkt og skemmtilegt fagfólk með það að markmiði hvern einasta dag að flytja fólkinu í landinu traustar fréttir. Á því verður engin breyting,“ segir Kolbeinn Tumi. Erla Björg er með BA-próf í stjórnmálafræði og diplóma í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands auk meistaragráðu í menningar- og fagurfræðum frá Háskólanum í Árósum. Erla starfaði meðal annars sem verkefnastjóri hjá Rauða Kross Íslands og kynningarstjóri Forlagsins áður en hún hóf feril sinn í fjölmiðlum fyrir átta árum. Kolbeinn Tumi er með meistaragráðu í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands. Hann er auk þess með meistaragráðu í burðarþolsfræði frá University of Washington í Bandaríkjunum og kennsluréttindi í framhaldsskóla. Hann starfaði á verkfræðistofunni EFLU hér heima og Coughlin Porter Lundeen í Seattle áður en hann fékk fjölmiðlabakteríuna fyrir tæpum áratug. Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
„Við höfum að undanförnu unnið markvisst að því að sameina fréttamiðla fréttastofunnar og ætlum okkur að efla þá enn frekar. Á fréttastofunni starfar einstakur hópur fagfólks sem þau Erla Björg og Kolbeinn Tumi munu leiða. Þeirra hlutverk er að móta áherslur og fréttaflutning miðla okkar til framtíðar. Ég ber mikið traust til þeirra enda eru þau afburða fréttamenn og öflugir stjórnendur,“ segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðvar 2 og Vodafone. „Ég er þakklátur Þóri Guðmundssyni fyrir hans góða starf enda hefur hann leitt fréttastofuna í tæp fjögur ár með sinni miklu reynslu og þekkingu. Hann sýndi styrk sinn þegar sú ákvörðun var tekin fyrr á þessu ári að setja kvöldfréttir Stöðvar 2 í áskrift. Sú aðgerð heppnaðist einstaklega vel með mikilli fjölgun áskrifenda og styrkti þannig rekstargrundvöll fréttastofunnar,“ segir Þórhallur. Endalaus tækifæri Erla Björg, nýr ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, hefur síðustu fimm ár verið fréttamaður Stöðvar 2 og þar af fréttastjóri Stöðvar 2 í tvö ár. Að auki hefur hún verið umsjónarmaður fréttaskýringaþáttarins Kompáss og hlaut blaðamannaverðlaun í fyrra ásamt öðrum Kompásliðum fyrir viðtal ársins. Áður var Erla blaðamaður á Vísi og Fréttablaðinu, var þar m.a. vaktstjóri og umsjónarmaður helgarblaðsins. „Það er mikill heiður að taka við góðu starfi Þóris og leiða þann öfluga hóp sem starfar á fréttastofunni næstu skref. Á fréttstofunni ríkir einstök samheldni, vinnugleði og kraftur. Það er starfsandi sem býður upp á endalaus tækifæri og ég hlakka til að grípa þau,“ segir Erla. Áfram traustar fréttir Kolbeinn Tumi, nýr fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, hefur verið fréttastjóri Vísis frá árinu 2014 en hafði starfað árin tvö á undan sem íþróttafréttamaður á Fréttablaðinu og Vísi og sem lýsandi á Stöð 2 Sport. Vísir hefur í tíð hans sem fréttastjóri orðið mest lesni vefmiðill landsins. Þá á hann að baki tilnefningu til blaðamannaverðlauna fyrir rannsóknarblaðamennsku. „Það hefur verið heiður að starfa með Þóri og ég hlakka til áframhaldandi samstarfs okkar Erlu. Á fréttastofunni vinnur harðduglegt, hugmyndaríkt og skemmtilegt fagfólk með það að markmiði hvern einasta dag að flytja fólkinu í landinu traustar fréttir. Á því verður engin breyting,“ segir Kolbeinn Tumi. Erla Björg er með BA-próf í stjórnmálafræði og diplóma í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands auk meistaragráðu í menningar- og fagurfræðum frá Háskólanum í Árósum. Erla starfaði meðal annars sem verkefnastjóri hjá Rauða Kross Íslands og kynningarstjóri Forlagsins áður en hún hóf feril sinn í fjölmiðlum fyrir átta árum. Kolbeinn Tumi er með meistaragráðu í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands. Hann er auk þess með meistaragráðu í burðarþolsfræði frá University of Washington í Bandaríkjunum og kennsluréttindi í framhaldsskóla. Hann starfaði á verkfræðistofunni EFLU hér heima og Coughlin Porter Lundeen í Seattle áður en hann fékk fjölmiðlabakteríuna fyrir tæpum áratug.
Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent