Sara búin að finna eitt jákvætt við krossbandsslitið skelfilega Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2021 09:01 Sara Sigmundsdóttir hefur mikla ástríðu fyrir farahönnun og hannar fötin sjálf í Sigmundsdóttir línuna hjá WIT Fitness. Skjámynd/Instagram/morningchalkup Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir missti af öllu CrossFit tímabilinu 2021 vegna hnémeiðsla en Suðurnesjamærin nýtti auka frítíma til að fara út í fatahönnum fyrir WIT íþróttavöruframleiðandann. Það er því mikið í gangi hjá Söru þótt hún geti ekki keppt í íþróttinni sinni eftir að hafa slitið krossband nánast kvöldið áður en keppnistímabilið hófst. Það kemur ekki mikið á óvart þeim sem þekkja Söru að hún er auðvitað búin að finna eitthvað jákvætt við það að meiðast svona illa. Sara fór í viðtal á Morning Chalk Up þegar hún var stödd á heimsleikunum í Madison og ræddi þar á meðal nýju ástríðu sína sem er að hanna vörur fyrir nýju Sigmundsdóttur línuna. „Það er klikkun að hugsa út í það að fyrir aðeins ári hefði ég aldrei séð það fyrir mér að ég væri búin að hanna mína eigin vörulínu og taka svona mikinn þátt í fatahönnun. Ég hef alltaf verið mjög skapandi en hélt alltaf að það fengi bara að njóta sín eftir CrossFit ferlinn,“ sagði Sara Sigmundsdóttir í viðali við Justin LoFranco hjá Morning Chalk Up. „Það er áætæða fyrir að allt gerist og þessi meiðsli komu kannski á besta tíma því ég gat því einbeitt mér að fatahönnunni. Það þýðir líka að þegar ég byrja aftur að keppa þá get ég ýtt þessu til hliðar,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það er mikil spenna í loftinu hjá Söru því fyrstu vörurnar verða kynntar opinberlega í ágúst 2019 og öll vörulínan fer síðan í sölu í janúar 2022. „Það eru þúsundir hluta í gangi í hausnum á mér. Ég er kannski að læra og þá fæ ég allt í einu hugmynd íþróttabrjóstahaldara og hugsa: Ég þarf að teikna þetta upp. Ég var því alltaf með blöð hjá mér í vinnunni til að teikna upp hugmyndirnar mínar,“ sagði Sara. „Ég sendi þetta síðan til hönnunardeildarinnar og sagði að þetta væri hugmyndin mín í dag. Þeir komu kannski til baka með: Þetta er frábær hugmynd en við þurfum að gera þetta svona. Við höfum unnið svo vel saman að búa þetta allt til,“ sagði Sara og hún er enginn áhorfandi í framleiðslunni. „Ég tek mikinn þátt í öllu. Fólk segir kannski við mig: Ó þú ert að fá þína vörulínu. Ertu þá bara að velja litina? Nei fjandinn hafi það ég er hanna allt saman sjálf. Ég hef fengið svo margar hugmyndir í svo langan tíma. Núna loksins get ég leyft þeim að verða að veruleika,“ sagði Sara. CrossFit Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Sjá meira
Það er því mikið í gangi hjá Söru þótt hún geti ekki keppt í íþróttinni sinni eftir að hafa slitið krossband nánast kvöldið áður en keppnistímabilið hófst. Það kemur ekki mikið á óvart þeim sem þekkja Söru að hún er auðvitað búin að finna eitthvað jákvætt við það að meiðast svona illa. Sara fór í viðtal á Morning Chalk Up þegar hún var stödd á heimsleikunum í Madison og ræddi þar á meðal nýju ástríðu sína sem er að hanna vörur fyrir nýju Sigmundsdóttur línuna. „Það er klikkun að hugsa út í það að fyrir aðeins ári hefði ég aldrei séð það fyrir mér að ég væri búin að hanna mína eigin vörulínu og taka svona mikinn þátt í fatahönnun. Ég hef alltaf verið mjög skapandi en hélt alltaf að það fengi bara að njóta sín eftir CrossFit ferlinn,“ sagði Sara Sigmundsdóttir í viðali við Justin LoFranco hjá Morning Chalk Up. „Það er áætæða fyrir að allt gerist og þessi meiðsli komu kannski á besta tíma því ég gat því einbeitt mér að fatahönnunni. Það þýðir líka að þegar ég byrja aftur að keppa þá get ég ýtt þessu til hliðar,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það er mikil spenna í loftinu hjá Söru því fyrstu vörurnar verða kynntar opinberlega í ágúst 2019 og öll vörulínan fer síðan í sölu í janúar 2022. „Það eru þúsundir hluta í gangi í hausnum á mér. Ég er kannski að læra og þá fæ ég allt í einu hugmynd íþróttabrjóstahaldara og hugsa: Ég þarf að teikna þetta upp. Ég var því alltaf með blöð hjá mér í vinnunni til að teikna upp hugmyndirnar mínar,“ sagði Sara. „Ég sendi þetta síðan til hönnunardeildarinnar og sagði að þetta væri hugmyndin mín í dag. Þeir komu kannski til baka með: Þetta er frábær hugmynd en við þurfum að gera þetta svona. Við höfum unnið svo vel saman að búa þetta allt til,“ sagði Sara og hún er enginn áhorfandi í framleiðslunni. „Ég tek mikinn þátt í öllu. Fólk segir kannski við mig: Ó þú ert að fá þína vörulínu. Ertu þá bara að velja litina? Nei fjandinn hafi það ég er hanna allt saman sjálf. Ég hef fengið svo margar hugmyndir í svo langan tíma. Núna loksins get ég leyft þeim að verða að veruleika,“ sagði Sara.
CrossFit Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Sjá meira