Í gær voru 21 sjúklingar inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19, en alls hafa 49 lagst ínn á Landspítala með Covid-19 í fjórðu bylgju, um þriðjungur þeirra er óbólusettur.
Alls eru 1.385 í eftirliti hjá Covid-göngudeild spítalans og fækkar þar nokkuð á milli daga en í gær voru 1.447 í eftirliti.
Af þessum 1.385 eru 262 börn. Enginn af þeim sem er í eftirlitinu flokkast sem rauður en 44 einstaklingar flokkast gulir sem þýðir að fylgst er náið með ástandi þeirra.