Ótrúlegur endasprettur skilaði Hassan öðru gulli hennar á leikunum Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2021 14:31 Hassan kemur fyrst í mark í hlaupi dagsins. Patrick Smith/Getty Images Hollenska hlaupakonan Sifan Hassan fagnaði sigri í 10 þúsund metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Tókýó í hádeginu. Hún vann þar með til sinna þriðju verðlauna á leikunum. Hassan þótti á meðal þeirra sigurstranglegustu í hlaupinu en hún fagnaði sigri í greininni á HM 2019. Hún hefur þó tekið þátt í tveimur öðrum greinum fyrr á leikunum og var því spurning um hvort þreyta myndi segja til sín á lokadegi frjálsíþróttanna í dag. Hin eþíópíska Letesenbet Gidey leiddi hlaupið lengi vel en var með Hassan andandi ofan í hálsmálið á sér. Í bakinu á þeirri hollensku var hin eþíópíska Kalkidan Gezahegne sem keppir undir fána Barein. Aðrar konur höfðu helst úr lestinni og ljóst að þetta yrði þriggja hesta hlaup. Gidey leiddi þegar komið var á lokahring og jók hraðann. Þegar hringurinn var rúmlega hálfnaður missti hún hins vegar dampinn þegar þær þrjár hringuðu hóp kvenna sem ekki færði sig til hliðar. Gidey var innst á brautinni og þurfti því að hafa meira fyrir því að fara út fyrir hópinn. Hassan nýtti tækifærið og skaust fram úr henni, sem og Gezahegne. Gidey stífnaði þá upp og kom þriðja í mark langt á eftir þeim stöllum. Hassan spretti á svakalegum hraða í mark og gaf þeirri bareinsku aldrei möguleika, þrátt fyrir að hún hafi reynt sitt besta að halda í við þá hollensku. Hassan kom í mark á 29 mínútum og 55,33 sekúndum. Hún keyrði sig út og sást liggjandi lengi vel á brautinni eftir að hafa komið í mark. Hún var gjörsamlega örmagna eftir lokasprettinn í hitanum í Tókýó. Hassan hlaut sitt annað gull á leikunum og þriðju verðlaun í heild. Áður vann hún gull í 5000 metrum og hlaut brons í 1500 metra hlaupi. Hassan steinlá eftir endasprettinn.Cameron Spencer/Getty Images Hlaup Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga Sjá meira
Hassan þótti á meðal þeirra sigurstranglegustu í hlaupinu en hún fagnaði sigri í greininni á HM 2019. Hún hefur þó tekið þátt í tveimur öðrum greinum fyrr á leikunum og var því spurning um hvort þreyta myndi segja til sín á lokadegi frjálsíþróttanna í dag. Hin eþíópíska Letesenbet Gidey leiddi hlaupið lengi vel en var með Hassan andandi ofan í hálsmálið á sér. Í bakinu á þeirri hollensku var hin eþíópíska Kalkidan Gezahegne sem keppir undir fána Barein. Aðrar konur höfðu helst úr lestinni og ljóst að þetta yrði þriggja hesta hlaup. Gidey leiddi þegar komið var á lokahring og jók hraðann. Þegar hringurinn var rúmlega hálfnaður missti hún hins vegar dampinn þegar þær þrjár hringuðu hóp kvenna sem ekki færði sig til hliðar. Gidey var innst á brautinni og þurfti því að hafa meira fyrir því að fara út fyrir hópinn. Hassan nýtti tækifærið og skaust fram úr henni, sem og Gezahegne. Gidey stífnaði þá upp og kom þriðja í mark langt á eftir þeim stöllum. Hassan spretti á svakalegum hraða í mark og gaf þeirri bareinsku aldrei möguleika, þrátt fyrir að hún hafi reynt sitt besta að halda í við þá hollensku. Hassan kom í mark á 29 mínútum og 55,33 sekúndum. Hún keyrði sig út og sást liggjandi lengi vel á brautinni eftir að hafa komið í mark. Hún var gjörsamlega örmagna eftir lokasprettinn í hitanum í Tókýó. Hassan hlaut sitt annað gull á leikunum og þriðju verðlaun í heild. Áður vann hún gull í 5000 metrum og hlaut brons í 1500 metra hlaupi. Hassan steinlá eftir endasprettinn.Cameron Spencer/Getty Images
Hlaup Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti