Norðmenn með gull í strandblaki - fjölskyldan keyrði bílhlöss af sandi frá Danmörku Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2021 11:00 Þeir félagar fögnu innilega sögulegum árangri Noregs í greininni. Elsa/Getty Images Norðmennirnir Anders Mol og Christian Sandlie Sörum urðu í nótt Ólympíumeistarar karla í strandblaki eftir sigur á Viacheslav Krasilnikov og Oleg Stoyanovskiy frá Rússlandi í úrslitum. Mol er af miklum strandblaksættum og bætti árangur móður sinnar frá leikunum í Atlanta 1996. Þeir norsku unnu fyrsta sett leiksins 21-17 til að ná yfirhöndinni og var spennan mikil í öðru setti. Aftur höfðu þeir norsku hins vegar betur, í þetta sinn 21-18, og Ólympíugullið því víst. Um er að ræða fyrstu verðlaun Noregs í greininni á Ólympíuleikum. Mol var himinlifandi með sigurinn, og ekki síður að gera betur en móðir hans, Merita Mol, á leikunum í Atlanta í Bandaríkjunum fyrir 25 árum. „Mig dreymdi alltaf um að gera betur en mamma mín á Ólympíuleikunum. Hún lenti í níunda sæti. Ég var í raun virkilega glaður þegar við komumst í átta liða úrslit því þar með náðum við sögulegum árangri með því að tryggja fimmta sætið, hið minnsta,“ Foreldrar hans eiga þá mikið í árangri félaganna eftir því sem kemur fram í frétt norska ríkisútvarpsins, NRK. Faðir hans, Kåre, er einnig fyrrum strandblakmaður líkt og móðir hans og mörgu hefur verið til tjaldað til að börn þeirra nái árangri. Öll fimm eru þau í strandblaki og því þurfti til þess almennilegar aðstæður, sem ekki voru til staðar í Strandvik í Noregi, hvar fjölskyldan býr. „Við höfum gert ótrúlegustu hluti. Meðal annars keyrt bílhlöss af sandi til ferja til Strandvíkur til að setja upp velli,“ segir faðirinn Kåre. „Þetta er algjörlega fáránlegt. Þau hafa hætt í vinnunni sinni. Það er svo mikið á bakvið þennan árangur, því það er bara toppurinn á ísjakanum. Við erum stoltir, en það eru svo margir sem hafa lagt hönd á plóg,“ segir sonur hans og gullverðlauna hafinn Anders. „Þetta hefur verið löng leið að Ólympíugulli. Þau eiga þetta skilið svo miklu meira en ég. Það er ótrúlegt hvað þau hafa lagt í þetta. Fjölskyldur okkar beggja og vinir. Það eru svo margir sem eiga skilinn hluta í þessu gulli,“ er haft eftir félaga hans Sörum. Blak Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Noregur Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Sjá meira
Þeir norsku unnu fyrsta sett leiksins 21-17 til að ná yfirhöndinni og var spennan mikil í öðru setti. Aftur höfðu þeir norsku hins vegar betur, í þetta sinn 21-18, og Ólympíugullið því víst. Um er að ræða fyrstu verðlaun Noregs í greininni á Ólympíuleikum. Mol var himinlifandi með sigurinn, og ekki síður að gera betur en móðir hans, Merita Mol, á leikunum í Atlanta í Bandaríkjunum fyrir 25 árum. „Mig dreymdi alltaf um að gera betur en mamma mín á Ólympíuleikunum. Hún lenti í níunda sæti. Ég var í raun virkilega glaður þegar við komumst í átta liða úrslit því þar með náðum við sögulegum árangri með því að tryggja fimmta sætið, hið minnsta,“ Foreldrar hans eiga þá mikið í árangri félaganna eftir því sem kemur fram í frétt norska ríkisútvarpsins, NRK. Faðir hans, Kåre, er einnig fyrrum strandblakmaður líkt og móðir hans og mörgu hefur verið til tjaldað til að börn þeirra nái árangri. Öll fimm eru þau í strandblaki og því þurfti til þess almennilegar aðstæður, sem ekki voru til staðar í Strandvik í Noregi, hvar fjölskyldan býr. „Við höfum gert ótrúlegustu hluti. Meðal annars keyrt bílhlöss af sandi til ferja til Strandvíkur til að setja upp velli,“ segir faðirinn Kåre. „Þetta er algjörlega fáránlegt. Þau hafa hætt í vinnunni sinni. Það er svo mikið á bakvið þennan árangur, því það er bara toppurinn á ísjakanum. Við erum stoltir, en það eru svo margir sem hafa lagt hönd á plóg,“ segir sonur hans og gullverðlauna hafinn Anders. „Þetta hefur verið löng leið að Ólympíugulli. Þau eiga þetta skilið svo miklu meira en ég. Það er ótrúlegt hvað þau hafa lagt í þetta. Fjölskyldur okkar beggja og vinir. Það eru svo margir sem eiga skilinn hluta í þessu gulli,“ er haft eftir félaga hans Sörum.
Blak Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Noregur Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Sjá meira