Samskipti stjórnenda við fjölmiðla verði áfram góð Kjartan Kjartansson skrifar 5. ágúst 2021 19:26 Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans. Vísir/Stöð 2 Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans reiknar með því að samskipti stjórnenda spítalans og fjölmiðla verði áfram góð þrátt fyrir mikið álag um þessar mundir. Stjórnendum spítalans hefur verið skipað að svara ekki fyrirspurnum fjölmiðla. Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans sendi á þriðja hundrað stjórnenda spítalans tölvupóst í gærkvöldi um að þeir ættu að beina öllum fyrirspurnum fjölmiðla til samskiptadeildarinnar. Stjórnendunum var meðal annars sagt að það væri góð regla að svara ekki beinum símtölum fjölmiðla og voru fjölmiðlamenn kallaðir „skrattakollar“. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans, sagði mikilvægt að hafa opna og góða umræðu þegar kemur að málið sem snýr að lífi og heilsu landsmanna og heilbrigðiskerfinu í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Umræðan þurfi að vera óheft og óþvinguð. Að hans mati hafi samskipti fjölmiðla við sérfræðinga spítalans verið góð til þessa. Eðlilegt sé að fjölmiðlar leiti til þeirra sem hafa mestu sérþekkinguna á málum. „Ég á ekki von á öðru heldur en að við finnum einhverja góða lendingu í þessu þar sem að eðlileg samskipti halda áfram að eiga sér stað og opin,“ sagði Björn Rúnar en svaraði því ekki beint hvort hann óskaði eftir því að tilmæli samskiptadeildarinnar yrðu dregin til baka. Í tölvupósti deildarstjóra samskiptadeildarinnar voru tilmælin réttlætt með því að stjórnendurnir þyrftu á hvíld að halda vegna mikils álags á spítalanum. Björn Rúnar sagði að álag hafi verið lengi á spítalanum, ekki aðeins nú í þessari bylgju kórónuveirufaraldursins. Hann telji að tilmælin um að stjórnendur sinni ekki fyrirspurnum fjölmiðla sjálfir séu líklega tilkomin vegna þeirrar erfiðu stöðu sem uppi er á spítalanum. „Þetta eru erfiðir tímar sem við erum öll að ganga í gegnum og er að koma mismunandi illa niður á fólki. Þess vegna er það algert lykilatriði að þessi samskiptaleið sé opin og greið,“ sagði hann. Landspítalinn Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans sendi á þriðja hundrað stjórnenda spítalans tölvupóst í gærkvöldi um að þeir ættu að beina öllum fyrirspurnum fjölmiðla til samskiptadeildarinnar. Stjórnendunum var meðal annars sagt að það væri góð regla að svara ekki beinum símtölum fjölmiðla og voru fjölmiðlamenn kallaðir „skrattakollar“. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans, sagði mikilvægt að hafa opna og góða umræðu þegar kemur að málið sem snýr að lífi og heilsu landsmanna og heilbrigðiskerfinu í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Umræðan þurfi að vera óheft og óþvinguð. Að hans mati hafi samskipti fjölmiðla við sérfræðinga spítalans verið góð til þessa. Eðlilegt sé að fjölmiðlar leiti til þeirra sem hafa mestu sérþekkinguna á málum. „Ég á ekki von á öðru heldur en að við finnum einhverja góða lendingu í þessu þar sem að eðlileg samskipti halda áfram að eiga sér stað og opin,“ sagði Björn Rúnar en svaraði því ekki beint hvort hann óskaði eftir því að tilmæli samskiptadeildarinnar yrðu dregin til baka. Í tölvupósti deildarstjóra samskiptadeildarinnar voru tilmælin réttlætt með því að stjórnendurnir þyrftu á hvíld að halda vegna mikils álags á spítalanum. Björn Rúnar sagði að álag hafi verið lengi á spítalanum, ekki aðeins nú í þessari bylgju kórónuveirufaraldursins. Hann telji að tilmælin um að stjórnendur sinni ekki fyrirspurnum fjölmiðla sjálfir séu líklega tilkomin vegna þeirrar erfiðu stöðu sem uppi er á spítalanum. „Þetta eru erfiðir tímar sem við erum öll að ganga í gegnum og er að koma mismunandi illa niður á fólki. Þess vegna er það algert lykilatriði að þessi samskiptaleið sé opin og greið,“ sagði hann.
Landspítalinn Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira