Sá norski tileinkaði silfrið látnum þjálfara sínum Valur Páll Eiríksson skrifar 4. ágúst 2021 23:01 Henriksen fékk óvænt silfur í sleggjukastinu í dag. Patrick Smith/Getty Images Pólverjinn Wojciech Nowicki er Ólympíumeistari karla í sleggjukasti eftir að hafa bætt sinn besta árangur í greininni í dag. Norðmaðurinn Eivind Henriksen bætti sinn árangur umtalsvert og bætti Noregsmetið í greininni fjórum sinnum til að hljóta silfur. Pawel Fajdek, landi Nowickis, þótti líklegastur til árangurs fyrir keppni dagsins enda fjórfaldur heimsmeistari í greininni. Líkt og á fyrri Ólympíuleikum hefur honum hins vegar ekki tekist að kasta eins vel og á HM. Hann hlaut þó brons með kasti upp á 81,53 metra. Sigur Nowicki var aldrei í hættu þar sem enginn komst nálægt hans kasti upp á 82,52 metra og hlaut hann því gull. Norðmaðurinn Eivind Henriksen kom hins vegar á óvart þar sem hann þótti ekki líklegur til mikilla afreka í keppninni. Hann hafði ekki náð kasti yfir 80 metra á sínum ferli en í fjórgang bætti hann sinn besta árangur og þar með Noregsmetið. Lengsta kast hans, upp á 81,53 metra, skaut honum upp fyrir Fajdek og tryggði honum silfurverðlaun. „Þetta er gjörsamlega galið. Ég er nánast orðinn raddlaus og hef ekki mörg orð um þetta. Þetta var minn dagur í dag, jafnvel þó það hafi aðeins dugað til silfurs. Ég bætti mig um þrjá metra,“ sagði Henriksen eftir keppnina í dag. Henriksen táraðist þá í viðtali þegar hann var spurður út í þjálfara sinn, Einar Brynemo, sem lést fyrir þremur árum síðan. „Ég held að þetta hafi hreyft við honum. Hann var þannig manneskja. Ég vildi að ég hefði hann hér með mér,“ sagði Henriksen sem var þá spurður hversu mikið Brynemo ætti í árangri dagsins. „Mjög mikið. Hann bjó í Kragerö og keyrði í þrjá tíma til að þjálfa okkur vikulega. Hann hjálpaði til og greindi myndbönd af köstunum. Hann hefur gefið mér virkilega mikið og gerði þetta nánast í sjálfboðaliðastarfi.“ Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Sjá meira
Pawel Fajdek, landi Nowickis, þótti líklegastur til árangurs fyrir keppni dagsins enda fjórfaldur heimsmeistari í greininni. Líkt og á fyrri Ólympíuleikum hefur honum hins vegar ekki tekist að kasta eins vel og á HM. Hann hlaut þó brons með kasti upp á 81,53 metra. Sigur Nowicki var aldrei í hættu þar sem enginn komst nálægt hans kasti upp á 82,52 metra og hlaut hann því gull. Norðmaðurinn Eivind Henriksen kom hins vegar á óvart þar sem hann þótti ekki líklegur til mikilla afreka í keppninni. Hann hafði ekki náð kasti yfir 80 metra á sínum ferli en í fjórgang bætti hann sinn besta árangur og þar með Noregsmetið. Lengsta kast hans, upp á 81,53 metra, skaut honum upp fyrir Fajdek og tryggði honum silfurverðlaun. „Þetta er gjörsamlega galið. Ég er nánast orðinn raddlaus og hef ekki mörg orð um þetta. Þetta var minn dagur í dag, jafnvel þó það hafi aðeins dugað til silfurs. Ég bætti mig um þrjá metra,“ sagði Henriksen eftir keppnina í dag. Henriksen táraðist þá í viðtali þegar hann var spurður út í þjálfara sinn, Einar Brynemo, sem lést fyrir þremur árum síðan. „Ég held að þetta hafi hreyft við honum. Hann var þannig manneskja. Ég vildi að ég hefði hann hér með mér,“ sagði Henriksen sem var þá spurður hversu mikið Brynemo ætti í árangri dagsins. „Mjög mikið. Hann bjó í Kragerö og keyrði í þrjá tíma til að þjálfa okkur vikulega. Hann hjálpaði til og greindi myndbönd af köstunum. Hann hefur gefið mér virkilega mikið og gerði þetta nánast í sjálfboðaliðastarfi.“
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Sjá meira