Nína Björk nýr forstöðumaður GRÓ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. ágúst 2021 13:05 Nína Björk Jónsdóttir hefur starfað fyrir utanríkisþjónustuna frá árinu 2005. Nína Björk Jónsdóttir hefur tekið við sem forstöðumaður GRÓ, þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu. Hún tekur við af Friðrik Jónssyni, sem var kjörinn formaður BHM 27. maí síðastliðinn. Nína Björk hefur starfað fyrir utanríkisþjónustuna frá árinu 2005. Síðustu tvö ár hefur hún verið forstöðumaður viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins. Árin 2016-2019 var hún varafastafulltrúi í fastanefnd Íslands í Genf, sem fer með fyrirsvar gagnvart Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA), Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO), skrifstofu SÞ í Genf (UNOG) og öðrum alþjóðastofnunum sem hafa aðsetur í borginni. Árin 2012-2016 starfaði hún við sendiráð Íslands í París. Hún var varafastafulltrúi gagnvart OECD þar sem hún undirbjó m.a. aðild Íslands að Þróunarsamvinnunefnd OECD (DAC). Hún var einnig staðgengill sendiherra (frá 2013) og varafastafulltrúi gagnvart UNESCO og Evrópuráðinu frá 2014. Árin 2009-2011 starfaði Nína Björk samtímis á auðlindaskrifstofu og mannréttindaskrifstofu ráðuneytisins. Hún sat í samningateymi Íslands í loftslagsviðræðum á vegum UNFCCC og fór einnig með jafnréttismál. Árin 2005-2008 starfaði hún á viðskiptasviði utanríkisráðuneytisins og sat í undirnefndum II, III og IV og hafði umsjón með rekstri Samningsins um Evrópska efnahagssvæðið á þeim sviðum. Áður en Nína Björk hóf störf hjá utanríkisþjónustunni starfaði hún sem fréttamaður á Stöð 2 og Bylgjunni 2000-2001 og blaðamaður á Morgunblaðinu 2001-2004. Þá var hún friðargæsluliði á vegum Íslensku friðargæslunnar í Norður-Makedóníu í níu mánuði árið 2003 þar sem hún var fjölmiðlafulltrúi við Concordiu, fyrstu friðargæsluaðgerð ESB. Nína Björk er með MA gráðu í alþjóðastjórnmálum og öryggisfræðum frá Bradford háskóla, próf í hagnýtri fjölmiðlun frá Háskóla Íslands og BA gráðu í frönsku og stjórnmálafræði frá sama skóla. Nína Björk er einnig höfundur bókarinnar Íslandsdætur sem kom út árið 2020 hjá Sölku og annar tveggja höfunda How to Live Icelandic sem kemur út hjá forlaginu White Lion Publishing síðar á þessu ári. Vistaskipti Utanríkismál Þróunarsamvinna Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Sjá meira
Nína Björk hefur starfað fyrir utanríkisþjónustuna frá árinu 2005. Síðustu tvö ár hefur hún verið forstöðumaður viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins. Árin 2016-2019 var hún varafastafulltrúi í fastanefnd Íslands í Genf, sem fer með fyrirsvar gagnvart Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA), Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO), skrifstofu SÞ í Genf (UNOG) og öðrum alþjóðastofnunum sem hafa aðsetur í borginni. Árin 2012-2016 starfaði hún við sendiráð Íslands í París. Hún var varafastafulltrúi gagnvart OECD þar sem hún undirbjó m.a. aðild Íslands að Þróunarsamvinnunefnd OECD (DAC). Hún var einnig staðgengill sendiherra (frá 2013) og varafastafulltrúi gagnvart UNESCO og Evrópuráðinu frá 2014. Árin 2009-2011 starfaði Nína Björk samtímis á auðlindaskrifstofu og mannréttindaskrifstofu ráðuneytisins. Hún sat í samningateymi Íslands í loftslagsviðræðum á vegum UNFCCC og fór einnig með jafnréttismál. Árin 2005-2008 starfaði hún á viðskiptasviði utanríkisráðuneytisins og sat í undirnefndum II, III og IV og hafði umsjón með rekstri Samningsins um Evrópska efnahagssvæðið á þeim sviðum. Áður en Nína Björk hóf störf hjá utanríkisþjónustunni starfaði hún sem fréttamaður á Stöð 2 og Bylgjunni 2000-2001 og blaðamaður á Morgunblaðinu 2001-2004. Þá var hún friðargæsluliði á vegum Íslensku friðargæslunnar í Norður-Makedóníu í níu mánuði árið 2003 þar sem hún var fjölmiðlafulltrúi við Concordiu, fyrstu friðargæsluaðgerð ESB. Nína Björk er með MA gráðu í alþjóðastjórnmálum og öryggisfræðum frá Bradford háskóla, próf í hagnýtri fjölmiðlun frá Háskóla Íslands og BA gráðu í frönsku og stjórnmálafræði frá sama skóla. Nína Björk er einnig höfundur bókarinnar Íslandsdætur sem kom út árið 2020 hjá Sölku og annar tveggja höfunda How to Live Icelandic sem kemur út hjá forlaginu White Lion Publishing síðar á þessu ári.
Vistaskipti Utanríkismál Þróunarsamvinna Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Sjá meira