Í einkennasýnatökum gærdagsins greindust 103 en þrettán í sóttkvíar- og handahófsskimunum.
Af þeim sem greindust með með veiruna í gær var 71 fullbólusettur, tveir hálfbólusettir og 43 óbólusettir.
Fjörtíu og tveir voru í sóttkví en 74 utan sóttkvíar við greiningu.
Athygli vekur að töluvert fleiri sýni voru tekin í gær en í fyrradag; 2.414 í gær samanborið við 1.823 á mánudag. Þá reyndust 108 jákvæðir.
Sextán liggja á sjúkrahúsi veikir af Covid-19.
Nú eru 254.443 fullbólusettir gegn kórónuveirunni.