Nýju indónísku Ólympíumeistararnir fá hverja ótrúlegu gjöfina á fætur annarri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2021 10:30 Greysia Polii og Apriyani Rahayu (liggjand) fagna hér þegar sigurinn og gullverðlaunin voru í húsi. AP/Dita Alangkara Það er óhætt að segja að Indónesía sé stolt af fyrstu gullverðlaunahöfum sínum á Ólympíuleikunum í Tókýó. Badminton konurnar Greysia Polii og Apriyani Rahayu unnu gull í tvíliðaleik eftir að hafa unnið þær kínversku Chen Qing Chen og Jia Yi Fan í úrslitaleiknum, 21-19 og 21-15. Indonesia celebrates Olympic gold offering the winners five cows, a meatball restaurant and a new house #Olympics https://t.co/8Fmjo7pidg— Spencer Wells (@spwells) August 4, 2021 Badminton er mjög vinsælt í suðaustur Asíu og fjölmennasta landið, Indónesía, er þar engin undantekning. Þetta voru fyrstu gullverðlaun Indónesíu á þessum leikum og þau áttundu í sögunni. Öll átta hafa unnist í badminton. Það er þó fækkun hjá þeim sem stunda badminton íþróttina í landinu sem sérfræðingar tengja kórónuveirunni og því er sigur Polii og Rahayu mikilvægur fyrir framtíð badmintons í landinu enda hefur gullið þeirra verið stærsta fréttin þar síðan á mánudaginn. Það hefur heldur ekki vantað viðbrögðin í heimalandinu og þær Polii og Rahayu hafa hreinlega hlaðnar gjöfum síðustu dögum. Sumar þeirra eru engar smágjafir. Greysia Polii og Apriyani Rahayu með gullverðlaun sín.AP/Markus Schreiber Ríkisstjórnin ákvað að verðlauna gull tvíeykið sitt með fimm milljörðum rúpía eða 349 þúsund Bandaríkjadala sem gera um 43 milljónir íslenskra króna. Aðrir landsmenn hafa líka vilja fagna þeim með því að gefa gjafir og sumar mjög óvenjulegar. Heimabær Apriyani á Sulawesi eyju gaf henni heilt hús og fimm kýr með og þá hefur veitingastaður sem sérhæfir sig í kjötbollum ákveðið að gefa þeim sitthvort útbúið. Forsetinn Joko Widodo sagði á Twitter að erfiður og æsispennandi sigur þeirra væri gjöf til landsins í tilefni af þjóðhátíðardeginum 17. ágúst næstkomandi. Sigur þeirra er talinn ekki bara vekja athygli á badminton í landinu heldur einnig á kvennaíþróttum. Þetta var fyrsta gull Indónesíu í kvennagrein síðan á Ól í Barcelona 1992 en á síðustu leikum þá vann Indónesía reyndar gull í tvenndarleik. Greysia er 33 ára gömul og var því búin að bíða lengi eftir þessari stundu. „Ég fæddist til að verða badminton spilari. Ég hafði trú allan tíma, jafnvel þegar ég var þrettán ára, að ég vildi og ætlaði að skrifa söguna fyrir Indónesíu,“ sagði Greysia Polii. Apriyani Rahayu er tíu árum yngri en hún. Badminton Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Indónesía Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Hvernig svara Íslandsmeistararnir? Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sjá meira
Badminton konurnar Greysia Polii og Apriyani Rahayu unnu gull í tvíliðaleik eftir að hafa unnið þær kínversku Chen Qing Chen og Jia Yi Fan í úrslitaleiknum, 21-19 og 21-15. Indonesia celebrates Olympic gold offering the winners five cows, a meatball restaurant and a new house #Olympics https://t.co/8Fmjo7pidg— Spencer Wells (@spwells) August 4, 2021 Badminton er mjög vinsælt í suðaustur Asíu og fjölmennasta landið, Indónesía, er þar engin undantekning. Þetta voru fyrstu gullverðlaun Indónesíu á þessum leikum og þau áttundu í sögunni. Öll átta hafa unnist í badminton. Það er þó fækkun hjá þeim sem stunda badminton íþróttina í landinu sem sérfræðingar tengja kórónuveirunni og því er sigur Polii og Rahayu mikilvægur fyrir framtíð badmintons í landinu enda hefur gullið þeirra verið stærsta fréttin þar síðan á mánudaginn. Það hefur heldur ekki vantað viðbrögðin í heimalandinu og þær Polii og Rahayu hafa hreinlega hlaðnar gjöfum síðustu dögum. Sumar þeirra eru engar smágjafir. Greysia Polii og Apriyani Rahayu með gullverðlaun sín.AP/Markus Schreiber Ríkisstjórnin ákvað að verðlauna gull tvíeykið sitt með fimm milljörðum rúpía eða 349 þúsund Bandaríkjadala sem gera um 43 milljónir íslenskra króna. Aðrir landsmenn hafa líka vilja fagna þeim með því að gefa gjafir og sumar mjög óvenjulegar. Heimabær Apriyani á Sulawesi eyju gaf henni heilt hús og fimm kýr með og þá hefur veitingastaður sem sérhæfir sig í kjötbollum ákveðið að gefa þeim sitthvort útbúið. Forsetinn Joko Widodo sagði á Twitter að erfiður og æsispennandi sigur þeirra væri gjöf til landsins í tilefni af þjóðhátíðardeginum 17. ágúst næstkomandi. Sigur þeirra er talinn ekki bara vekja athygli á badminton í landinu heldur einnig á kvennaíþróttum. Þetta var fyrsta gull Indónesíu í kvennagrein síðan á Ól í Barcelona 1992 en á síðustu leikum þá vann Indónesía reyndar gull í tvenndarleik. Greysia er 33 ára gömul og var því búin að bíða lengi eftir þessari stundu. „Ég fæddist til að verða badminton spilari. Ég hafði trú allan tíma, jafnvel þegar ég var þrettán ára, að ég vildi og ætlaði að skrifa söguna fyrir Indónesíu,“ sagði Greysia Polii. Apriyani Rahayu er tíu árum yngri en hún.
Badminton Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Indónesía Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Hvernig svara Íslandsmeistararnir? Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sjá meira