Leikmenn munu halda áfram að krjúpa á hné Valur Páll Eiríksson skrifar 3. ágúst 2021 23:30 Leikmenn munu áfram sýna samstöðu með réttindabaráttu svartra með því að krjúpa á hné fyrir leiki í ensku úrvalsdeildinni í vetur. EPA-EFE/Paul Childs/NMC/Reuters Pool Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni munu halda áfram að krjúpa á hné til að sýna samstöðu með réttindabaráttu svartra á komandi leiktíð. Leikmenn hófu að krjúpa á hné sumarið 2020 þegar keppni hófst í ensku úrvalsdeildinni eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Aðgerðirnar komu í kjölfar morðsins á bandaríkjamannsins George Floyd, sem er dökkur á hörund, af hendi hvíts lögreglumanns, Derek Chauvin, í Minneapolis í Bandaríkjunum í maí 2020. Í kjölfar þess hófust mikil mótmæli í Bandaríkjunum og víðar um heim þar sem kallað var eftir aðgerðum til að draga úr kerfisbundnu kynþáttamisrétti, en Floyd er langt í frá fyrsti svarti maðurinn sem myrtur er af hvítum lögreglumanni fyrir litlar sakir. Enska úrvalsdeildin tók þátt í þeirri hreyfingu, Black Lives Matter-hreyfingunni, þar sem leikmenn báru þau orð meðal annars á baki sínu í stað nafna í einni umferð sumarið 2020. Players from all 20 #PL clubs will continue to take the knee ahead of matches this season to highlight their opposition to racismThe decision to do so is wholeheartedly supported by the Premier League https://t.co/jiLfKiSNIf#NoRoomForRacism pic.twitter.com/QkdsZiA14V— Premier League (@premierleague) August 3, 2021 Enska úrvalsdeildin tilkynnti í dag að áfram yrði staðið með réttindabaráttu svartra á komandi leiktíð. Áfram verður kropið á hné á komandi leiktíð og þá munu leikmenn bera á erminni stimpil með orðunum No Room for Racism, eða ekkert rými fyrir kynþáttafordóma, sem er verkefni sem enska úrvalsdeildin stendur að og er ætlað að draga úr kynþáttafordómum innan fótboltans á Englandi. Ákvörðunin var tekin eftir fund forráðamanna deildarinnar með samtökum fyrirliða í deildinni. „Okkur finnst að nú meira en nokkru sinni, sé mikilvægt að halda áfram að krjúpa á hné sem tákn um einingu okkar gegn hvers kyns kynþáttamismunun,“ er haft eftir fyrirliðasamtökunum í tilkynningu frá ensku úrvalsdeildinni. Keppni í deildinni hefst föstudaginn 13. ágúst þegar Arsenal heimsækir nýliða Brentford, áður en heil umferð fer fram þá helgi. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Leikmenn hófu að krjúpa á hné sumarið 2020 þegar keppni hófst í ensku úrvalsdeildinni eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Aðgerðirnar komu í kjölfar morðsins á bandaríkjamannsins George Floyd, sem er dökkur á hörund, af hendi hvíts lögreglumanns, Derek Chauvin, í Minneapolis í Bandaríkjunum í maí 2020. Í kjölfar þess hófust mikil mótmæli í Bandaríkjunum og víðar um heim þar sem kallað var eftir aðgerðum til að draga úr kerfisbundnu kynþáttamisrétti, en Floyd er langt í frá fyrsti svarti maðurinn sem myrtur er af hvítum lögreglumanni fyrir litlar sakir. Enska úrvalsdeildin tók þátt í þeirri hreyfingu, Black Lives Matter-hreyfingunni, þar sem leikmenn báru þau orð meðal annars á baki sínu í stað nafna í einni umferð sumarið 2020. Players from all 20 #PL clubs will continue to take the knee ahead of matches this season to highlight their opposition to racismThe decision to do so is wholeheartedly supported by the Premier League https://t.co/jiLfKiSNIf#NoRoomForRacism pic.twitter.com/QkdsZiA14V— Premier League (@premierleague) August 3, 2021 Enska úrvalsdeildin tilkynnti í dag að áfram yrði staðið með réttindabaráttu svartra á komandi leiktíð. Áfram verður kropið á hné á komandi leiktíð og þá munu leikmenn bera á erminni stimpil með orðunum No Room for Racism, eða ekkert rými fyrir kynþáttafordóma, sem er verkefni sem enska úrvalsdeildin stendur að og er ætlað að draga úr kynþáttafordómum innan fótboltans á Englandi. Ákvörðunin var tekin eftir fund forráðamanna deildarinnar með samtökum fyrirliða í deildinni. „Okkur finnst að nú meira en nokkru sinni, sé mikilvægt að halda áfram að krjúpa á hné sem tákn um einingu okkar gegn hvers kyns kynþáttamismunun,“ er haft eftir fyrirliðasamtökunum í tilkynningu frá ensku úrvalsdeildinni. Keppni í deildinni hefst föstudaginn 13. ágúst þegar Arsenal heimsækir nýliða Brentford, áður en heil umferð fer fram þá helgi.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira