Leikmenn munu halda áfram að krjúpa á hné Valur Páll Eiríksson skrifar 3. ágúst 2021 23:30 Leikmenn munu áfram sýna samstöðu með réttindabaráttu svartra með því að krjúpa á hné fyrir leiki í ensku úrvalsdeildinni í vetur. EPA-EFE/Paul Childs/NMC/Reuters Pool Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni munu halda áfram að krjúpa á hné til að sýna samstöðu með réttindabaráttu svartra á komandi leiktíð. Leikmenn hófu að krjúpa á hné sumarið 2020 þegar keppni hófst í ensku úrvalsdeildinni eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Aðgerðirnar komu í kjölfar morðsins á bandaríkjamannsins George Floyd, sem er dökkur á hörund, af hendi hvíts lögreglumanns, Derek Chauvin, í Minneapolis í Bandaríkjunum í maí 2020. Í kjölfar þess hófust mikil mótmæli í Bandaríkjunum og víðar um heim þar sem kallað var eftir aðgerðum til að draga úr kerfisbundnu kynþáttamisrétti, en Floyd er langt í frá fyrsti svarti maðurinn sem myrtur er af hvítum lögreglumanni fyrir litlar sakir. Enska úrvalsdeildin tók þátt í þeirri hreyfingu, Black Lives Matter-hreyfingunni, þar sem leikmenn báru þau orð meðal annars á baki sínu í stað nafna í einni umferð sumarið 2020. Players from all 20 #PL clubs will continue to take the knee ahead of matches this season to highlight their opposition to racismThe decision to do so is wholeheartedly supported by the Premier League https://t.co/jiLfKiSNIf#NoRoomForRacism pic.twitter.com/QkdsZiA14V— Premier League (@premierleague) August 3, 2021 Enska úrvalsdeildin tilkynnti í dag að áfram yrði staðið með réttindabaráttu svartra á komandi leiktíð. Áfram verður kropið á hné á komandi leiktíð og þá munu leikmenn bera á erminni stimpil með orðunum No Room for Racism, eða ekkert rými fyrir kynþáttafordóma, sem er verkefni sem enska úrvalsdeildin stendur að og er ætlað að draga úr kynþáttafordómum innan fótboltans á Englandi. Ákvörðunin var tekin eftir fund forráðamanna deildarinnar með samtökum fyrirliða í deildinni. „Okkur finnst að nú meira en nokkru sinni, sé mikilvægt að halda áfram að krjúpa á hné sem tákn um einingu okkar gegn hvers kyns kynþáttamismunun,“ er haft eftir fyrirliðasamtökunum í tilkynningu frá ensku úrvalsdeildinni. Keppni í deildinni hefst föstudaginn 13. ágúst þegar Arsenal heimsækir nýliða Brentford, áður en heil umferð fer fram þá helgi. Enski boltinn Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira
Leikmenn hófu að krjúpa á hné sumarið 2020 þegar keppni hófst í ensku úrvalsdeildinni eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Aðgerðirnar komu í kjölfar morðsins á bandaríkjamannsins George Floyd, sem er dökkur á hörund, af hendi hvíts lögreglumanns, Derek Chauvin, í Minneapolis í Bandaríkjunum í maí 2020. Í kjölfar þess hófust mikil mótmæli í Bandaríkjunum og víðar um heim þar sem kallað var eftir aðgerðum til að draga úr kerfisbundnu kynþáttamisrétti, en Floyd er langt í frá fyrsti svarti maðurinn sem myrtur er af hvítum lögreglumanni fyrir litlar sakir. Enska úrvalsdeildin tók þátt í þeirri hreyfingu, Black Lives Matter-hreyfingunni, þar sem leikmenn báru þau orð meðal annars á baki sínu í stað nafna í einni umferð sumarið 2020. Players from all 20 #PL clubs will continue to take the knee ahead of matches this season to highlight their opposition to racismThe decision to do so is wholeheartedly supported by the Premier League https://t.co/jiLfKiSNIf#NoRoomForRacism pic.twitter.com/QkdsZiA14V— Premier League (@premierleague) August 3, 2021 Enska úrvalsdeildin tilkynnti í dag að áfram yrði staðið með réttindabaráttu svartra á komandi leiktíð. Áfram verður kropið á hné á komandi leiktíð og þá munu leikmenn bera á erminni stimpil með orðunum No Room for Racism, eða ekkert rými fyrir kynþáttafordóma, sem er verkefni sem enska úrvalsdeildin stendur að og er ætlað að draga úr kynþáttafordómum innan fótboltans á Englandi. Ákvörðunin var tekin eftir fund forráðamanna deildarinnar með samtökum fyrirliða í deildinni. „Okkur finnst að nú meira en nokkru sinni, sé mikilvægt að halda áfram að krjúpa á hné sem tákn um einingu okkar gegn hvers kyns kynþáttamismunun,“ er haft eftir fyrirliðasamtökunum í tilkynningu frá ensku úrvalsdeildinni. Keppni í deildinni hefst föstudaginn 13. ágúst þegar Arsenal heimsækir nýliða Brentford, áður en heil umferð fer fram þá helgi.
Enski boltinn Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira