Opna skimunarstöð fyrir skyndipróf á BSÍ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. ágúst 2021 19:46 Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AVIÖR. Vísir/Einar Árnason Skimunarstöð fyrir hraðpróf hefur verið opnuð í húsnæði BSÍ í Reykjavík en hún er sérstaklega ætluð þeim sem ætla úr landi. Um er að að ræða skyndipróf sem framkvæmd eru af einkaaðila en tekin gild á landamærum. Öryggismiðstöðin heldur utan um prófin í samstarfi við rannsóknarstofuna Sameind sem hefur einnig framkvæmt svokallaðar mótefnamælingar. Fyrirtækin halda einnig úti skimunarstöð við Aðalgötu í Reykjanesbæ. „Það hefur verið töluvert að gera. Eins og með allt þá byrjaði þetta rólega og hefur sannarlega sprungið út undanfarna mánuði;“ segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AVIÖR. AVIÖR er sérstakt svið innan Öryggismiðstöðvarinnar sem sérhæfir sig í sérstakri þjónustu við flugrekstraraðila. Ómar segir prófin ætluð þeim sem þurfa að framvísa neikvæðri niðurstöðu á landamærum , en heilsugæslan býður upp á sambærileg próf sem og PCR-próf. „Við ráðleggjum öllum sem sýna einkenni að fara í einkennasýnatöku hjá heilsugæslu, við erum ekki að taka einkennasýnatökur hér,“ segir hann. Fólk fær niðurstöður á fimmtán mínútum. Vísir/Einar Árnason Prófið er svokallað Antigen próf og fást niðurstöður á um fimmtán mínútum. Sóttvarnalæknir hefur haft efasemdir um prófin og segir þau ekki gefa fullkomnar niðurstöður, sérstaklega ef fólk er einkennalaust. Prófin eru hins vegar notuð víða um heim þar sem þau eru til dæmis tekin áður en fólk fer í flug eða á fjölfarna staði. „Þetta er náttúrlega bara aukin afkastageta af hinu góða. Það er mikið ákall eftir þessum prófum alls staðar í samfélaginu þannig að það að opna fleiri staði gefur okkur bara tækifæri til að geta brugðist betur við eftirspurninni,“ segir Ómar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Kemur til greina að hraðprófa fyrir stóra viðburði Til greina kemur að nota hraðpróf í meiri mæli hér á landi, til dæmis á stórum vinnustöðum og fyrir fjölmenna viðburði, líkt og tíðkast víða um heim, að sögn landlæknis. Landspítalinn hóf að skima starfsfólk sitt með hraðprófum í dag. 27. júlí 2021 19:35 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Öryggismiðstöðin heldur utan um prófin í samstarfi við rannsóknarstofuna Sameind sem hefur einnig framkvæmt svokallaðar mótefnamælingar. Fyrirtækin halda einnig úti skimunarstöð við Aðalgötu í Reykjanesbæ. „Það hefur verið töluvert að gera. Eins og með allt þá byrjaði þetta rólega og hefur sannarlega sprungið út undanfarna mánuði;“ segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AVIÖR. AVIÖR er sérstakt svið innan Öryggismiðstöðvarinnar sem sérhæfir sig í sérstakri þjónustu við flugrekstraraðila. Ómar segir prófin ætluð þeim sem þurfa að framvísa neikvæðri niðurstöðu á landamærum , en heilsugæslan býður upp á sambærileg próf sem og PCR-próf. „Við ráðleggjum öllum sem sýna einkenni að fara í einkennasýnatöku hjá heilsugæslu, við erum ekki að taka einkennasýnatökur hér,“ segir hann. Fólk fær niðurstöður á fimmtán mínútum. Vísir/Einar Árnason Prófið er svokallað Antigen próf og fást niðurstöður á um fimmtán mínútum. Sóttvarnalæknir hefur haft efasemdir um prófin og segir þau ekki gefa fullkomnar niðurstöður, sérstaklega ef fólk er einkennalaust. Prófin eru hins vegar notuð víða um heim þar sem þau eru til dæmis tekin áður en fólk fer í flug eða á fjölfarna staði. „Þetta er náttúrlega bara aukin afkastageta af hinu góða. Það er mikið ákall eftir þessum prófum alls staðar í samfélaginu þannig að það að opna fleiri staði gefur okkur bara tækifæri til að geta brugðist betur við eftirspurninni,“ segir Ómar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Kemur til greina að hraðprófa fyrir stóra viðburði Til greina kemur að nota hraðpróf í meiri mæli hér á landi, til dæmis á stórum vinnustöðum og fyrir fjölmenna viðburði, líkt og tíðkast víða um heim, að sögn landlæknis. Landspítalinn hóf að skima starfsfólk sitt með hraðprófum í dag. 27. júlí 2021 19:35 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Kemur til greina að hraðprófa fyrir stóra viðburði Til greina kemur að nota hraðpróf í meiri mæli hér á landi, til dæmis á stórum vinnustöðum og fyrir fjölmenna viðburði, líkt og tíðkast víða um heim, að sögn landlæknis. Landspítalinn hóf að skima starfsfólk sitt með hraðprófum í dag. 27. júlí 2021 19:35