Ásthildur er nýr stjórnarformaður Kaptio Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2021 09:38 Ásthildur Otharsdóttir. Ásthildur Otharsdóttir hefur tekið við stjórnarformennsku hjá Kaptio. Hún tekur við af Eggerti Claessen sem hefur verið formaður frá 2016. Kaptio er alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki á sviði bókunar- og viðskiptatengslahugbúnaðar fyrir ferðaþjónustu. Kaptio var stofnað árið 2012 og er alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki á sviðið bókunar- og viðskiptatengslahugbúnaðar fyrir ferðaþjónustu. Það er með höfuðstöðvar í Reykjavík og starfsemi í Bretlandi, Kanada og víðar. Hjá Kaptio starfa um fimmtíu manns. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að viðskiptavinir Kaptio séu alþjóðleg fyrirtæki í ferðaþjónustu og síðastliðin ári hafi félagið verið í hröðum vexti. Þar segir ennfremur að Ásthildur bættist nýverið í hóp eiganda Frumtaks Ventures en var áður stjórnarformaður félagsins og vísisjóðsins Frumtaks II sem er jafnframt stærsti hluthafi Kaptio. Hún er stjórnarformaður hjá Controlant og hefur setið í stjórnum ýmissa félaga, meðal annars Marel undanfarin ellefu ár og þar af síðustu átta árin sem stjórnarformaður. Þar hafi hún tekið þátt í örum vexti og uppbyggingu félagsins á alþjóðavísu og skráningu þess á Euronext í Amsterdam. Einnig sat Ásthildur í stjórn Icelandair Group í 7 ár. Áður leiddi hún viðskiptaþróun hjá Össuri, þar með talið yfirtökur og fjarstýringu og tók þátt í skráningu félagsins á NASDAQ í Kaupmannahöfn. „Ég hlakka til að takast á við spennandi tækifæri og áskoranir með frábæru teymi hjá Kaptio. Fyrirtækið hefur byggt upp mjög áhugaverðar lausnir fyrir framsýn fyrirtæki í ferðaþjónustu og á sterkan viðskiptavinahóp. Félagið er auk þess með metnaðarfullar áætlanir um að sækja fram í þessum geira. Ferðaþjónustan er að taka við sér og ég sé mikil tækifæri í því að byggja upp sterkt alþjóðlegt tæknifyrirtæki sem er leiðandi í þeirri stafrænu umbreytingu sem á sér nú stað í ferðaþjónustunni“, segir Ásthildur Otharsdóttir, nýr stjórnarformaður Kaptio, í áðurnefndri tilkynningu. Þar er einnig haft eftir Viðari Svanssyni, framkvæmdastjóra, að reynsla Ásthildar af uppbyggingu og rekstri alþjóðlegra vaxtafyrirtækja muni reyndast gríðarlega verðmæt fyrir Kaptio. „Félagið er í undirbúningi fyrir næsta vaxtarfasa eftir að markaðir opnast og er því mikill fengur að fá Ásthildi til að leiða stjórn félagsins á þessum tímapunkti“, segir Viðar Svansson, framkvæmdastjóri Kaptio. Aðrir stjórnarmenn eru stofnendur Kaptio þeir Arnar Laufdal Ólafsson og Ragnar Fjölnisson auk Arnar Viðars Skúlasonar, fjárfestingastjóra hjá Nýsköpunarsjóði og Smára R. Þorvaldssonar, ráðgjafa. Vistaskipti Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Kaptio var stofnað árið 2012 og er alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki á sviðið bókunar- og viðskiptatengslahugbúnaðar fyrir ferðaþjónustu. Það er með höfuðstöðvar í Reykjavík og starfsemi í Bretlandi, Kanada og víðar. Hjá Kaptio starfa um fimmtíu manns. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að viðskiptavinir Kaptio séu alþjóðleg fyrirtæki í ferðaþjónustu og síðastliðin ári hafi félagið verið í hröðum vexti. Þar segir ennfremur að Ásthildur bættist nýverið í hóp eiganda Frumtaks Ventures en var áður stjórnarformaður félagsins og vísisjóðsins Frumtaks II sem er jafnframt stærsti hluthafi Kaptio. Hún er stjórnarformaður hjá Controlant og hefur setið í stjórnum ýmissa félaga, meðal annars Marel undanfarin ellefu ár og þar af síðustu átta árin sem stjórnarformaður. Þar hafi hún tekið þátt í örum vexti og uppbyggingu félagsins á alþjóðavísu og skráningu þess á Euronext í Amsterdam. Einnig sat Ásthildur í stjórn Icelandair Group í 7 ár. Áður leiddi hún viðskiptaþróun hjá Össuri, þar með talið yfirtökur og fjarstýringu og tók þátt í skráningu félagsins á NASDAQ í Kaupmannahöfn. „Ég hlakka til að takast á við spennandi tækifæri og áskoranir með frábæru teymi hjá Kaptio. Fyrirtækið hefur byggt upp mjög áhugaverðar lausnir fyrir framsýn fyrirtæki í ferðaþjónustu og á sterkan viðskiptavinahóp. Félagið er auk þess með metnaðarfullar áætlanir um að sækja fram í þessum geira. Ferðaþjónustan er að taka við sér og ég sé mikil tækifæri í því að byggja upp sterkt alþjóðlegt tæknifyrirtæki sem er leiðandi í þeirri stafrænu umbreytingu sem á sér nú stað í ferðaþjónustunni“, segir Ásthildur Otharsdóttir, nýr stjórnarformaður Kaptio, í áðurnefndri tilkynningu. Þar er einnig haft eftir Viðari Svanssyni, framkvæmdastjóra, að reynsla Ásthildar af uppbyggingu og rekstri alþjóðlegra vaxtafyrirtækja muni reyndast gríðarlega verðmæt fyrir Kaptio. „Félagið er í undirbúningi fyrir næsta vaxtarfasa eftir að markaðir opnast og er því mikill fengur að fá Ásthildi til að leiða stjórn félagsins á þessum tímapunkti“, segir Viðar Svansson, framkvæmdastjóri Kaptio. Aðrir stjórnarmenn eru stofnendur Kaptio þeir Arnar Laufdal Ólafsson og Ragnar Fjölnisson auk Arnar Viðars Skúlasonar, fjárfestingastjóra hjá Nýsköpunarsjóði og Smára R. Þorvaldssonar, ráðgjafa.
Vistaskipti Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Sjá meira