Mannleg breytni er möguleiki! Ástþór Ólafsson skrifar 2. ágúst 2021 18:00 Hversu gjaldgeng er fortíð mannsins forspáarnleg? Þessi spurning er eilífðar rót sem vex á meðan manneskjan reynir að svara þessari spurningu. En í þessari spurning er önnur sem snýr að því - hvort að mannleg breytni sé möguleiki? Þetta hefur verið í gegnum tíðina bæði eftirsótt og á sama tíma fráhrindandi spurning. En ástæðan af hverju hún hefur verið eftirsótt er vegna þess að við sem manneskjur erum stöðugt að reyna að skilja hverjir eru möguleikar manneskjunnar í þessu flókna kerfi sem samfélag er og samtímis hefur hún verið fráhrindandi vegna þess að viðhorf og viðmiðun krefst breytinga í samfélaginu. Lífið er nefnilega margslungið samspil á milli erfða og umhverfis og aðlögunina sem er þarna á milli sem er mannleg breytni. En mannleg breytni felur í sér frjálsan vilja (hversu langt sem hann kemst) ákvarðanir á milli þess að verða samdauna forspánni eða svara henni sem stendur og fellur með því hvort að manneskjan stýri sínum örlögum. En að stýra sínum örlögum fellur einmitt undir erfðir og umhverfi. En þetta tvennt síðastnefnda hefur verið mikill tvískinnungur sérstaklega í ljósi þess að við höfum verið að alast upp við það að heyra og verða vitni af því hversu mikið erfðir og umhverfi hafi áhrif á þroska okkar sem einstaklingur í þessu samfélagi. Margar birtingarmyndir eins og barn sem elst upp við að eiga foreldra sem stunda nám eða íþróttir hefur sterkari tilhneigingu til að stunda nám og æfa íþróttir í framtíðinni. En síðan kemur örlítið flóknari birtingarmynd sem er að barn sem elst upp á heimili þar sem vímuefnanotkun er neytt meira en góðu hófi gegnir og ofan á það er heimilisofbeldi að eiga sér stað sem hlýtur að ná til sömu lögmála. Að barnið mun erfa þessa hugsun og hegðun sem gerir það að verkum að vímuefni og ofbeldishneigð verður örlagavaldur. Þannig að forspá þessara barna út frá þessum tveimur birtingarmyndum hlýtur að standast. Þetta hefur svo farið út í samfélagið og orðið að einhverju formfestu. Þannig eins og þetta sé trúarbrögð eða einhver trúarjátning sem hefur sokkið undir þessa trú, vonir og væntingar. En sem betur fer þá hafa vísindin verið að sjá annan veruleika með tíð og tíma og má eiginlega segja að bæði þau vísindi sem snúa að erfðavísindum sem skoða erfðir manneskjunnar og umhverfi hennar og hvernig hún mótast í samfélagi manna og vísindin sem snúa að sál- og félagslegum fræðum eru gagnlegur vísir. Forstjóri Íslensku erfðagreiningar Kári Stefánsson (2021) kemur einmitt inn á þennan fyrri þátt í viðtali á Sprengisandi (sjá nánar Eru örlög okkar ráðin af genum forfeðranna?). En þar talar hann um að möguleiki barns er meir sem kemur frá slíku heimili sem snýr að vímuefnanotkun og heimilisofbeldi. En hann talar um að til að opna fyrir þessa möguleika þurfa innviðir samfélagsins að bregðast við með sterkum hætti. Hann nefnir í þessu samhengi að grunnskólar geti staðið vörð um að þessi börn verði ekki að þessari forspá að þau erfi ekki hugsun og hegðun er tengist vímuefnanotkun og heimilisofbeldi þannig að þetta tvennt verði þeirra eini möguleiki. Hann leggur áherslu á að pólítíkin verði að eyða meira fjármagni til að svo verði að raunveruleika (Kári Stefánsson, 2021). En þetta hefur verið skoðað frá víðari sjónarhorni í sál- og félagslegum rannsóknum undir heitinu seigla eða resilience. En seigla samkvæmt fræðimönnum (Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2016; Ungar, 2004; Werner og Smith, 2001) skilgreinist sem ferli sem einstaklingurinn fer í en í þessu ferli eru áföll, erfiðleikar, mótlæti og annars konar sársauki en þrátt fyrir nær einstaklingurinn að yfirstíga þessar hindranir. Ástæðan af hverju einstaklingurinn nær að standast straum af þessu öllu saman er talið vera verndandi þættir eða protective factors sem skiptast niður í innri og ytri þætti. Þeir innri snúa að einstaklingnum sjálfum eins og hugrekki, þrautseigja, þolinmæði, sjálfsmat, trú á eigin getu, sjálfstjórn o.s.frv. en aftur á móti eru þeir ytri félagslegir eins og fjölskylda (móðir eða faðir, amma og afi, frænkur og frændur), skóli, vinir, íþróttir, tómstundir og aðrir áhrifa tengdir þættir. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt að ytri þættirnir ýtti undir þá innri en þetta getur vissulega verið gagnkvæmt samspil. En margar af þessum rannsóknum hafa einmitt verið að skoða börn frá fátækt og félagslegri skerðingu þar sem foreldrar eru að neyta vímuefna og heimilisofbeldi er í miklu mæli. En þrátt fyrir þessar erfiðu forsendur þá hafa niðurstöður sýnt að þessi börn sem fullorðnir einstaklingar mennta sig, útvega sér atvinnu, stofnað fjölskyldu og standa sína plikt í samfélaginu (Ungar, 2004; Werner og Smith, 2001). Þannig bæði vísindin sem snúa að erfðum hafa verið að sýna fram á að þetta sé ekki svo klippt og skorið á sama tíma hafa rannsóknir sem skoða út frá sál- og félagslega sjónarmiðinu að umhverfið sé ekki eins sterkur forspáarþáttur þegar kemur að seiglurannsóknum. En ástæðan er þessi mannlega breytni sem getur tekið breytingum undir áhrifum frá umhverfinu eins og skólar en fjölskyldur geta líka haft meiriháttar áhrif vegna þess að það er ekki haldbær sannleikur að báðir foreldrar séu að neyta vímuefna eða stunda heimilisofbeldi heldur getur það verið annað hvort þeirra og þá fær barnið ást, umhyggju og nægilegt uppeldi til að greina sig frá þessu öllu saman. En þar kemur einmitt þessi frjálsi vilji sem getur verið tálsýn þegar samfélagið miðast af forspánni; að barn sem kemur frá heimili þar sem vímuefnanotkun og ofbeldi á sér stað hlýtur það að erfa þessa hugsun og hegðun. En ákvarðanir barnanna sem fullorðnir einstaklingar vega þyngra sem rennur stoðum undir þá tilvísun sem Viktor Frankl (1956) sagði á sínum tíma: „Þegar þú getur ekki breytt aðstæðunum þá getur þú hið minnsta breytt viðhorfinu gagnvart aðstæðunum“. Með þessu er hægt að bæta við ef þú breytir viðhorfinu gagnvart aðstæðunum þá ertu að breyta aðstæðunum vegna þess að þú erfir ekki þessa hugsun og hegðun sem fullorðinn einstaklingur heldur kemur með þessa viðbótarþróun á aðstæður sem er að neyta ekki vímuefna með sama mæli og beitir ekki ofbeldi eins og raun gerðist á heimilinu. En það einmitt auðveldar einstaklingnum og gerir honum kleift að mennta sig, útvega sér atvinnu, stofna fjölskyldu og standa sína plik í samfélaginu. Þannig spurningin heldur áfram að vera eftirsótt til svörunar en minna fráhrindandi vegna þess að tímarnir hafa breyst og aðlögun frá hinum ýmsu aðstæðum í lífi okkar hafa sýnt að mannleg breytni er möguleiki. Höfundur er grunnskólakennari og seigluráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Ólafsson Mest lesið Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Hversu gjaldgeng er fortíð mannsins forspáarnleg? Þessi spurning er eilífðar rót sem vex á meðan manneskjan reynir að svara þessari spurningu. En í þessari spurning er önnur sem snýr að því - hvort að mannleg breytni sé möguleiki? Þetta hefur verið í gegnum tíðina bæði eftirsótt og á sama tíma fráhrindandi spurning. En ástæðan af hverju hún hefur verið eftirsótt er vegna þess að við sem manneskjur erum stöðugt að reyna að skilja hverjir eru möguleikar manneskjunnar í þessu flókna kerfi sem samfélag er og samtímis hefur hún verið fráhrindandi vegna þess að viðhorf og viðmiðun krefst breytinga í samfélaginu. Lífið er nefnilega margslungið samspil á milli erfða og umhverfis og aðlögunina sem er þarna á milli sem er mannleg breytni. En mannleg breytni felur í sér frjálsan vilja (hversu langt sem hann kemst) ákvarðanir á milli þess að verða samdauna forspánni eða svara henni sem stendur og fellur með því hvort að manneskjan stýri sínum örlögum. En að stýra sínum örlögum fellur einmitt undir erfðir og umhverfi. En þetta tvennt síðastnefnda hefur verið mikill tvískinnungur sérstaklega í ljósi þess að við höfum verið að alast upp við það að heyra og verða vitni af því hversu mikið erfðir og umhverfi hafi áhrif á þroska okkar sem einstaklingur í þessu samfélagi. Margar birtingarmyndir eins og barn sem elst upp við að eiga foreldra sem stunda nám eða íþróttir hefur sterkari tilhneigingu til að stunda nám og æfa íþróttir í framtíðinni. En síðan kemur örlítið flóknari birtingarmynd sem er að barn sem elst upp á heimili þar sem vímuefnanotkun er neytt meira en góðu hófi gegnir og ofan á það er heimilisofbeldi að eiga sér stað sem hlýtur að ná til sömu lögmála. Að barnið mun erfa þessa hugsun og hegðun sem gerir það að verkum að vímuefni og ofbeldishneigð verður örlagavaldur. Þannig að forspá þessara barna út frá þessum tveimur birtingarmyndum hlýtur að standast. Þetta hefur svo farið út í samfélagið og orðið að einhverju formfestu. Þannig eins og þetta sé trúarbrögð eða einhver trúarjátning sem hefur sokkið undir þessa trú, vonir og væntingar. En sem betur fer þá hafa vísindin verið að sjá annan veruleika með tíð og tíma og má eiginlega segja að bæði þau vísindi sem snúa að erfðavísindum sem skoða erfðir manneskjunnar og umhverfi hennar og hvernig hún mótast í samfélagi manna og vísindin sem snúa að sál- og félagslegum fræðum eru gagnlegur vísir. Forstjóri Íslensku erfðagreiningar Kári Stefánsson (2021) kemur einmitt inn á þennan fyrri þátt í viðtali á Sprengisandi (sjá nánar Eru örlög okkar ráðin af genum forfeðranna?). En þar talar hann um að möguleiki barns er meir sem kemur frá slíku heimili sem snýr að vímuefnanotkun og heimilisofbeldi. En hann talar um að til að opna fyrir þessa möguleika þurfa innviðir samfélagsins að bregðast við með sterkum hætti. Hann nefnir í þessu samhengi að grunnskólar geti staðið vörð um að þessi börn verði ekki að þessari forspá að þau erfi ekki hugsun og hegðun er tengist vímuefnanotkun og heimilisofbeldi þannig að þetta tvennt verði þeirra eini möguleiki. Hann leggur áherslu á að pólítíkin verði að eyða meira fjármagni til að svo verði að raunveruleika (Kári Stefánsson, 2021). En þetta hefur verið skoðað frá víðari sjónarhorni í sál- og félagslegum rannsóknum undir heitinu seigla eða resilience. En seigla samkvæmt fræðimönnum (Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2016; Ungar, 2004; Werner og Smith, 2001) skilgreinist sem ferli sem einstaklingurinn fer í en í þessu ferli eru áföll, erfiðleikar, mótlæti og annars konar sársauki en þrátt fyrir nær einstaklingurinn að yfirstíga þessar hindranir. Ástæðan af hverju einstaklingurinn nær að standast straum af þessu öllu saman er talið vera verndandi þættir eða protective factors sem skiptast niður í innri og ytri þætti. Þeir innri snúa að einstaklingnum sjálfum eins og hugrekki, þrautseigja, þolinmæði, sjálfsmat, trú á eigin getu, sjálfstjórn o.s.frv. en aftur á móti eru þeir ytri félagslegir eins og fjölskylda (móðir eða faðir, amma og afi, frænkur og frændur), skóli, vinir, íþróttir, tómstundir og aðrir áhrifa tengdir þættir. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt að ytri þættirnir ýtti undir þá innri en þetta getur vissulega verið gagnkvæmt samspil. En margar af þessum rannsóknum hafa einmitt verið að skoða börn frá fátækt og félagslegri skerðingu þar sem foreldrar eru að neyta vímuefna og heimilisofbeldi er í miklu mæli. En þrátt fyrir þessar erfiðu forsendur þá hafa niðurstöður sýnt að þessi börn sem fullorðnir einstaklingar mennta sig, útvega sér atvinnu, stofnað fjölskyldu og standa sína plikt í samfélaginu (Ungar, 2004; Werner og Smith, 2001). Þannig bæði vísindin sem snúa að erfðum hafa verið að sýna fram á að þetta sé ekki svo klippt og skorið á sama tíma hafa rannsóknir sem skoða út frá sál- og félagslega sjónarmiðinu að umhverfið sé ekki eins sterkur forspáarþáttur þegar kemur að seiglurannsóknum. En ástæðan er þessi mannlega breytni sem getur tekið breytingum undir áhrifum frá umhverfinu eins og skólar en fjölskyldur geta líka haft meiriháttar áhrif vegna þess að það er ekki haldbær sannleikur að báðir foreldrar séu að neyta vímuefna eða stunda heimilisofbeldi heldur getur það verið annað hvort þeirra og þá fær barnið ást, umhyggju og nægilegt uppeldi til að greina sig frá þessu öllu saman. En þar kemur einmitt þessi frjálsi vilji sem getur verið tálsýn þegar samfélagið miðast af forspánni; að barn sem kemur frá heimili þar sem vímuefnanotkun og ofbeldi á sér stað hlýtur það að erfa þessa hugsun og hegðun. En ákvarðanir barnanna sem fullorðnir einstaklingar vega þyngra sem rennur stoðum undir þá tilvísun sem Viktor Frankl (1956) sagði á sínum tíma: „Þegar þú getur ekki breytt aðstæðunum þá getur þú hið minnsta breytt viðhorfinu gagnvart aðstæðunum“. Með þessu er hægt að bæta við ef þú breytir viðhorfinu gagnvart aðstæðunum þá ertu að breyta aðstæðunum vegna þess að þú erfir ekki þessa hugsun og hegðun sem fullorðinn einstaklingur heldur kemur með þessa viðbótarþróun á aðstæður sem er að neyta ekki vímuefna með sama mæli og beitir ekki ofbeldi eins og raun gerðist á heimilinu. En það einmitt auðveldar einstaklingnum og gerir honum kleift að mennta sig, útvega sér atvinnu, stofna fjölskyldu og standa sína plik í samfélaginu. Þannig spurningin heldur áfram að vera eftirsótt til svörunar en minna fráhrindandi vegna þess að tímarnir hafa breyst og aðlögun frá hinum ýmsu aðstæðum í lífi okkar hafa sýnt að mannleg breytni er möguleiki. Höfundur er grunnskólakennari og seigluráðgjafi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun