„Það er náttúrulega verslunarmannahelgi og maður á að hafa það örlítið gaman“ Árni Sæberg og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 2. ágúst 2021 17:44 Steinunn Bjarnardóttir er umsjónarmaður tjaldsvæðisins í Reykholti. Magnús Hlynur Gestir tjaldsvæða halda nú heim á leið eftir vel heppnaða verslunarmannahelgi. Þetta segir umsjónarmaður tjaldsvæðis á Suðurlandi sem kveðst ánægður með helgina. Rólegra var á tjaldsvæðinu Hömrum á Akureyri í gær en dagana á undan. Flestir gestir tjaldsvæða eru nú að pakka saman og leggja af stað heim eftir verslunarmannahelgina. Þrátt fyrir samkomutakmarkanir virðast Íslendingar hafa verið á faraldsfæti um helgina og skemmt sér vel um land allt. Tjaldsvæðinu í Reykholti í Bláskógabyggð var skipt upp í þrjú sóttvarnarhólf um helgina og voru öll hólf full. Steinunn Bjarnardóttir, umsjónarmaður tjaldsvæðisins segir að helgin hafi gengið vonum framar. „Helgin gekk alveg frábærlega vel hérna. Við vorum með alveg frábæra gesti og hér var allt í ró og spekt,“ segir Steinunn. Þó má heyra á Steinunni að engum hafi leiðst á tjaldsvæðinu um helgina. „Allir rólegir en það er náttúrulega verslunarmannahelgi og maður á að hafa það örlítið gaman,“ segir hún. Þurftu að henda fólki af tjaldsvæðinu fyrr um helgina Það var einnig rólegt á tjaldsvæðinu Hömrum á Akureyri í gær ólíkt því sem var dagana á undan þegar tjaldverðir þurftu að hafa afskipti af gestum sem virtu ekki næturfrið og reyndu að smygla sér inn á fullt tjaldsvæðið. „Það var gæsla eins og venjulega en það var enginn hávaði og engin læti,“ segir Valtýr Steinar Hreiðarsson, tjaldvörður á Hömrum. Þó segir hann að nokkuð hafi verið um að fólk hafi komið á tjaldsvæðið á föstudag og laugardag með það í huga að djamma fram á rauða nótt. Hamrar er fjölskyldutjaldsvæði og því var það ekki liðið. „Við fengum alveg slatta af því. Hentum út tugum af fólki og þetta var erfitt allavega á föstudaginn og laugardaginn en eftir það var allt gott,“ segir Valtýr. Ferðalög Akureyri Bláskógabyggð Tjaldsvæði Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Flestir gestir tjaldsvæða eru nú að pakka saman og leggja af stað heim eftir verslunarmannahelgina. Þrátt fyrir samkomutakmarkanir virðast Íslendingar hafa verið á faraldsfæti um helgina og skemmt sér vel um land allt. Tjaldsvæðinu í Reykholti í Bláskógabyggð var skipt upp í þrjú sóttvarnarhólf um helgina og voru öll hólf full. Steinunn Bjarnardóttir, umsjónarmaður tjaldsvæðisins segir að helgin hafi gengið vonum framar. „Helgin gekk alveg frábærlega vel hérna. Við vorum með alveg frábæra gesti og hér var allt í ró og spekt,“ segir Steinunn. Þó má heyra á Steinunni að engum hafi leiðst á tjaldsvæðinu um helgina. „Allir rólegir en það er náttúrulega verslunarmannahelgi og maður á að hafa það örlítið gaman,“ segir hún. Þurftu að henda fólki af tjaldsvæðinu fyrr um helgina Það var einnig rólegt á tjaldsvæðinu Hömrum á Akureyri í gær ólíkt því sem var dagana á undan þegar tjaldverðir þurftu að hafa afskipti af gestum sem virtu ekki næturfrið og reyndu að smygla sér inn á fullt tjaldsvæðið. „Það var gæsla eins og venjulega en það var enginn hávaði og engin læti,“ segir Valtýr Steinar Hreiðarsson, tjaldvörður á Hömrum. Þó segir hann að nokkuð hafi verið um að fólk hafi komið á tjaldsvæðið á föstudag og laugardag með það í huga að djamma fram á rauða nótt. Hamrar er fjölskyldutjaldsvæði og því var það ekki liðið. „Við fengum alveg slatta af því. Hentum út tugum af fólki og þetta var erfitt allavega á föstudaginn og laugardaginn en eftir það var allt gott,“ segir Valtýr.
Ferðalög Akureyri Bláskógabyggð Tjaldsvæði Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira