Draumur rættist í gær: „Það væri nú gaman að prufa þetta einu sinni með fólki“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. ágúst 2021 13:00 Magnús Kjartan Eyjólfsson stýrði brekkusöng fyrir tómum Herjólfsdal í gær. Vísir/Stöð 2 Þetta var algjör heiður, segir Magnús Kjartan Eyjólfsson um brekkusönginn sem hann stýrði í fyrsta sinn í gær. Hann segir upplifunina stórkostlega og væri tilbúinn til að stýra söngnum aftur að ári. Magnús Kjartan Eyjólfsson stýrði brekkusöngnum í Herjólfsdal í fyrsta sinn í gærkvöldi. Landinn virðist hafa verið ánægður með flutning Magnúsar ef marka má samfélagsmiðilinn Twitter þar sem honum var mikið hrósað. Magnús Kjartan er maður dagsins. Þvílíkt hæfileikabúnt! Hnökralaus frammistaða, klárlega besti brekkusöngvari sögunnar! #brekkusöngur— Stefán Á Þórðarson (@stefanthordar) August 2, 2021 Sorry en Magnús Kjartan mun stýra Brekkusöng til dauðadags! Hann var geggjaður streymið var #brekkusöngur— Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir (@LovisaOktovia) August 2, 2021 Held að Magnús Kjartan sé kominn með fast job í Brekkusönginn #brekkusöngur— Ása Fox (@AsaFox77) August 1, 2021 Öðru máli fer um útsendinguna sjálfa en fólk á miðlinum kvartaði yfir tæknilegum örðugleikum. Magnús segir að upplifunin hafi verið ótrúleg. „Það er mjög erfitt að lýsa þessu en ég fann það bara þegar ég steig upp á svið að mér leið alveg ofsalega vel. Mér fannst þetta eitthvað svo rétt á tímapunktinum.“ Draumur rættist í gær Það hafi lengi verið draumur að stýra brekkusöngnum í Herjólfsdal. „Ég hef stjórnað brekkusöng áður en þetta er náttúrulega sá stærsti þannig að það er rosalegur heiður að fá að taka þetta að sér. Og stjórna þessu þó að örugglega hefði það verið aðeins öðruvísi með tuttugu þúsund manns fyrir framan sig ég segi það ekki, en þetta var mjög, mjög, mjög gaman.“ Mikið var lagt í útsendinguna og komu allt að sextíu manns að henni. „Crewið byrjaði að tínast hingað inn fyrir tveimur dögum þannig að þetta er svakalegt umfang og þetta er helvíti stór ákvörðun að ákveða að kýla á þetta í fullri stærð. Hálfgert brjálæði en samt mjög gaman að þetta sé að gerast svona. Mjög áhugavert,“ sagði Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu í samtali við fréttastofu í gær. Rætt var við Magnús í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Færð einhverja tilfinningu í iðrin sem maður getur ekki lýst“ Hann segir umhverfið stórkostlegt. „Þessi Herjólfsdalur er einhver magnaðasti tónleikasalur sem Íslendingar eiga. Ákveðin synd að hann sé ekki notaður meira. En það er kannski eitthvað útfærsluatriði. Að vera þarna og horfa upp í brekkuna og ég tala nú ekki um þegar hún er full af fólki. Jafnvel líka þegar hún er ekki full af fólki. Þú færð einhverja tilfinningu í iðrin sem maður hreinlega getur ekki lýst.“ Gerði þetta með hjartanu Magnús segir ekkert mál að syngja fyrir tómri brekku. „Ég reyndi að tækla þetta þannig að þegar ég var krakki þá var ég alltaf að synja og með ímyndað fólk fyrir framan mig og ég þurfti bara að ganga í barndóm aftur og rifja það upp hvernig var að vera barn og gera þetta með hjartanu og þá var þetta ekkert mál.“ Klár í slaginn að ári Hvernig er það, munt þú stýra brekkusöngnum aftur að ári? „Það er bara ekkert farið að ræða það enn.“ En værir þú til í það? „Ég væri alveg til í það. Það væri nú gaman að prufa þetta einu sinni með fólki.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Vonar að kindurnar í dalnum jarmi undir með sér Brekkusöngur á Þjóðhátíð fer fram í fyrsta sinn fyrir tómri brekkunni í kvöld. Hátt í sextíu manns hafa unnið að uppsetningu enda var ákveðið að bjóða upp á dagskrá í fullri stærð og svo getur fólk keypt sér aðgang að streymi. 1. ágúst 2021 19:54 Hálfgert „brjálæði“ að senda út brekkusöng fyrir tómri brekkunni Brekkusöngur fer fram í fyrsta sinn fyrir tómri brekkunni í kvöld. Hátt upp í sextíu manns vinna nú að uppsetningu og segir framkvæmdastjóri Senu hálfgert brjálæði að ákveðið hafi verið að kýla á dagskrá í fullri stærð. 1. ágúst 2021 13:16 Magnús Kjartan Eyjólfsson stýrir Brekkusöngnum Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, mun stýra Brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Brekkusöngurinn fer fram árlega á sunnudagskvöldi Þjóðhátíðar á stóra sviðinu í Herjólfsdal, sem verður þann 1. ágúst næstkomandi. 13. júlí 2021 09:02 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Magnús Kjartan Eyjólfsson stýrði brekkusöngnum í Herjólfsdal í fyrsta sinn í gærkvöldi. Landinn virðist hafa verið ánægður með flutning Magnúsar ef marka má samfélagsmiðilinn Twitter þar sem honum var mikið hrósað. Magnús Kjartan er maður dagsins. Þvílíkt hæfileikabúnt! Hnökralaus frammistaða, klárlega besti brekkusöngvari sögunnar! #brekkusöngur— Stefán Á Þórðarson (@stefanthordar) August 2, 2021 Sorry en Magnús Kjartan mun stýra Brekkusöng til dauðadags! Hann var geggjaður streymið var #brekkusöngur— Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir (@LovisaOktovia) August 2, 2021 Held að Magnús Kjartan sé kominn með fast job í Brekkusönginn #brekkusöngur— Ása Fox (@AsaFox77) August 1, 2021 Öðru máli fer um útsendinguna sjálfa en fólk á miðlinum kvartaði yfir tæknilegum örðugleikum. Magnús segir að upplifunin hafi verið ótrúleg. „Það er mjög erfitt að lýsa þessu en ég fann það bara þegar ég steig upp á svið að mér leið alveg ofsalega vel. Mér fannst þetta eitthvað svo rétt á tímapunktinum.“ Draumur rættist í gær Það hafi lengi verið draumur að stýra brekkusöngnum í Herjólfsdal. „Ég hef stjórnað brekkusöng áður en þetta er náttúrulega sá stærsti þannig að það er rosalegur heiður að fá að taka þetta að sér. Og stjórna þessu þó að örugglega hefði það verið aðeins öðruvísi með tuttugu þúsund manns fyrir framan sig ég segi það ekki, en þetta var mjög, mjög, mjög gaman.“ Mikið var lagt í útsendinguna og komu allt að sextíu manns að henni. „Crewið byrjaði að tínast hingað inn fyrir tveimur dögum þannig að þetta er svakalegt umfang og þetta er helvíti stór ákvörðun að ákveða að kýla á þetta í fullri stærð. Hálfgert brjálæði en samt mjög gaman að þetta sé að gerast svona. Mjög áhugavert,“ sagði Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu í samtali við fréttastofu í gær. Rætt var við Magnús í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Færð einhverja tilfinningu í iðrin sem maður getur ekki lýst“ Hann segir umhverfið stórkostlegt. „Þessi Herjólfsdalur er einhver magnaðasti tónleikasalur sem Íslendingar eiga. Ákveðin synd að hann sé ekki notaður meira. En það er kannski eitthvað útfærsluatriði. Að vera þarna og horfa upp í brekkuna og ég tala nú ekki um þegar hún er full af fólki. Jafnvel líka þegar hún er ekki full af fólki. Þú færð einhverja tilfinningu í iðrin sem maður hreinlega getur ekki lýst.“ Gerði þetta með hjartanu Magnús segir ekkert mál að syngja fyrir tómri brekku. „Ég reyndi að tækla þetta þannig að þegar ég var krakki þá var ég alltaf að synja og með ímyndað fólk fyrir framan mig og ég þurfti bara að ganga í barndóm aftur og rifja það upp hvernig var að vera barn og gera þetta með hjartanu og þá var þetta ekkert mál.“ Klár í slaginn að ári Hvernig er það, munt þú stýra brekkusöngnum aftur að ári? „Það er bara ekkert farið að ræða það enn.“ En værir þú til í það? „Ég væri alveg til í það. Það væri nú gaman að prufa þetta einu sinni með fólki.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Vonar að kindurnar í dalnum jarmi undir með sér Brekkusöngur á Þjóðhátíð fer fram í fyrsta sinn fyrir tómri brekkunni í kvöld. Hátt í sextíu manns hafa unnið að uppsetningu enda var ákveðið að bjóða upp á dagskrá í fullri stærð og svo getur fólk keypt sér aðgang að streymi. 1. ágúst 2021 19:54 Hálfgert „brjálæði“ að senda út brekkusöng fyrir tómri brekkunni Brekkusöngur fer fram í fyrsta sinn fyrir tómri brekkunni í kvöld. Hátt upp í sextíu manns vinna nú að uppsetningu og segir framkvæmdastjóri Senu hálfgert brjálæði að ákveðið hafi verið að kýla á dagskrá í fullri stærð. 1. ágúst 2021 13:16 Magnús Kjartan Eyjólfsson stýrir Brekkusöngnum Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, mun stýra Brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Brekkusöngurinn fer fram árlega á sunnudagskvöldi Þjóðhátíðar á stóra sviðinu í Herjólfsdal, sem verður þann 1. ágúst næstkomandi. 13. júlí 2021 09:02 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Vonar að kindurnar í dalnum jarmi undir með sér Brekkusöngur á Þjóðhátíð fer fram í fyrsta sinn fyrir tómri brekkunni í kvöld. Hátt í sextíu manns hafa unnið að uppsetningu enda var ákveðið að bjóða upp á dagskrá í fullri stærð og svo getur fólk keypt sér aðgang að streymi. 1. ágúst 2021 19:54
Hálfgert „brjálæði“ að senda út brekkusöng fyrir tómri brekkunni Brekkusöngur fer fram í fyrsta sinn fyrir tómri brekkunni í kvöld. Hátt upp í sextíu manns vinna nú að uppsetningu og segir framkvæmdastjóri Senu hálfgert brjálæði að ákveðið hafi verið að kýla á dagskrá í fullri stærð. 1. ágúst 2021 13:16
Magnús Kjartan Eyjólfsson stýrir Brekkusöngnum Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, mun stýra Brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Brekkusöngurinn fer fram árlega á sunnudagskvöldi Þjóðhátíðar á stóra sviðinu í Herjólfsdal, sem verður þann 1. ágúst næstkomandi. 13. júlí 2021 09:02