Átta hafa farist í gróðureldum í Tyrklandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. ágúst 2021 09:54 Minnst átta hafa farist í gróðureldunum sem brenna í Tyrklandi. Getty/Omer Evren Atalay Átta hafa farist í gróðureldum sem hafa brunnið undanfarna fimm daga í suðurhluta Tyrklands. Tíu eru á sjúkrahúsi vegna eldanna. Meira en hundrað eldar hafa kviknað í Tyrklandi undanfarna daga en slökkviliðum hefur tekist að ráða niðurlögum meiri hluta þeirra. Eldar brenna þó enn í kring um bæina Manavgat og Marmaris. Íbúar hafa verið hvattir til að yfirgefa heimili sín og ferðamönnum verið gert að yfirgefa hótel. Hópi ferðamanna og starfsmanna hótels í bænum Bodrum var bjargað á báti þegar eldarnir fóru að nálgast bæinn. Enn brenna um sex eldar á suðurströnd landsins. Fréttastofa Reuters greinir frá. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín frá því á miðvikudag og hefur tyrkneskt slökkvilið fengið aðstoð liða frá Rússlandi, Úkraínu, Íran og Aserbaídsjan. Þá sendi Evrópusambandið þrjár flugvélar, útbúnar slökkvitækjum, til Tyrklands í gær. Gróðureldar hafa brunnið víða í Suður-Evrópu undanfarnar vikur, til að mynda í Grikklandi þar sem slökkviliðsmenn hafa barist við gróðureldar í vesturhluta landsins. Fimmtán þurftu að leita heilbrigðisaðstoðar á sjúkrahúsum um helgina vegna öndunarörðuleika. Hitinn í Grikklandi hefur verið gríðarlegur undanfarna daga og náði 44 gráðum á mánudag og þriðjudag í síðustu viku. Þá hafa gróðureldar brunnið á Sikiley undanfarnar vikur og sögðu slökkviliðsmenn á laugardag að þeir hefðu glímt við gróðurelda nærri bænum Catania í tvo sólarhringa. Íbúar í bænum hafi þurft að yfirgefa heimili sín og hefur flugvellinum á svæðinu verið lokað tímabundið vegna eldanna. Tyrkland Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Gróðureldar í Tyrklandi eru þeir heitustu í sögunni Gríðarlegir gróðureldar geisa í Tyrklandi um þessar mundir. Gögn úr gervitunglum benda til þess að hiti eldanna sé fjórum sinnum hærri en hefur nokkurn tímann mælst í landinu. 31. júlí 2021 20:31 Gróðureldar brenna í Suður-Evrópu Miklir gróðureldar brenna nú víða í Suður-Evrópu og hafa hvassir vindar og mikill hiti ekki hjálpað til í baráttunni gegn eldtungunum. Á sama tíma heyja ríki í norðurhluta Evrópu enn baráttu við úrhellisrigningar og flóð. 26. júlí 2021 14:12 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Meira en hundrað eldar hafa kviknað í Tyrklandi undanfarna daga en slökkviliðum hefur tekist að ráða niðurlögum meiri hluta þeirra. Eldar brenna þó enn í kring um bæina Manavgat og Marmaris. Íbúar hafa verið hvattir til að yfirgefa heimili sín og ferðamönnum verið gert að yfirgefa hótel. Hópi ferðamanna og starfsmanna hótels í bænum Bodrum var bjargað á báti þegar eldarnir fóru að nálgast bæinn. Enn brenna um sex eldar á suðurströnd landsins. Fréttastofa Reuters greinir frá. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín frá því á miðvikudag og hefur tyrkneskt slökkvilið fengið aðstoð liða frá Rússlandi, Úkraínu, Íran og Aserbaídsjan. Þá sendi Evrópusambandið þrjár flugvélar, útbúnar slökkvitækjum, til Tyrklands í gær. Gróðureldar hafa brunnið víða í Suður-Evrópu undanfarnar vikur, til að mynda í Grikklandi þar sem slökkviliðsmenn hafa barist við gróðureldar í vesturhluta landsins. Fimmtán þurftu að leita heilbrigðisaðstoðar á sjúkrahúsum um helgina vegna öndunarörðuleika. Hitinn í Grikklandi hefur verið gríðarlegur undanfarna daga og náði 44 gráðum á mánudag og þriðjudag í síðustu viku. Þá hafa gróðureldar brunnið á Sikiley undanfarnar vikur og sögðu slökkviliðsmenn á laugardag að þeir hefðu glímt við gróðurelda nærri bænum Catania í tvo sólarhringa. Íbúar í bænum hafi þurft að yfirgefa heimili sín og hefur flugvellinum á svæðinu verið lokað tímabundið vegna eldanna.
Tyrkland Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Gróðureldar í Tyrklandi eru þeir heitustu í sögunni Gríðarlegir gróðureldar geisa í Tyrklandi um þessar mundir. Gögn úr gervitunglum benda til þess að hiti eldanna sé fjórum sinnum hærri en hefur nokkurn tímann mælst í landinu. 31. júlí 2021 20:31 Gróðureldar brenna í Suður-Evrópu Miklir gróðureldar brenna nú víða í Suður-Evrópu og hafa hvassir vindar og mikill hiti ekki hjálpað til í baráttunni gegn eldtungunum. Á sama tíma heyja ríki í norðurhluta Evrópu enn baráttu við úrhellisrigningar og flóð. 26. júlí 2021 14:12 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Gróðureldar í Tyrklandi eru þeir heitustu í sögunni Gríðarlegir gróðureldar geisa í Tyrklandi um þessar mundir. Gögn úr gervitunglum benda til þess að hiti eldanna sé fjórum sinnum hærri en hefur nokkurn tímann mælst í landinu. 31. júlí 2021 20:31
Gróðureldar brenna í Suður-Evrópu Miklir gróðureldar brenna nú víða í Suður-Evrópu og hafa hvassir vindar og mikill hiti ekki hjálpað til í baráttunni gegn eldtungunum. Á sama tíma heyja ríki í norðurhluta Evrópu enn baráttu við úrhellisrigningar og flóð. 26. júlí 2021 14:12