Stuð og stemming á harmonikkufjöri á Borg í Grímsnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. júlí 2021 20:04 Elísabet Halldóra Einarsdóttir, sem er formaður Félags harmonikuunnenda í Reykjavík og fer fyrir hópnum, sem er á Borg í Grímsnesi um helgina að spila á hljóðfærin sín. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikið stuð og stemming er á tjaldsvæðinu á Borg í Grímsnesi því þar eru harmoníkuleikarar, saxófónleikarar, trommuleikari og maður sem spilar á sög komnir saman til að skemmta sér og öðrum við dillandi tónlist og dans tjaldsvæðisgesta. „Þetta er alveg endurnærandi fyrir líkama og sál, harmonikkan er svo skemmtilegt hljóðfæri. Afi minn spilaði á nikku og bróðir minn spilar og svo sogast maður að hljóðfærinu. Það er svolítið mikið að gera, þú ert með hægri og vinstri höndina og belginn,“ segir Elísabet Halldóra Einarsdóttir, formaður Félags harmonikuunnenda í Reykjavík, sem er ein af spilurum helgarinnar á Borg. Til stóð að vera með harmonikkuböll í félagsheimilinu á Borg um helgina en hætt var við það en í staðinn er spilað á tjaldsvæðinu. Hugað er vel að öllum sóttvörnum. Það er líka spilað á sög á Borg um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Elísabet vill endilega koma þessari vísu á framfæri, sem Friðrik Steingrímsson í Mývatnssveit samdi í tilefni af heimsókn fréttamannsins á Borg. Vel sér kemur eflaust enn ykkar þykki skrápur þegar fer að mynda menn Magnús fréttasnápur. Og að lokum þetta frá Elísabetu. „Njótið lífsins, dansið, syngið og spilið eins og þið getið.“ Mjög góð stemming er á svæðinu enda margir hljóðfæraleikarar að spila saman og fólk að dansa á grasinuMagnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Tónlist Tjaldsvæði Eldri borgarar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Þetta er alveg endurnærandi fyrir líkama og sál, harmonikkan er svo skemmtilegt hljóðfæri. Afi minn spilaði á nikku og bróðir minn spilar og svo sogast maður að hljóðfærinu. Það er svolítið mikið að gera, þú ert með hægri og vinstri höndina og belginn,“ segir Elísabet Halldóra Einarsdóttir, formaður Félags harmonikuunnenda í Reykjavík, sem er ein af spilurum helgarinnar á Borg. Til stóð að vera með harmonikkuböll í félagsheimilinu á Borg um helgina en hætt var við það en í staðinn er spilað á tjaldsvæðinu. Hugað er vel að öllum sóttvörnum. Það er líka spilað á sög á Borg um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Elísabet vill endilega koma þessari vísu á framfæri, sem Friðrik Steingrímsson í Mývatnssveit samdi í tilefni af heimsókn fréttamannsins á Borg. Vel sér kemur eflaust enn ykkar þykki skrápur þegar fer að mynda menn Magnús fréttasnápur. Og að lokum þetta frá Elísabetu. „Njótið lífsins, dansið, syngið og spilið eins og þið getið.“ Mjög góð stemming er á svæðinu enda margir hljóðfæraleikarar að spila saman og fólk að dansa á grasinuMagnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Tónlist Tjaldsvæði Eldri borgarar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira