Fólk í sóttkví fær ekki að dvelja á farsóttarhúsum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 31. júlí 2021 17:41 Svandís Svavarsdóttir ætlar að breyta reglugerð um farsóttarhús. Heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um að breyta reglugerð sinni um farsóttarhús þannig að húsin verði aðeins fyrir þá sem þurfa að vera í einangrun. Samningaviðræður eru einnig í gangi um að koma tveimur nýjum farsóttarhúsum á laggirnar. Breytingin ætti að taka gildi í næstu viku og því ætti að létta mjög á farsóttarhúsunum bráðlega en þau eru nú yfirfull. Dæmi eru um að þeir sem eru smitaðir af Covid-19 fái ekki pláss til að taka út einangrun sína. Einhverjir hafa þurft að dvelja í bílum sínum því þeir hafa ekki átt í önnur hús að vernda. Eins og Vísir greindi frá í gær eru það óbólusettir ferðamenn, sem verða að fara í fimm daga sóttkví í komuna til landsins, sem hafa verið stærsta vandamálið. Í gær voru 170 herbergi tekin undir erlenda ferðamenn á farsóttarhúsunum en 250 undir Íslendinga með Covid-smit. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra staðfestir það við fréttastofu að lausn á þessu hafi verið fundin: „Við höfum ákveðið að gera breytingu sem snýr að því að ferðamenn í sóttkví verði að finna sér önnur úrræði en farsóttarhús stjórnvalda. Fyrirkomulagið eins og það er núna er eitthvað sem gengur ekki til lengdar; að fólk í sóttkví geti tekið hana út á farsóttarhúsunum,“ segir hún. Þá létti breytingin sem gerð var á einangrunartíma bólusettra í gær einnig álagið á farsóttarhúsunum. Sjá einnig: „Nú væri gott ef þessir ferðamenn gætu verið annars staðar en hjá okkur“. „Það eru þessar tvær aðgerðir, styttri einangrun fyrir bólusetta sem eru einkennalausir og breytingin á reglugerðinni, sem ættu að leysa það ástand sem nú er komið upp,“ segir Svandís. Þá segir hún að samningaviðræður séu einnig í gangi við tvö ný hótel og býst hún við að þau ættu að verða tekin í notkun sem farsóttarhús á næstunni. Annað þeirra verður hugsað fyrir smitaða einstaklinga í einangrun en hitt fyrir starfsfólk í framlínunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Covid-smitaðir fá ekki pláss í einangrun Farsóttarhús hins opinbera eru sprungin og Covid-smitaðir komast ekki að, á sama tíma og fjöldi ferðamanna dvelur í sóttkví en ekki einangrun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að þar gæti komið til álita að hefja gjaldtöku fyrir sóttkvíardvöl, enda myndi það létta álagið á húsunum. 30. júlí 2021 11:20 Farsóttarhúsin full og bráðvantar starfsfólk til að opna þriðja húsið Yfir 130 manns eru í einangrun á farsóttarhúsum Rauða krossins og eru hótelin tvö orðin full. Stefnt er að því að opna það þriðja í kvöld en það strandar á því að starfsfólk sárvantar. 25. júlí 2021 17:04 Viðbúið að sumir fari að ljúga til að losna fyrr úr einangrun Bólusett fólk í einangrun er margt í vafa um hvort nýjar reglur um styttri einangrunartíma, gildi fyrir það. Það veltur allt á mati lækna Covid-göngudeildarinnar sem hafa tekið símaviðtöl við smitaða einstaklinga og eru með góða yfirsýn yfir það til hverra styttri einangrunartími nær. 31. júlí 2021 13:56 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira
Breytingin ætti að taka gildi í næstu viku og því ætti að létta mjög á farsóttarhúsunum bráðlega en þau eru nú yfirfull. Dæmi eru um að þeir sem eru smitaðir af Covid-19 fái ekki pláss til að taka út einangrun sína. Einhverjir hafa þurft að dvelja í bílum sínum því þeir hafa ekki átt í önnur hús að vernda. Eins og Vísir greindi frá í gær eru það óbólusettir ferðamenn, sem verða að fara í fimm daga sóttkví í komuna til landsins, sem hafa verið stærsta vandamálið. Í gær voru 170 herbergi tekin undir erlenda ferðamenn á farsóttarhúsunum en 250 undir Íslendinga með Covid-smit. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra staðfestir það við fréttastofu að lausn á þessu hafi verið fundin: „Við höfum ákveðið að gera breytingu sem snýr að því að ferðamenn í sóttkví verði að finna sér önnur úrræði en farsóttarhús stjórnvalda. Fyrirkomulagið eins og það er núna er eitthvað sem gengur ekki til lengdar; að fólk í sóttkví geti tekið hana út á farsóttarhúsunum,“ segir hún. Þá létti breytingin sem gerð var á einangrunartíma bólusettra í gær einnig álagið á farsóttarhúsunum. Sjá einnig: „Nú væri gott ef þessir ferðamenn gætu verið annars staðar en hjá okkur“. „Það eru þessar tvær aðgerðir, styttri einangrun fyrir bólusetta sem eru einkennalausir og breytingin á reglugerðinni, sem ættu að leysa það ástand sem nú er komið upp,“ segir Svandís. Þá segir hún að samningaviðræður séu einnig í gangi við tvö ný hótel og býst hún við að þau ættu að verða tekin í notkun sem farsóttarhús á næstunni. Annað þeirra verður hugsað fyrir smitaða einstaklinga í einangrun en hitt fyrir starfsfólk í framlínunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Covid-smitaðir fá ekki pláss í einangrun Farsóttarhús hins opinbera eru sprungin og Covid-smitaðir komast ekki að, á sama tíma og fjöldi ferðamanna dvelur í sóttkví en ekki einangrun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að þar gæti komið til álita að hefja gjaldtöku fyrir sóttkvíardvöl, enda myndi það létta álagið á húsunum. 30. júlí 2021 11:20 Farsóttarhúsin full og bráðvantar starfsfólk til að opna þriðja húsið Yfir 130 manns eru í einangrun á farsóttarhúsum Rauða krossins og eru hótelin tvö orðin full. Stefnt er að því að opna það þriðja í kvöld en það strandar á því að starfsfólk sárvantar. 25. júlí 2021 17:04 Viðbúið að sumir fari að ljúga til að losna fyrr úr einangrun Bólusett fólk í einangrun er margt í vafa um hvort nýjar reglur um styttri einangrunartíma, gildi fyrir það. Það veltur allt á mati lækna Covid-göngudeildarinnar sem hafa tekið símaviðtöl við smitaða einstaklinga og eru með góða yfirsýn yfir það til hverra styttri einangrunartími nær. 31. júlí 2021 13:56 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira
Covid-smitaðir fá ekki pláss í einangrun Farsóttarhús hins opinbera eru sprungin og Covid-smitaðir komast ekki að, á sama tíma og fjöldi ferðamanna dvelur í sóttkví en ekki einangrun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að þar gæti komið til álita að hefja gjaldtöku fyrir sóttkvíardvöl, enda myndi það létta álagið á húsunum. 30. júlí 2021 11:20
Farsóttarhúsin full og bráðvantar starfsfólk til að opna þriðja húsið Yfir 130 manns eru í einangrun á farsóttarhúsum Rauða krossins og eru hótelin tvö orðin full. Stefnt er að því að opna það þriðja í kvöld en það strandar á því að starfsfólk sárvantar. 25. júlí 2021 17:04
Viðbúið að sumir fari að ljúga til að losna fyrr úr einangrun Bólusett fólk í einangrun er margt í vafa um hvort nýjar reglur um styttri einangrunartíma, gildi fyrir það. Það veltur allt á mati lækna Covid-göngudeildarinnar sem hafa tekið símaviðtöl við smitaða einstaklinga og eru með góða yfirsýn yfir það til hverra styttri einangrunartími nær. 31. júlí 2021 13:56