Bitter skellti í lás og strákarnir hans Alfreðs unnu mikilvægan sigur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júlí 2021 14:08 Johannes Bitter varði eins og óður maður á lokakaflanum í leik Þýskalands og Noregs. getty/Dean Mouhtaropoulos Þýskaland fór langt með að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Tókyó með sigri á Noregi, 28-23, í dag. Strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust nokkrum sinnum fimm mörkum yfir. Norðmenn náðu aðeins að rétta sinn hlut undir lok fyrri hálfleiks og staðan að honum loknum var 14-11, Þjóðverjum í vil. Noregur minnkaði muninn í eitt mark, 16-15, en Þýskaland svaraði með 5-1 kafla og náði fimm marka forskoti, 21-16. Norðmenn minnkuðu muninn aftur í eitt mark, 22-21, en þá var komið að Johannes Bitter. Gamla brýnið átti frábæra innkomu og varði fyrstu sex skotin sem hann fékk á sig. Andreas Wolff hafði varið vel í fyrri hálfleik og undir lokin tók Bitter við keflinu. Þökk sé frammistöðu hans héldu Þjóðverjum Norðmönnum í hæfilegri fjarlægð og unnu á endanum fimm marka sigur, 28-23. Uwe Gensheimer skoraði sex mörk fyrir Þýskaland og Timo Kastening fimm. Gensheimer er nú orðinn markahæsti leikmaður í sögu þýska landsliðsins en hann hefur tekið fram úr Christian Schwarzer. Gensheimer hefur skorað 972 landsliðsmörk. With the first goal of the game Uwe Gensheimer became the best goal scorer in German national team history!967 - U. Gensheimer966 - Chr. Schwarzer818 - F. Kehrmann817 - S. Kretzschmar809 - J. Fraatz(Frank-Michael Wahl scored 74 goals for GER and 1338 for GDR)#Handball— Fabian Koch (@Fabian_Handball) July 30, 2021 Sander Sagosen var markahæstur í norska liðinu með sjö mörk. Magnus Jondal skoraði fjögur mörk. Með sigrinum komst Þýskaland upp fyrir Noreg í 3. sæti A-riðils. Þjóðverjar mæta Brasilíumönnum í lokaumferð riðlakeppninnar á sunnudaginn. Danir eru með fullt hús stiga í B-riðli eftir sigur á Portúgölum, 28-34. Mikkel Hansen skoraði níu mörk fyrir Danmörku og Mathias Gidsel sjö. Diego Branquinho skoraði fjögur mörk fyrir Portúgal. Egyptaland skaust upp fyrir Svíþjóð í 2. sæti B-riðils með sigri í leik liðanna í morgun, 22-27. Mohamed Sanad skoraði sex mörk fyrir egypska liðið og Yahia Omar fimm. Lukas Pellas skoraði sjö mörk fyrir Svía. Úrslit dagsins A-riðill Frakkland 36-31 Spánn Þýskaland 28-23 Noregur Argentína 23-25 Brasilía B-riðill Portúgal 28-34 Danmörk Svíþjóð 22-27 Egyptaland Barein 32-30 Japan Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Handbolti Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust nokkrum sinnum fimm mörkum yfir. Norðmenn náðu aðeins að rétta sinn hlut undir lok fyrri hálfleiks og staðan að honum loknum var 14-11, Þjóðverjum í vil. Noregur minnkaði muninn í eitt mark, 16-15, en Þýskaland svaraði með 5-1 kafla og náði fimm marka forskoti, 21-16. Norðmenn minnkuðu muninn aftur í eitt mark, 22-21, en þá var komið að Johannes Bitter. Gamla brýnið átti frábæra innkomu og varði fyrstu sex skotin sem hann fékk á sig. Andreas Wolff hafði varið vel í fyrri hálfleik og undir lokin tók Bitter við keflinu. Þökk sé frammistöðu hans héldu Þjóðverjum Norðmönnum í hæfilegri fjarlægð og unnu á endanum fimm marka sigur, 28-23. Uwe Gensheimer skoraði sex mörk fyrir Þýskaland og Timo Kastening fimm. Gensheimer er nú orðinn markahæsti leikmaður í sögu þýska landsliðsins en hann hefur tekið fram úr Christian Schwarzer. Gensheimer hefur skorað 972 landsliðsmörk. With the first goal of the game Uwe Gensheimer became the best goal scorer in German national team history!967 - U. Gensheimer966 - Chr. Schwarzer818 - F. Kehrmann817 - S. Kretzschmar809 - J. Fraatz(Frank-Michael Wahl scored 74 goals for GER and 1338 for GDR)#Handball— Fabian Koch (@Fabian_Handball) July 30, 2021 Sander Sagosen var markahæstur í norska liðinu með sjö mörk. Magnus Jondal skoraði fjögur mörk. Með sigrinum komst Þýskaland upp fyrir Noreg í 3. sæti A-riðils. Þjóðverjar mæta Brasilíumönnum í lokaumferð riðlakeppninnar á sunnudaginn. Danir eru með fullt hús stiga í B-riðli eftir sigur á Portúgölum, 28-34. Mikkel Hansen skoraði níu mörk fyrir Danmörku og Mathias Gidsel sjö. Diego Branquinho skoraði fjögur mörk fyrir Portúgal. Egyptaland skaust upp fyrir Svíþjóð í 2. sæti B-riðils með sigri í leik liðanna í morgun, 22-27. Mohamed Sanad skoraði sex mörk fyrir egypska liðið og Yahia Omar fimm. Lukas Pellas skoraði sjö mörk fyrir Svía. Úrslit dagsins A-riðill Frakkland 36-31 Spánn Þýskaland 28-23 Noregur Argentína 23-25 Brasilía B-riðill Portúgal 28-34 Danmörk Svíþjóð 22-27 Egyptaland Barein 32-30 Japan
A-riðill Frakkland 36-31 Spánn Þýskaland 28-23 Noregur Argentína 23-25 Brasilía B-riðill Portúgal 28-34 Danmörk Svíþjóð 22-27 Egyptaland Barein 32-30 Japan
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Handbolti Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita