Katrín Jakobsdóttir skuldar þér ekki afsökunarbeiðni Þórarinn Hjartarson skrifar 30. júlí 2021 08:31 Nýjasta barefli stjórnarandstöðunnar er að krefja Katrínu Jakobsdóttur um afsökunarbeiðni fyrir að klúðra aðgerðum vegna Covid-19. Hingað til hefur helsta umkvörtunarefni stjórnarandstöðunnar verið að frelsissviptingarnar vegna veirunnar hafi ekki gengið lengra en raun ber vitni. Þau hafa fullyrt að það sem vel hefur gengið sé sóttvarnarlækni að þakka en ekki stjórnvöldum. Nú þegar bakslag á sér stað í baráttunni krefjast þau hins vegar þess að stjórnvöld að biðji þjóðina afsökunar. Áður vildi stjórnarandstaðan ekki veita ríkisstjórninni hrós fyrir það að vel hafi gengi í Covid, en nú þegar að illa gengur krefjast þau þess að ríkisstjórnin beri ábyrgð. Þessi þversögn og tvískinnungur er að sjálfsögðu flestum augljós. Þetta er, hins vegar, því miður vísbending um það hvað koma skal í komandi kosningabaráttu. Svandís Svavarsdóttir sagði nýverið að hún vonaðist til að baráttan við veiruna yrði ekki gerð að pólitísku bitbeini, líkt og hún kallaði það. Það fráleit hugmynd. Fyrirbæri sem hefur haft áhrif á allt okkar líf, með engum fyrirsjáanlegum endi, mun að sjálfsögðu verða pólitískt bitbein. En afstaða stjórnmálaflokkanna á ekki að vísa til þess hvernig stjórnvöld hafa hagað málum hingað til, heldur til þess hvernig þeir sjái fyrir sér að haga hlutunum í framhaldi, verði þeir kosnir. Ásökunum stjórnarandstöðunnar má líkja við það að í kjölfar EM 2016 hefðu Íslendingar krafið landsliðið um afsökunarbeiðni fyrir það að hafa tapað 5-2 gegn Frökkum. Stjórnarandstöðunni væri nær að sannfæra kjósendur um eigið ágæti, frekar en að fjölyrða um það hvað aðrir eru ómögulegir. Katrín skuldar þér ekki afsökunarbeiðni. Þórólfur skuldar þér ekki afsökunarbeiðni. Enginn skuldar þér afsökunarbeiðni. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein Pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nýjasta barefli stjórnarandstöðunnar er að krefja Katrínu Jakobsdóttur um afsökunarbeiðni fyrir að klúðra aðgerðum vegna Covid-19. Hingað til hefur helsta umkvörtunarefni stjórnarandstöðunnar verið að frelsissviptingarnar vegna veirunnar hafi ekki gengið lengra en raun ber vitni. Þau hafa fullyrt að það sem vel hefur gengið sé sóttvarnarlækni að þakka en ekki stjórnvöldum. Nú þegar bakslag á sér stað í baráttunni krefjast þau hins vegar þess að stjórnvöld að biðji þjóðina afsökunar. Áður vildi stjórnarandstaðan ekki veita ríkisstjórninni hrós fyrir það að vel hafi gengi í Covid, en nú þegar að illa gengur krefjast þau þess að ríkisstjórnin beri ábyrgð. Þessi þversögn og tvískinnungur er að sjálfsögðu flestum augljós. Þetta er, hins vegar, því miður vísbending um það hvað koma skal í komandi kosningabaráttu. Svandís Svavarsdóttir sagði nýverið að hún vonaðist til að baráttan við veiruna yrði ekki gerð að pólitísku bitbeini, líkt og hún kallaði það. Það fráleit hugmynd. Fyrirbæri sem hefur haft áhrif á allt okkar líf, með engum fyrirsjáanlegum endi, mun að sjálfsögðu verða pólitískt bitbein. En afstaða stjórnmálaflokkanna á ekki að vísa til þess hvernig stjórnvöld hafa hagað málum hingað til, heldur til þess hvernig þeir sjái fyrir sér að haga hlutunum í framhaldi, verði þeir kosnir. Ásökunum stjórnarandstöðunnar má líkja við það að í kjölfar EM 2016 hefðu Íslendingar krafið landsliðið um afsökunarbeiðni fyrir það að hafa tapað 5-2 gegn Frökkum. Stjórnarandstöðunni væri nær að sannfæra kjósendur um eigið ágæti, frekar en að fjölyrða um það hvað aðrir eru ómögulegir. Katrín skuldar þér ekki afsökunarbeiðni. Þórólfur skuldar þér ekki afsökunarbeiðni. Enginn skuldar þér afsökunarbeiðni. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein Pæling.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar