Þröngt á deildinni eins og annars staðar á spítalanum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 29. júlí 2021 15:32 Vigdís Hallgrímsdóttir, forstöðumaður Krabbameinsþjónustu Landspítala. Skjáskot/Stöð 2 Blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans við Hringbraut hefur verið lokað tímabundið fyrir innlögnum á meðan allir sjúklingar og starfsfólk deildarinnar bíða eftir niðurstöðum skimunar. Þrír hafa greinst smitaðir á deildinni, einn sjúklingur og tveir starfsmenn. Spurð hvort hún sé bjartsýn á að tekist hafi að koma í veg fyrir að veiran dreifði sér frekar á deildinni og til annarra sjúklinga segir Vigdís Hallgrímsdóttir, forstöðumaður krabbameinsþjónustu Landspítalans: „Við getum náttúrulega ekkert sagt til um það. En já, já, við verðum að vera bjartsýn. Hér hafa allir verið í þessum viðeigandi búnaði, með grímur og hanska og svona á meðan þeir sinna sjúklingum.“ Gæti hafa komið smitaður á deildina Hópurinn sem liggur inni á deildinni er eðlilega afar viðkvæmur: „Krabbameinsveikir eru náttúrulega í áhættuhópi, sérstaklega ef þeir eru á ónæmisbælandi lyfjum,“ segir Vigdís. En er hér annað Landakotssmit í uppsiglingu? Eða hvernig eru aðstæður á deildinni? „Þetta er auðvitað dæmigert Landspítalahúsnæði og auðvitað er þröngt hér á deildinni eins og annars staðar. En eins og ég segi þá hafa allir hér fylgt viðeigandi smitvörnum og starfsfólkið hefur verið í hlífðarbúnaði í öllum samskiptum við sjúklinga.“ Ákveðið var að skima alla sjúklinga deildarinnar fyrir veirunni í morgun og 70 starfsmenn, eða alla þá sem hafa verið í vinnu frá því að smitin komu upp. Niðurstöður úr þeim sýnatökum liggja enn ekki fyrir. Á meðan þeirra er beðið var ákveðið að loka deildinni fyrir innlögnum. „Okkur þykir líklegt að þessi þrjú smit á deildinni séu ótengd,“ segir Vigdís. Spurð hvers vegna segir hún að lítill sem enginn samgangur hafi verið milli starfsmannanna tveggja og sjúklingsins og að tímasetningar smitanna bendi í þá átt. Sjúklingurinn sem greindist í gær var lagður inn á deildina á mánudag og gæti því mjög vel hafa smitast utan deildarinnar áður en hann var lagður inn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Skotárás á Times Square Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Spurð hvort hún sé bjartsýn á að tekist hafi að koma í veg fyrir að veiran dreifði sér frekar á deildinni og til annarra sjúklinga segir Vigdís Hallgrímsdóttir, forstöðumaður krabbameinsþjónustu Landspítalans: „Við getum náttúrulega ekkert sagt til um það. En já, já, við verðum að vera bjartsýn. Hér hafa allir verið í þessum viðeigandi búnaði, með grímur og hanska og svona á meðan þeir sinna sjúklingum.“ Gæti hafa komið smitaður á deildina Hópurinn sem liggur inni á deildinni er eðlilega afar viðkvæmur: „Krabbameinsveikir eru náttúrulega í áhættuhópi, sérstaklega ef þeir eru á ónæmisbælandi lyfjum,“ segir Vigdís. En er hér annað Landakotssmit í uppsiglingu? Eða hvernig eru aðstæður á deildinni? „Þetta er auðvitað dæmigert Landspítalahúsnæði og auðvitað er þröngt hér á deildinni eins og annars staðar. En eins og ég segi þá hafa allir hér fylgt viðeigandi smitvörnum og starfsfólkið hefur verið í hlífðarbúnaði í öllum samskiptum við sjúklinga.“ Ákveðið var að skima alla sjúklinga deildarinnar fyrir veirunni í morgun og 70 starfsmenn, eða alla þá sem hafa verið í vinnu frá því að smitin komu upp. Niðurstöður úr þeim sýnatökum liggja enn ekki fyrir. Á meðan þeirra er beðið var ákveðið að loka deildinni fyrir innlögnum. „Okkur þykir líklegt að þessi þrjú smit á deildinni séu ótengd,“ segir Vigdís. Spurð hvers vegna segir hún að lítill sem enginn samgangur hafi verið milli starfsmannanna tveggja og sjúklingsins og að tímasetningar smitanna bendi í þá átt. Sjúklingurinn sem greindist í gær var lagður inn á deildina á mánudag og gæti því mjög vel hafa smitast utan deildarinnar áður en hann var lagður inn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Skotárás á Times Square Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira