Í tilkynningu frá spítalanum segir að ítarleg rakning hafi farið fram inni á spítalanum vegna smitsins, tveir aðrir sjúklingar verið sendir í sóttkví og starfsfólk ýmist verið skipað í sóttkví A eða vinnusóttkví eftir atvikum.
Sjúklingurinn greindist við skimun á spítalanum í gær. Hann var fluttur á smitsjúkdómadeild í einangrun.
Ekki er ljóst hvort bein tenging sé á milli smita starfsmannanna tveggja og sjúklingsins og í tilkynningu spítalans segir að hér sé mögulega um þrjá aðskilda atburði að ræða.
Á umræddri deild fara fram lyflækningar fyrir sjúklinga með krabbamein en einnig greining og meðferð blóðsjúkdóma, einkameðferð og stuðningsmeðferð vegna fylgikvilla meðferðar.
Tíu sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19, átta á legudeildum og tveir á gjörgæslu.
Síðastliðinn sólarhring útskrifaðist einn og þrír lögðust inn. Sjúklingurinn á krabbameinsdeildinni er einn þessara þriggja.