Valur kemur langbest út úr „ef og hefði“ tölfræðinni en HK langverst Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júlí 2021 10:01 Valsmenn eru með eins stigs forskot á toppi Pepsi Max-deildarinnar. vísir/bára Valur kemur langbest út úr xG tölfræðinni í Pepsi Max-deild karla en HK langverst. Valsmenn eru með sjö stigum meira en þeir „ættu“ að vera með en HK-ingar átta stigum minna. Skammstöfunin xG stendur fyrir Expected goals sem segir til um það hversu mörg mörk lið eiga að skora miðað við færin sem þau búa til. Að sama skapi segir xG til um það hversu mörg mörk lið á vera búið að fá sig miðað sem færin sem þau fá á sig. Með því er svo hægt að reikna út hversu mörg stig lið „eiga“ að vera með. Wyscout heldur utan um þessa tölfræði. Flest liðin í Pepsi Max-deildinni eru nokkurn veginn á pari miðað við xG tölfræðina, það er með um þremur stigum meira eða minna en þau ættu að vera með. En Valur og HK skera sig úr. Valur er með þrjátíu stig á toppi Pepsi Max-deildarinnar en samkvæmt xG tölfræðinni ætti liðið aðeins að vera með 22,8 stig og í 4. sætinu. Íslandsmeistararnir hafa því fengið 7,2 stigum meira en þeir ættu að vera búnir að fá. Valsmenn eru búnir að skora 1,78 mörkum meira en þeir ættu að vera búnir að skora og fá á sig 5,34 mörkum minna en þeir ættu að hafa fengið á sig. Hannes Þór Halldórsson hefur verið drjúgur í marki Vals í sumar.vísir/bára Nýliðar Leiknis koma næstbest út úr xG tölfræðinni en þeir eru með 3,2 stigum meira en þeir ættu að vera með. Víkingur fær einnig uppreisn æru í xG tölfræðinni. Víkingar eru með 2,7 stigum meira en þeir ættu að vera með en undanfarin ár hafa þeir komið afar illa út úr xG tölfræðinni. Í fyrra fékk Víkingur aðeins sautján stig en átti að fá 28,2. Tímabilið 2019 fengu Víkingar svo fimm stigum minna en þeir áttu að fá. Í viðtölum eftir leiki í sumar hefur Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, ítrekað talað um að sínir menn hafi ekki alveg uppskorið eins og þeir hafa sáð. Og xG tölfræðin rennir stoðum undir þá kenningu hans. Framherjar HK hafa farið illa með færin sín í sumar.vísir/vilhelm HK er aðeins með tíu stig en ætti að vera með 18,1 stig samkvæmt xG tölfræðinni. Og í staðinn fyrir að vera í ellefta og næstneðsta sætinu, þremur stigum frá öruggu sæti, ættu HK-ingar að vera í 7. sætinu, fjórum stigum frá fallsæti. HK kemur samt ekki alveg jafn illa út úr xG tölfræðinni og Fjölnir á síðasta tímabili. Fjölnismenn hefðu þá átt að fá fimmtán fleiri stig en þeir fengu og vera í góðum málum um miðja deild. Þeir unnu hins vegar ekki leik, enduðu í tólfta og neðsta sæti deildarinnar og féllu. Valur kom einnig afar vel út úr xG tölfræðinni í fyrra. Þá fengu Valsmenn 8,3 stigum meira en þeir áttu að fá og hefðu átt að enda í 2. sæti á eftir Blikum. Ekkert lið kom samt betur út xG tölfræðinni í fyrra en Stjarnan sem fékk 10,1 stigi meira en hún átti að fá. Það sama er ekki uppi á teningnum í sumar en Stjörnumenn hafa verið „sviknir“ um 3,3 stig, eða næstflest allra liða í deildinni. Lítið hefur gengið upp hjá Stjörnunni í sumar.vísir/Hulda Margrét Stjarnan og HK eru efst á listanum yfir þau lið sem ættu að vera búin að skora meira en þau hafa gert í sumar. Stjörnumenn hefur skorað 6,33 mörkum minna en þeir ættu að vera búnir að skora og HK-ingar 6,32 mörkum minna. Kópavogsliðin tróna á toppi listans yfir þau lið sem hafa fengið á sig fleiri mörk en þau ættu að hafa fengið á sig. HK-ingar hafa fengið á sig 4,54 mörkum meira en þeir ættu að hafa fengið á sig. Þar á eftir koma Blikar með 3,95 mörkum meira en þeir ættu að vera búnir að fá á sig. Á hinum enda listans eru Keflavík og KA sem ættu að vera búin að fá á sig mun fleiri mörk en þau hafa fengið á sig; Keflvíkingar 7,67 og KA-menn 7,32. KA kom einnig afar vel út úr þessari tölfræði í fyrra. Þá fékk liðið aðeins 21 mark á sig en átti að fá á sig 32,2. Kristijan Jajalo lék afar vel í marki KA í fyrra og Steinþór Már Auðunsson, sem tók sæti hans fyrir tímabilið, hefur ekki verið síðri í sumar. Munur á stigum og væntum stigum (xP) Valur +7,2 Leiknir +3,2 Víkingur +2,7 KA +2,6 Keflavík +0,9 KR -0,1 Fylkir -1,2 FH -1,2 ÍA -1,5 Breiðablik -3,2 Stjarnan -3,3 HK -8,1 Staðan í Pepsi Max-deild karla. Staðan miðað við xG tölfræðina Víkingur 26,3 Breiðablik 26,2 KR 25,1 Valur 22,8 KA 20,4 FH 19,2 HK 18,1 Stjarnan 16,3 Fylkir 15,2 Keflavík 15,1 Leiknir 13,8 ÍA 10,5 Munur á mörkum og væntum mörkum (xG) Valur +1,78 Fylkir +1,61 Leiknir -0,45 Breiðablik -2,03 KR -2,18 FH -2,45 KA -3,16 ÍA -3,56 Keflavík -4,09 Víkingur -4,17 HK -6,32 Stjarnan -6,33 Munur á mörkum fengnum á sig og væntum mörkum á sig (xGA) HK +4,54 Breiðablik +3,95 Fylkir +2,55 FH -0,78 Víkingur -2,23 Stjarnan -3,39 KR -3,61 Valur -5,34 ÍA -5,39 Leiknir -6,66 KA -7,32 Keflavík -7,67 Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Valur HK Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Skammstöfunin xG stendur fyrir Expected goals sem segir til um það hversu mörg mörk lið eiga að skora miðað við færin sem þau búa til. Að sama skapi segir xG til um það hversu mörg mörk lið á vera búið að fá sig miðað sem færin sem þau fá á sig. Með því er svo hægt að reikna út hversu mörg stig lið „eiga“ að vera með. Wyscout heldur utan um þessa tölfræði. Flest liðin í Pepsi Max-deildinni eru nokkurn veginn á pari miðað við xG tölfræðina, það er með um þremur stigum meira eða minna en þau ættu að vera með. En Valur og HK skera sig úr. Valur er með þrjátíu stig á toppi Pepsi Max-deildarinnar en samkvæmt xG tölfræðinni ætti liðið aðeins að vera með 22,8 stig og í 4. sætinu. Íslandsmeistararnir hafa því fengið 7,2 stigum meira en þeir ættu að vera búnir að fá. Valsmenn eru búnir að skora 1,78 mörkum meira en þeir ættu að vera búnir að skora og fá á sig 5,34 mörkum minna en þeir ættu að hafa fengið á sig. Hannes Þór Halldórsson hefur verið drjúgur í marki Vals í sumar.vísir/bára Nýliðar Leiknis koma næstbest út úr xG tölfræðinni en þeir eru með 3,2 stigum meira en þeir ættu að vera með. Víkingur fær einnig uppreisn æru í xG tölfræðinni. Víkingar eru með 2,7 stigum meira en þeir ættu að vera með en undanfarin ár hafa þeir komið afar illa út úr xG tölfræðinni. Í fyrra fékk Víkingur aðeins sautján stig en átti að fá 28,2. Tímabilið 2019 fengu Víkingar svo fimm stigum minna en þeir áttu að fá. Í viðtölum eftir leiki í sumar hefur Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, ítrekað talað um að sínir menn hafi ekki alveg uppskorið eins og þeir hafa sáð. Og xG tölfræðin rennir stoðum undir þá kenningu hans. Framherjar HK hafa farið illa með færin sín í sumar.vísir/vilhelm HK er aðeins með tíu stig en ætti að vera með 18,1 stig samkvæmt xG tölfræðinni. Og í staðinn fyrir að vera í ellefta og næstneðsta sætinu, þremur stigum frá öruggu sæti, ættu HK-ingar að vera í 7. sætinu, fjórum stigum frá fallsæti. HK kemur samt ekki alveg jafn illa út úr xG tölfræðinni og Fjölnir á síðasta tímabili. Fjölnismenn hefðu þá átt að fá fimmtán fleiri stig en þeir fengu og vera í góðum málum um miðja deild. Þeir unnu hins vegar ekki leik, enduðu í tólfta og neðsta sæti deildarinnar og féllu. Valur kom einnig afar vel út úr xG tölfræðinni í fyrra. Þá fengu Valsmenn 8,3 stigum meira en þeir áttu að fá og hefðu átt að enda í 2. sæti á eftir Blikum. Ekkert lið kom samt betur út xG tölfræðinni í fyrra en Stjarnan sem fékk 10,1 stigi meira en hún átti að fá. Það sama er ekki uppi á teningnum í sumar en Stjörnumenn hafa verið „sviknir“ um 3,3 stig, eða næstflest allra liða í deildinni. Lítið hefur gengið upp hjá Stjörnunni í sumar.vísir/Hulda Margrét Stjarnan og HK eru efst á listanum yfir þau lið sem ættu að vera búin að skora meira en þau hafa gert í sumar. Stjörnumenn hefur skorað 6,33 mörkum minna en þeir ættu að vera búnir að skora og HK-ingar 6,32 mörkum minna. Kópavogsliðin tróna á toppi listans yfir þau lið sem hafa fengið á sig fleiri mörk en þau ættu að hafa fengið á sig. HK-ingar hafa fengið á sig 4,54 mörkum meira en þeir ættu að hafa fengið á sig. Þar á eftir koma Blikar með 3,95 mörkum meira en þeir ættu að vera búnir að fá á sig. Á hinum enda listans eru Keflavík og KA sem ættu að vera búin að fá á sig mun fleiri mörk en þau hafa fengið á sig; Keflvíkingar 7,67 og KA-menn 7,32. KA kom einnig afar vel út úr þessari tölfræði í fyrra. Þá fékk liðið aðeins 21 mark á sig en átti að fá á sig 32,2. Kristijan Jajalo lék afar vel í marki KA í fyrra og Steinþór Már Auðunsson, sem tók sæti hans fyrir tímabilið, hefur ekki verið síðri í sumar. Munur á stigum og væntum stigum (xP) Valur +7,2 Leiknir +3,2 Víkingur +2,7 KA +2,6 Keflavík +0,9 KR -0,1 Fylkir -1,2 FH -1,2 ÍA -1,5 Breiðablik -3,2 Stjarnan -3,3 HK -8,1 Staðan í Pepsi Max-deild karla. Staðan miðað við xG tölfræðina Víkingur 26,3 Breiðablik 26,2 KR 25,1 Valur 22,8 KA 20,4 FH 19,2 HK 18,1 Stjarnan 16,3 Fylkir 15,2 Keflavík 15,1 Leiknir 13,8 ÍA 10,5 Munur á mörkum og væntum mörkum (xG) Valur +1,78 Fylkir +1,61 Leiknir -0,45 Breiðablik -2,03 KR -2,18 FH -2,45 KA -3,16 ÍA -3,56 Keflavík -4,09 Víkingur -4,17 HK -6,32 Stjarnan -6,33 Munur á mörkum fengnum á sig og væntum mörkum á sig (xGA) HK +4,54 Breiðablik +3,95 Fylkir +2,55 FH -0,78 Víkingur -2,23 Stjarnan -3,39 KR -3,61 Valur -5,34 ÍA -5,39 Leiknir -6,66 KA -7,32 Keflavík -7,67 Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Valur +7,2 Leiknir +3,2 Víkingur +2,7 KA +2,6 Keflavík +0,9 KR -0,1 Fylkir -1,2 FH -1,2 ÍA -1,5 Breiðablik -3,2 Stjarnan -3,3 HK -8,1
Víkingur 26,3 Breiðablik 26,2 KR 25,1 Valur 22,8 KA 20,4 FH 19,2 HK 18,1 Stjarnan 16,3 Fylkir 15,2 Keflavík 15,1 Leiknir 13,8 ÍA 10,5
Valur +1,78 Fylkir +1,61 Leiknir -0,45 Breiðablik -2,03 KR -2,18 FH -2,45 KA -3,16 ÍA -3,56 Keflavík -4,09 Víkingur -4,17 HK -6,32 Stjarnan -6,33
HK +4,54 Breiðablik +3,95 Fylkir +2,55 FH -0,78 Víkingur -2,23 Stjarnan -3,39 KR -3,61 Valur -5,34 ÍA -5,39 Leiknir -6,66 KA -7,32 Keflavík -7,67
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Valur HK Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira