Sunisa Lee hélt sigurgöngu Bandaríkjanna í fjölþrautinni áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2021 13:21 Sunisa Lee fagnar eftir að úrslitin í fjölþrautinni lágu fyrir. getty/Jamie Squire Hin átján ára Sunisa Lee frá Bandaríkjunum vann sigur í fjölþraut kvenna í fimleikakeppninni á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Þetta er í fimmta sinn í röð sem Bandaríkin vinna gull í fjölþraut kvenna á Ólympíuleikunum. Simone Biles varð Ólympíumeistari í Ríó 2016 en dró sig sem kunnugt er úr keppni í fjölþrautinni að þessu sinni. Carly Patterson vann 2004, Nastia Liukin 2008 og Gabby Douglas 2012. An amazing performance from Sunisa Lee to keep the #USA streak going!After a thrilling women s all-around #artisticgymnastics final, @sunisalee_ takes #gold#StrongerTogether | #Tokyo2020 | @gymnastics | @TeamUSA pic.twitter.com/aDEFml8a0o— Olympics (@Olympics) July 29, 2021 Lee, sem er á sínum fyrstu Ólympíuleikunum, glansaði í úrslitunum í fjölþrautinni í dag. Hún barðist um gullið við Rebecu Andrade frá Brasilíu og hinum rússnesku Angelinu Melnikovu og Vladislövu Urazovu. Eftir að Lee fékk 13.700 í einkunn fyrir gólfæfingar sínar var Andrade sú eina sem gat komist upp fyrir hana. Það tókst ekki en sú brasilíska steig tvisvar út af í sínum gólfæfingum. Andrade fékk samt silfur en hún er fyrsta suður-ameríska konan sem vinnur til Ólympíuverðlauna í áhaldafimleikum. Andrade hefur glímt við erfið meiðsli á ferlinum og slitið krossband í hné í þrígang, síðast 2019. The first Brazilian woman to win an Olympic artistic gymnastics medal!Rebeca Andrade takes #silver for #BRA in the women s all-around #artisticgymnastics final.#StrongerTogether | #Tokyo2020 | @gymnastics | @timebrasil pic.twitter.com/MGO9shtKKj— Olympics (@Olympics) July 29, 2021 Lee fékk 57.433 í einkunn en Andrade 57.298. Melnikova fékk bronsið með 57.199 í einkunn. Urazova varð svo fjórða með 56.966 í einkunn. Þær voru báðar í sigurliði Rússa í liðakeppninni fyrr í vikunni. Þrjár efstu í fjölþrautinni: Rebeca Andrade (silfur), Sunisa Lee (gull) og Angelina Melnikova (brons).getty/Jamie Squire Lee varð efst á jafnvægisslá og tvíslá, Andrade í stökki og heimakonan Mai Murakami í gólfæfingunum. Bresku tvíburarnir Jessica og Jennifer Gadirova, sem eru bara sextán ára, lentu í 10. og 13. sæti í fjölþrautinni. Í fyrradag unnu þær brons í liðakeppninni. Engin bresk kona hefur endað ofar í fjölþraut í sögu Ólympíuleikanna en Jessica. @JessicaGadirova Jessica records the best result ever by a British woman in an Olympic all-around final after finishing 10th.#TeamGB pic.twitter.com/gvFqEEy9tG— Team GB (@TeamGB) July 29, 2021 Keppni á einstökum áhöldum fer fram á föstudaginn. Enn liggur ekki fyrir hvort Biles verði meðal þátttakenda þar. Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
Þetta er í fimmta sinn í röð sem Bandaríkin vinna gull í fjölþraut kvenna á Ólympíuleikunum. Simone Biles varð Ólympíumeistari í Ríó 2016 en dró sig sem kunnugt er úr keppni í fjölþrautinni að þessu sinni. Carly Patterson vann 2004, Nastia Liukin 2008 og Gabby Douglas 2012. An amazing performance from Sunisa Lee to keep the #USA streak going!After a thrilling women s all-around #artisticgymnastics final, @sunisalee_ takes #gold#StrongerTogether | #Tokyo2020 | @gymnastics | @TeamUSA pic.twitter.com/aDEFml8a0o— Olympics (@Olympics) July 29, 2021 Lee, sem er á sínum fyrstu Ólympíuleikunum, glansaði í úrslitunum í fjölþrautinni í dag. Hún barðist um gullið við Rebecu Andrade frá Brasilíu og hinum rússnesku Angelinu Melnikovu og Vladislövu Urazovu. Eftir að Lee fékk 13.700 í einkunn fyrir gólfæfingar sínar var Andrade sú eina sem gat komist upp fyrir hana. Það tókst ekki en sú brasilíska steig tvisvar út af í sínum gólfæfingum. Andrade fékk samt silfur en hún er fyrsta suður-ameríska konan sem vinnur til Ólympíuverðlauna í áhaldafimleikum. Andrade hefur glímt við erfið meiðsli á ferlinum og slitið krossband í hné í þrígang, síðast 2019. The first Brazilian woman to win an Olympic artistic gymnastics medal!Rebeca Andrade takes #silver for #BRA in the women s all-around #artisticgymnastics final.#StrongerTogether | #Tokyo2020 | @gymnastics | @timebrasil pic.twitter.com/MGO9shtKKj— Olympics (@Olympics) July 29, 2021 Lee fékk 57.433 í einkunn en Andrade 57.298. Melnikova fékk bronsið með 57.199 í einkunn. Urazova varð svo fjórða með 56.966 í einkunn. Þær voru báðar í sigurliði Rússa í liðakeppninni fyrr í vikunni. Þrjár efstu í fjölþrautinni: Rebeca Andrade (silfur), Sunisa Lee (gull) og Angelina Melnikova (brons).getty/Jamie Squire Lee varð efst á jafnvægisslá og tvíslá, Andrade í stökki og heimakonan Mai Murakami í gólfæfingunum. Bresku tvíburarnir Jessica og Jennifer Gadirova, sem eru bara sextán ára, lentu í 10. og 13. sæti í fjölþrautinni. Í fyrradag unnu þær brons í liðakeppninni. Engin bresk kona hefur endað ofar í fjölþraut í sögu Ólympíuleikanna en Jessica. @JessicaGadirova Jessica records the best result ever by a British woman in an Olympic all-around final after finishing 10th.#TeamGB pic.twitter.com/gvFqEEy9tG— Team GB (@TeamGB) July 29, 2021 Keppni á einstökum áhöldum fer fram á föstudaginn. Enn liggur ekki fyrir hvort Biles verði meðal þátttakenda þar.
Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira