Móðirin hringdi í lögregluna síðdegis í gær um leið og tekið var eftir því að stúlkan væri horfin. Samstundis var þá hafist handa við að leita hennar og aðstoðuðu margir við leitina, bæði nágrannar í hverfinu og vegfarendur á svæðinu.
„Aðdáunarvert var að sjá alla leggjast á eitt,“ segir lögregla um málið á Facebook. „Biðin var örugglega mjög erfið, en um klukkustund leið áður en stúlkan fannst. Hún hafði þá gengið töluverðan söl, en það var vegfarandi sem fann stúlkuna og lét móðurina vita.“
Þegar stúlkan fannst höfðu verið gerðar ráðstafanir til að kalla úr sporleitarhund og leitarflokk en lögregla afturkallaði þá beiðni þegar tíðindin bárust um að stúlkan væri fundin.
Lögreglumenn sóttu stúlkuna þá og komu henni aftur til móður sinnar „og voru það fagnaðarfundir eins og gefur að skilja. Hópur fólks varð vitni að endurfundum mæðgnanna og var þá klappað vel og innilega. Það var virkilega fallegt að sjá,“ segir lögreglan.