Norskum áhrifavöldum skylt að tilgreina ef búið er að eiga við sjálfsmyndirnar Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 29. júlí 2021 12:16 Emma Ellingsenn er einn stærsti áhrifavaldurinn í Noregi. Hún er með í kringum 705 þúsund fylgjendur og því má ætla að hún sé fyrirmynd fyrir ansi mörg ungmenni. Skjáskot/instagram Fyrr í mánuðinum voru lög samþykkt í Noregi sem skylda áhrifavalda til þess að merkja þær myndir sérstaklega sem búið er að eiga við. Lögin taka gildi í júlí á næsta ári og munu brot á þeim varða sekt. Lögin eru hugsuð til þess að vernda almenning og þá sérstaklega ungt fólk fyrir þeim sálræna skaða sem óraunhæfar glansmyndir á internetinu kunna að valda. Norðmenn eru þó ekki þeir fyrstu til þess að grípa til slíkra aðgerða, en Frakkar samþykktu samskonar lög árið 2017. Lögin taka gildi í Noregi í júlí á næsta ári. Þau munu eiga við um myndir eða myndskeið af fólki þar sem búið er að eiga við líkamann, stærð hans eða áferð. Þó virðast reglurnar ekki eiga við um það ef marblettur er hulinn eða hári er breytt. Unglingsstúlkur láta blekkjast Rannsókn frá árinu 2016 sýnir fram á að bein tengsl eru á milli þess að skoða sjálfsmyndir á Instagram sem búið er að eiga við og lélegrar líkamsímyndar á meðal unglingsstúlkna. Þá sýndi rannsóknin fram á það að unglingsstúlkurnar trúðu því að breyttu myndirnar væru raunverulegar og fannst þeim þær fallegri og meira aðlaðandi heldur en óbreyttu og upprunalegu myndirnar. Með því að hafa breyttu myndirnar sérstaklega merktar, sé fylgjendum gert ljóst að myndirnar séu ósamanburðarhæfar og þannig reynt að sporna við óheilbrigðum útlitsviðmiðum. Sérfræðingar efast þó um að þessi nýju lög muni hafa tilætluð áhrif og telja að þau gætu frekar haft neikvæð áhrif. Norski áhrifavaldurinn Madeleine Pedersenn fagnar nýju lögunum.Skjáskot/instagram „Þetta er eins og að setja plástur á opið sár í stað þess að tækla rót vandans,“ segir Sophia Choukas-Bradley, aðstoðarprófessor í sálfræði og heilavísindum við Háskólann í Delaware. Hún stundar rannsóknir á áhrifum samfélagsmiðla á ungmenni. Þrátt fyrir að hún telji samfélagsmiðla hafa gríðarleg áhrif á líkamsímynd ungmenna, telur hún að það skuli fara varlega í að taka djarfar ákvarðanir sem þessa, án þess að skilja langtíma afleiðingar þeirra. Reid Ivar Bjorland Dahl, ritari hjá barna- og fjölskylduráðuneyti Noregs, tekur þó fram að samhliða þessum nýju lögum verði einnig ráðist í frekari aðgerðir. Norskir áhrifavaldar virðast taka vel í nýju lögin. Áhrifavaldurinn Madeleine Pedersen segist sjálf hafa glímt við neikvæða líkamsímynd vegna samfélagsmiðla. „Það versta er að ég veit ekki einu sinni hvort þær stelpur sem ég hef litið upp til hafa átt við myndirnar sínar eða ekki. Þess vegna þurfum við svör - við þurfum þessi lög.“ Noregur Samfélagsmiðlar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sjá meira
Lögin eru hugsuð til þess að vernda almenning og þá sérstaklega ungt fólk fyrir þeim sálræna skaða sem óraunhæfar glansmyndir á internetinu kunna að valda. Norðmenn eru þó ekki þeir fyrstu til þess að grípa til slíkra aðgerða, en Frakkar samþykktu samskonar lög árið 2017. Lögin taka gildi í Noregi í júlí á næsta ári. Þau munu eiga við um myndir eða myndskeið af fólki þar sem búið er að eiga við líkamann, stærð hans eða áferð. Þó virðast reglurnar ekki eiga við um það ef marblettur er hulinn eða hári er breytt. Unglingsstúlkur láta blekkjast Rannsókn frá árinu 2016 sýnir fram á að bein tengsl eru á milli þess að skoða sjálfsmyndir á Instagram sem búið er að eiga við og lélegrar líkamsímyndar á meðal unglingsstúlkna. Þá sýndi rannsóknin fram á það að unglingsstúlkurnar trúðu því að breyttu myndirnar væru raunverulegar og fannst þeim þær fallegri og meira aðlaðandi heldur en óbreyttu og upprunalegu myndirnar. Með því að hafa breyttu myndirnar sérstaklega merktar, sé fylgjendum gert ljóst að myndirnar séu ósamanburðarhæfar og þannig reynt að sporna við óheilbrigðum útlitsviðmiðum. Sérfræðingar efast þó um að þessi nýju lög muni hafa tilætluð áhrif og telja að þau gætu frekar haft neikvæð áhrif. Norski áhrifavaldurinn Madeleine Pedersenn fagnar nýju lögunum.Skjáskot/instagram „Þetta er eins og að setja plástur á opið sár í stað þess að tækla rót vandans,“ segir Sophia Choukas-Bradley, aðstoðarprófessor í sálfræði og heilavísindum við Háskólann í Delaware. Hún stundar rannsóknir á áhrifum samfélagsmiðla á ungmenni. Þrátt fyrir að hún telji samfélagsmiðla hafa gríðarleg áhrif á líkamsímynd ungmenna, telur hún að það skuli fara varlega í að taka djarfar ákvarðanir sem þessa, án þess að skilja langtíma afleiðingar þeirra. Reid Ivar Bjorland Dahl, ritari hjá barna- og fjölskylduráðuneyti Noregs, tekur þó fram að samhliða þessum nýju lögum verði einnig ráðist í frekari aðgerðir. Norskir áhrifavaldar virðast taka vel í nýju lögin. Áhrifavaldurinn Madeleine Pedersen segist sjálf hafa glímt við neikvæða líkamsímynd vegna samfélagsmiðla. „Það versta er að ég veit ekki einu sinni hvort þær stelpur sem ég hef litið upp til hafa átt við myndirnar sínar eða ekki. Þess vegna þurfum við svör - við þurfum þessi lög.“
Noregur Samfélagsmiðlar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sjá meira