Kindarlegt barn í fyrstu stiklu Dýrsins Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 28. júlí 2021 11:59 Skjáskot úr stiklunni. Er það barn eða lamb? skjáskot/A24 Fyrsta stikla Dýrsins, kvikmyndar Valdimars Jóhannssonar, kom út í gær og má segja að hún sé ekkert lamb að leika sér við. Og þó - þar bregður ófreskju myndarinnar fyrir, sem virðist einhvers konar undarlegt bland af barni og lambi. Kvikmyndafyrirtækið A24 gefur myndina út og er hún fyrsta íslenska myndin sem stórfyrirtækið gefur út. Myndin var frumsýnd á Un Certain Regard fyrr í þessum mánuði, sem er hluti kvikmyndahátíðarinnar Cannes. Hún hefur hlotið ágætisviðtökur þar og hlaut meðal annars verðlaun fyrir frumlegheit á hátíðinni. Dýrið verður frumsýnd í kvikmyndahúsum í október. Hér má sjá stikluna í heild sinni: Klippa: Dýrið - sýnishorn Myndin heitir Lamb á ensku og fjallar um barnlausu sauðfjárbændurna Maríu og Ingvar sem búa í afskekktum dal. Líf þeirra breytist svo þegar kind á bæ þeirra eignast hálfgerða ófreskju, sem virðist af stiklunni vera hálft barn og hálft lamb. Þau ákveða að ala það upp sem sitt eigið afkvæmi en sú ákvörðun virðist koma þeim í koll. Valdimar Jóhannsson leikstýrir myndinni en sænska leikkonan Noomi Rapace og Hilmir Snær Guðnason fara með hlutverk bændahjónanna. Björn Hlynur Haraldsson og Ingvar E. Sigurðsson leika einnig í myndinni. Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Dýrið hefur fengið nokkuð góðar viðtökur á Cannes Dýrið, kvikmynd Valdimars Jóhannssonar, var frumsýnd á Un Certain Regard hluta kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í dag. Myndin hefur fengið nokkuð góða gagnrýni hingað til. Dýrið er sem stendur með einkunnina 6,7 á IMDB. 13. júlí 2021 22:44 Dýrið hlaut verðlaun í Cannes Íslenska kvikmyndin Dýrið hlaut nú rétt í þessu „Prize of Originality“ verðlaunin í Un Certain Regard keppninni sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. 16. júlí 2021 19:14 Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Kvikmyndafyrirtækið A24 gefur myndina út og er hún fyrsta íslenska myndin sem stórfyrirtækið gefur út. Myndin var frumsýnd á Un Certain Regard fyrr í þessum mánuði, sem er hluti kvikmyndahátíðarinnar Cannes. Hún hefur hlotið ágætisviðtökur þar og hlaut meðal annars verðlaun fyrir frumlegheit á hátíðinni. Dýrið verður frumsýnd í kvikmyndahúsum í október. Hér má sjá stikluna í heild sinni: Klippa: Dýrið - sýnishorn Myndin heitir Lamb á ensku og fjallar um barnlausu sauðfjárbændurna Maríu og Ingvar sem búa í afskekktum dal. Líf þeirra breytist svo þegar kind á bæ þeirra eignast hálfgerða ófreskju, sem virðist af stiklunni vera hálft barn og hálft lamb. Þau ákveða að ala það upp sem sitt eigið afkvæmi en sú ákvörðun virðist koma þeim í koll. Valdimar Jóhannsson leikstýrir myndinni en sænska leikkonan Noomi Rapace og Hilmir Snær Guðnason fara með hlutverk bændahjónanna. Björn Hlynur Haraldsson og Ingvar E. Sigurðsson leika einnig í myndinni.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Dýrið hefur fengið nokkuð góðar viðtökur á Cannes Dýrið, kvikmynd Valdimars Jóhannssonar, var frumsýnd á Un Certain Regard hluta kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í dag. Myndin hefur fengið nokkuð góða gagnrýni hingað til. Dýrið er sem stendur með einkunnina 6,7 á IMDB. 13. júlí 2021 22:44 Dýrið hlaut verðlaun í Cannes Íslenska kvikmyndin Dýrið hlaut nú rétt í þessu „Prize of Originality“ verðlaunin í Un Certain Regard keppninni sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. 16. júlí 2021 19:14 Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Dýrið hefur fengið nokkuð góðar viðtökur á Cannes Dýrið, kvikmynd Valdimars Jóhannssonar, var frumsýnd á Un Certain Regard hluta kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í dag. Myndin hefur fengið nokkuð góða gagnrýni hingað til. Dýrið er sem stendur með einkunnina 6,7 á IMDB. 13. júlí 2021 22:44
Dýrið hlaut verðlaun í Cannes Íslenska kvikmyndin Dýrið hlaut nú rétt í þessu „Prize of Originality“ verðlaunin í Un Certain Regard keppninni sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. 16. júlí 2021 19:14