Yfirlæknir á von á miklu lægra hlutfalli alvarlegra veikra Snorri Másson skrifar 28. júlí 2021 11:51 Runólfur Pálsson er yfirmaður Covid-göngudeildar á Landspítala. Vísir/Sigurjón 115 greindust með kórónuveiruna í gær, sem er næstmesti smitfjöldi sem greinst hefur á einum degi frá upphafi faraldurs. Óbólusettur Íslendingur, yngri en 60 ára, er kominn í gjörgæslu á Landspítalanum vegna Covid-sýkingar. Um 6000 sýni voru tekin í gær, en þau hafa aldrei verið fleiri frá því að faraldurinn hófst. Af þeim hafa hingað til 115 greinst en enn er verið að greina sýni, þannig að þeim gæti fjölgað. Fimm sjúklingar voru lagðir inn á sjúkrahús í gær eftir að Covid-göngudeildin mat það nauðsynlegt. Runólfur Pálsson, yfirlæknir göngudeildarinnar, segir að átta liggi á sjúkrahúsi og þar af eru allir bólusettir, nema sá sem liggur á gjörgæslu. Sá sem liggur á gjörgæslu er einnig sá eini sem er yngri en 60 ára. „Ástand þeirra er stöðugt. Það er einn einstaklingur sem var fluttur á gjörgæslu til frekari vöktunar en ástand þeirra er annars stöðugt.“ Nú eru 853 einstaklingar í eftirliti hjá göngudeildinni, sem þýðir að hún leitast við að fylgjast með líðan þeirra. Mun fleiri eru þó líklega smitaðir úti í samfélaginu einkennalausir, að mati Runólfs. Spítalinn átti von á að innlögnum myndi fjölga en ekki er tímabært að fullyrða um hvort þær séu jafntíðar og í fyrri bylgjum. „Ég á von á því að fjöldinn sem veikist alvarlega og muni þurfa að leggjast inn á sjúkrahús, að hlutfallið sem lendi í þeirri stöðu verði miklu lægra heldur en áður hefur verið.“ Ekki beri að oftúlka innlagnirnar hingað til Helsta verkefni stjórnvalda þessa stundina er að fylgjast með hlutfalli alvarlegra veika á meðal þeirra sem fengið hafa bólusetningu. Því lægra sem það reynist, þeim mun minni samkomutakmörkunum má búast við. Heilbrigðisráðherra hefur kallað eftir þolinmæði á meðan þessara upplýsinga er aflað. „Næstu dagar munu kannski skýra myndina betur en ég myndi ekki leggja of mikið upp úr því á þessu stigi þótt þessar innlagnir hafi átt sér stað í gær.“ 14 daga nýgengi innanlandssmita á hverja 100.000 íbúa mælist nú 217,3 hér á landi, sem bendir til þess að Ísland kemst æ nærri því að teljast rautt land samkvæmt alþjóðlegum mælikvörðum. Það getur haft mikil áhrif á flæði ferðafólks til og frá landinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ekki búið að ljúka greiningu sýna: Minnst 115 greindust innanlands í gær Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu. 28. júlí 2021 10:44 Tveir heimilismenn á Grund greindust smitaðir Tveir heimilismenn Grundar að Hringbraut hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Smitið má rekja til starfsmanns heimilisins sem var í vinnu í síðustu viku. 28. júlí 2021 09:29 Vill „mikið frelsi innanlands“ ef alvarleg veikindi reynast mjög fátíð Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra boðar mikið frelsi innanlands ef alvarleg veikindi á meðal bólusettra reynast fátíð á næstu vikum. 27. júlí 2021 18:35 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Um 6000 sýni voru tekin í gær, en þau hafa aldrei verið fleiri frá því að faraldurinn hófst. Af þeim hafa hingað til 115 greinst en enn er verið að greina sýni, þannig að þeim gæti fjölgað. Fimm sjúklingar voru lagðir inn á sjúkrahús í gær eftir að Covid-göngudeildin mat það nauðsynlegt. Runólfur Pálsson, yfirlæknir göngudeildarinnar, segir að átta liggi á sjúkrahúsi og þar af eru allir bólusettir, nema sá sem liggur á gjörgæslu. Sá sem liggur á gjörgæslu er einnig sá eini sem er yngri en 60 ára. „Ástand þeirra er stöðugt. Það er einn einstaklingur sem var fluttur á gjörgæslu til frekari vöktunar en ástand þeirra er annars stöðugt.“ Nú eru 853 einstaklingar í eftirliti hjá göngudeildinni, sem þýðir að hún leitast við að fylgjast með líðan þeirra. Mun fleiri eru þó líklega smitaðir úti í samfélaginu einkennalausir, að mati Runólfs. Spítalinn átti von á að innlögnum myndi fjölga en ekki er tímabært að fullyrða um hvort þær séu jafntíðar og í fyrri bylgjum. „Ég á von á því að fjöldinn sem veikist alvarlega og muni þurfa að leggjast inn á sjúkrahús, að hlutfallið sem lendi í þeirri stöðu verði miklu lægra heldur en áður hefur verið.“ Ekki beri að oftúlka innlagnirnar hingað til Helsta verkefni stjórnvalda þessa stundina er að fylgjast með hlutfalli alvarlegra veika á meðal þeirra sem fengið hafa bólusetningu. Því lægra sem það reynist, þeim mun minni samkomutakmörkunum má búast við. Heilbrigðisráðherra hefur kallað eftir þolinmæði á meðan þessara upplýsinga er aflað. „Næstu dagar munu kannski skýra myndina betur en ég myndi ekki leggja of mikið upp úr því á þessu stigi þótt þessar innlagnir hafi átt sér stað í gær.“ 14 daga nýgengi innanlandssmita á hverja 100.000 íbúa mælist nú 217,3 hér á landi, sem bendir til þess að Ísland kemst æ nærri því að teljast rautt land samkvæmt alþjóðlegum mælikvörðum. Það getur haft mikil áhrif á flæði ferðafólks til og frá landinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ekki búið að ljúka greiningu sýna: Minnst 115 greindust innanlands í gær Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu. 28. júlí 2021 10:44 Tveir heimilismenn á Grund greindust smitaðir Tveir heimilismenn Grundar að Hringbraut hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Smitið má rekja til starfsmanns heimilisins sem var í vinnu í síðustu viku. 28. júlí 2021 09:29 Vill „mikið frelsi innanlands“ ef alvarleg veikindi reynast mjög fátíð Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra boðar mikið frelsi innanlands ef alvarleg veikindi á meðal bólusettra reynast fátíð á næstu vikum. 27. júlí 2021 18:35 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Ekki búið að ljúka greiningu sýna: Minnst 115 greindust innanlands í gær Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu. 28. júlí 2021 10:44
Tveir heimilismenn á Grund greindust smitaðir Tveir heimilismenn Grundar að Hringbraut hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Smitið má rekja til starfsmanns heimilisins sem var í vinnu í síðustu viku. 28. júlí 2021 09:29
Vill „mikið frelsi innanlands“ ef alvarleg veikindi reynast mjög fátíð Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra boðar mikið frelsi innanlands ef alvarleg veikindi á meðal bólusettra reynast fátíð á næstu vikum. 27. júlí 2021 18:35