Hvað var það sem Meat Loaf var ekki tilbúinn að gera fyrir ástina? Arna Pálsdóttir skrifar 28. júlí 2021 09:00 Það var mikið hlustað á tónlist á mínu heimili þegar ég var að alast upp. Þar á meðal var tónlistarmaðurinn Meat Loaf fyrirferðamikill. Ég hef varla verið byrjuð í grunnskóla þegar ég söng og dansaði m.a. með laginu Paradise by the dashboard light – án þess þó að vita að ég var að syngja og dansa með lagi sem fjallaði um 17 ára unglinga sem voru við það að stunda kynlíf sem kostaði drenginn frelsið um ókomna tíð (þau gengu í hjónaband). Lagið sem fyrirsögnin vísar hins vegar til er fyrir löngu orðið klassík í poppsögunni. Stærsti smellur Meat Loaf og stærsta spurning tónlistarsögunnar. Vel yfir 100 milljón spilanir á Spotify, svipað margar og ég var búin að spila lagið í geislaspilara fyrir árið 1998. Í laginu gefur Meat Loaf sér góðar 12 mínútur til að segja okkur (ítrekað) að hann sé tilbúinn til að gera allt fyrir ástina- allt, nema eitt! Þetta eina er svo látið ósagt. Það eru margar stórar spurningar sem hvíla á mannverunni á meðan hún dvelur í þessari jarðvist. Spurningar sem geyma ekki svör og eru fyrir vikið illviðráðanlegar og erfiðar. Sumar eru flóknar og áleitnar á meðan aðrar eru einfaldari. Spurningar eins og „Er líf eftir dauðann?“, „Er líf á öðrum plánetum?”, „Afhverju myndi einhver setja banana á pizzu?” Og hvað í ósköpunum var þetta eina sem Meat Loaf var ekki tilbúinn að gera fyrir ástina? Reglulega sækja á mig hugsanir um þetta lag. Ekki svo að skilja að þetta sé einhver þráhyggja, en sýnið mér skilning, það eru hátt í 30 ár síðan ég fór að velta þessu fyrir mér. Ég gríp sjálfa mig stundum að því að beina spjótum mínum að konunni í laginu, var hún kannski að biðja um eitthvað vafasamt? En svo legg ég þessar pælingar til hliðar, enda engin leið fyrir mig að komast að niðurstöðu í þessu máli. Á síðasta eina og hálfa árinu hafa fleiri spurningar ratað á listann yfir stóru spurningarnar í lífinu. Sú stærsta er án efa: Hvenær verður covid búið? Spurning sem hefur hvílt á okkur öllum síðustu mánuði. Lengi vel var ekkert svar. Við vorum í miðri orrustu og hvorki sást til austurs né vesturs. En svo fór að birta til. Svarið var handan við hornið: bólusetningar! Þegar fréttir af fjórðu bylgjunni fóru að birtast fyrir nokkrum dögum fór um mig örlítil örvænting. Hvað var að gerast? Vorum við ekki búin að leysa þetta mál með bera handleggi í Laugardalshöllinni fyrr í sumar? Peppið er löngu búið. Sá sem myndi byrja að syngja um það núna að ferðast innanhúss þyrfti frekar að hafa áhyggjur af öryggi sínu en því að einhver tæki undir með honum og stemningin gagnvart þríeykinu minnir nokkuð á sviplegar breytingar á vinsældum útrásarvíkinga á árunum fyrir og eftir hrun. Við höfum öll okkar mörk. Meira að segja Meat Loaf setti ástinni mörk. Spurningin um endalok covid hefur tekið breytingum síðustu vikur og er í dag orðin spurning um hvernig við lifum með covid, í einhverri mynd allavega, frekar en hvernig við lifum án covid. Við erum ekki komin með stjórn á þessum faraldri en við erum búin með margar orustur. Beinum sjónum okkar að því sem við vitum og getum stjórnað. Sýnum umburðarlyndi í garð hvors annars og fyrir ólíkum skoðunum. Enn sem komið er liggur ekki fyrir eitt rétt svar. Kannski hef ég ekki verið sanngjörn við Meat Loaf að einblína svona á þetta eina atriði sem hann var ekki tilbúinn að gera. Ég ætti frekar að horfa til þess sem skiptir máli í laginu þ.e. að hann var tilbúinn að gera allt annað. Ætli ég verði ekki að sætta mig við það að ég mun aldrei vita svarið. Eins verð ég líklega að sætta mig við það að ég veit ekkert hvenær covid verður búið. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Arna Pálsdóttir Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Það var mikið hlustað á tónlist á mínu heimili þegar ég var að alast upp. Þar á meðal var tónlistarmaðurinn Meat Loaf fyrirferðamikill. Ég hef varla verið byrjuð í grunnskóla þegar ég söng og dansaði m.a. með laginu Paradise by the dashboard light – án þess þó að vita að ég var að syngja og dansa með lagi sem fjallaði um 17 ára unglinga sem voru við það að stunda kynlíf sem kostaði drenginn frelsið um ókomna tíð (þau gengu í hjónaband). Lagið sem fyrirsögnin vísar hins vegar til er fyrir löngu orðið klassík í poppsögunni. Stærsti smellur Meat Loaf og stærsta spurning tónlistarsögunnar. Vel yfir 100 milljón spilanir á Spotify, svipað margar og ég var búin að spila lagið í geislaspilara fyrir árið 1998. Í laginu gefur Meat Loaf sér góðar 12 mínútur til að segja okkur (ítrekað) að hann sé tilbúinn til að gera allt fyrir ástina- allt, nema eitt! Þetta eina er svo látið ósagt. Það eru margar stórar spurningar sem hvíla á mannverunni á meðan hún dvelur í þessari jarðvist. Spurningar sem geyma ekki svör og eru fyrir vikið illviðráðanlegar og erfiðar. Sumar eru flóknar og áleitnar á meðan aðrar eru einfaldari. Spurningar eins og „Er líf eftir dauðann?“, „Er líf á öðrum plánetum?”, „Afhverju myndi einhver setja banana á pizzu?” Og hvað í ósköpunum var þetta eina sem Meat Loaf var ekki tilbúinn að gera fyrir ástina? Reglulega sækja á mig hugsanir um þetta lag. Ekki svo að skilja að þetta sé einhver þráhyggja, en sýnið mér skilning, það eru hátt í 30 ár síðan ég fór að velta þessu fyrir mér. Ég gríp sjálfa mig stundum að því að beina spjótum mínum að konunni í laginu, var hún kannski að biðja um eitthvað vafasamt? En svo legg ég þessar pælingar til hliðar, enda engin leið fyrir mig að komast að niðurstöðu í þessu máli. Á síðasta eina og hálfa árinu hafa fleiri spurningar ratað á listann yfir stóru spurningarnar í lífinu. Sú stærsta er án efa: Hvenær verður covid búið? Spurning sem hefur hvílt á okkur öllum síðustu mánuði. Lengi vel var ekkert svar. Við vorum í miðri orrustu og hvorki sást til austurs né vesturs. En svo fór að birta til. Svarið var handan við hornið: bólusetningar! Þegar fréttir af fjórðu bylgjunni fóru að birtast fyrir nokkrum dögum fór um mig örlítil örvænting. Hvað var að gerast? Vorum við ekki búin að leysa þetta mál með bera handleggi í Laugardalshöllinni fyrr í sumar? Peppið er löngu búið. Sá sem myndi byrja að syngja um það núna að ferðast innanhúss þyrfti frekar að hafa áhyggjur af öryggi sínu en því að einhver tæki undir með honum og stemningin gagnvart þríeykinu minnir nokkuð á sviplegar breytingar á vinsældum útrásarvíkinga á árunum fyrir og eftir hrun. Við höfum öll okkar mörk. Meira að segja Meat Loaf setti ástinni mörk. Spurningin um endalok covid hefur tekið breytingum síðustu vikur og er í dag orðin spurning um hvernig við lifum með covid, í einhverri mynd allavega, frekar en hvernig við lifum án covid. Við erum ekki komin með stjórn á þessum faraldri en við erum búin með margar orustur. Beinum sjónum okkar að því sem við vitum og getum stjórnað. Sýnum umburðarlyndi í garð hvors annars og fyrir ólíkum skoðunum. Enn sem komið er liggur ekki fyrir eitt rétt svar. Kannski hef ég ekki verið sanngjörn við Meat Loaf að einblína svona á þetta eina atriði sem hann var ekki tilbúinn að gera. Ég ætti frekar að horfa til þess sem skiptir máli í laginu þ.e. að hann var tilbúinn að gera allt annað. Ætli ég verði ekki að sætta mig við það að ég mun aldrei vita svarið. Eins verð ég líklega að sætta mig við það að ég veit ekkert hvenær covid verður búið. Höfundur er lögfræðingur.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun