Fjöldi einstaklinga með vissa litakóðun segi ekki alla söguna Eiður Þór Árnason skrifar 27. júlí 2021 14:21 Landspítalinn í Fossvogi. Vísir/Vilhelm Líkt og í gær eru þrír sjúklingar inniliggjandi á Landspítala með Covid-19. Enginn þeirra er á gjörgæslu. Fjórtán starfsmenn spítalans eru nú í einangrun og hefur fækkað um einn frá því í gær. 149 eru í vinnusóttkví og fækkar um 95 en 30 starfsmenn í sóttkví A. 705 einstaklingar eru í eftirliti á Covid-göngudeild Landspítala, þar af 74 börn. Þetta kemur fram í daglegri tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttnefnd Landspítala. Enginn þeirra sem er í eftirliti á Covid-göngudeild er á rauðu en 22 einstaklingar flokkast gulir. Merkir það að þeir séu með mismikil einkenni og líkur taldar vera á frekari veikindum. Þurfa að fara í skimun þegar snúa aftur til stafa Frá og með deginum í dag þarf starfsfólk Landspítala sem snýr aftur til starfa eftir orlof að skila neikvæðu Covid-sýni áður en það mætir til starfa. Starfsmennirnir geta mætt til vinnu áður en niðurstaða fæst úr skimuninni en þarf að fara í svokallað sóttkví C þar til niðurstaða liggur fyrir. Þá hafa reglur um skimun sjúklinga verið uppfærðar og þarf að skima alla sjúklinga sem flytjast frá Landspítala á aðra stofnun eða í þjónustu opinberra aðila óháð bólusetningastöðu. Ekki nóg að horfa bara á fjölda fjölda sjúklinga Í tilkynningu farsóttarnefndar er gert grein fyrir litakóðakerfi göngudeildarinnar sem stjórnast einkum af áhættumati á líðan sjúklinga. „Það að einstaklingur sé á grænu þýðir ekki sjálfkrafa að hann sé einkennalaus heldur getur hann verið með ýmis einkenni en vegna aldurs, fyrra heilsufars, áhættuþátta o.s.frv. getur hann stigast grænn með litla, meðal, eða mikla áhættu á að þróa frekari veikindi.“ Eins geti þeir sem eru gulir verið með mismikil einkenni en eftirlit þeirra stýrist af líkum á frekari veikindum. „Þeir sem eru rauðir eru með mikil einkenni og eru í mestri áhættu að verða alvarlega veikir og þarfnast innlagnar. Þessi aðferð við að flokka sjúklinga og veita þeim eftirlit við hæfi hefur reynst afar vel á göngudeildinni frá byrjun og er t.d. vegvísir um hvenær skal kalla viðkomandi inn til skoðunar og meðferðar í göngudeild og hversu títt þarf að hringja í hann og meta ástandið.“ Að sögn farsóttanefndar gefur það því ekki rétta mynd af ástandinu að horfa einungis á fjölda einstaklinga með ákveðna litakóðun. Fleiri breytur hjálpi til við að skipuleggja eftirlit og forgangsraða með öryggi sjúklinga að leiðarljósi. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 71 greindist smitaður af Covid-19 í gær Í gær greindist 71 innanlands með Covid-19. Þar af voru 53 fullbólusettir og 16 óbólusettir. 46 voru utan sóttkvíar við greiningu. Tveir eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins og hefur fækkað um tvo á milli daga. 26. júlí 2021 10:42 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
149 eru í vinnusóttkví og fækkar um 95 en 30 starfsmenn í sóttkví A. 705 einstaklingar eru í eftirliti á Covid-göngudeild Landspítala, þar af 74 börn. Þetta kemur fram í daglegri tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttnefnd Landspítala. Enginn þeirra sem er í eftirliti á Covid-göngudeild er á rauðu en 22 einstaklingar flokkast gulir. Merkir það að þeir séu með mismikil einkenni og líkur taldar vera á frekari veikindum. Þurfa að fara í skimun þegar snúa aftur til stafa Frá og með deginum í dag þarf starfsfólk Landspítala sem snýr aftur til starfa eftir orlof að skila neikvæðu Covid-sýni áður en það mætir til starfa. Starfsmennirnir geta mætt til vinnu áður en niðurstaða fæst úr skimuninni en þarf að fara í svokallað sóttkví C þar til niðurstaða liggur fyrir. Þá hafa reglur um skimun sjúklinga verið uppfærðar og þarf að skima alla sjúklinga sem flytjast frá Landspítala á aðra stofnun eða í þjónustu opinberra aðila óháð bólusetningastöðu. Ekki nóg að horfa bara á fjölda fjölda sjúklinga Í tilkynningu farsóttarnefndar er gert grein fyrir litakóðakerfi göngudeildarinnar sem stjórnast einkum af áhættumati á líðan sjúklinga. „Það að einstaklingur sé á grænu þýðir ekki sjálfkrafa að hann sé einkennalaus heldur getur hann verið með ýmis einkenni en vegna aldurs, fyrra heilsufars, áhættuþátta o.s.frv. getur hann stigast grænn með litla, meðal, eða mikla áhættu á að þróa frekari veikindi.“ Eins geti þeir sem eru gulir verið með mismikil einkenni en eftirlit þeirra stýrist af líkum á frekari veikindum. „Þeir sem eru rauðir eru með mikil einkenni og eru í mestri áhættu að verða alvarlega veikir og þarfnast innlagnar. Þessi aðferð við að flokka sjúklinga og veita þeim eftirlit við hæfi hefur reynst afar vel á göngudeildinni frá byrjun og er t.d. vegvísir um hvenær skal kalla viðkomandi inn til skoðunar og meðferðar í göngudeild og hversu títt þarf að hringja í hann og meta ástandið.“ Að sögn farsóttanefndar gefur það því ekki rétta mynd af ástandinu að horfa einungis á fjölda einstaklinga með ákveðna litakóðun. Fleiri breytur hjálpi til við að skipuleggja eftirlit og forgangsraða með öryggi sjúklinga að leiðarljósi.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 71 greindist smitaður af Covid-19 í gær Í gær greindist 71 innanlands með Covid-19. Þar af voru 53 fullbólusettir og 16 óbólusettir. 46 voru utan sóttkvíar við greiningu. Tveir eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins og hefur fækkað um tvo á milli daga. 26. júlí 2021 10:42 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
71 greindist smitaður af Covid-19 í gær Í gær greindist 71 innanlands með Covid-19. Þar af voru 53 fullbólusettir og 16 óbólusettir. 46 voru utan sóttkvíar við greiningu. Tveir eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins og hefur fækkað um tvo á milli daga. 26. júlí 2021 10:42