Líkin of hátt uppi til að vera sótt með þyrlum Snorri Másson skrifar 26. júlí 2021 16:13 K2 er annað hæsta fjall í heimi. Mynd/Aðsend Stefnt er að því að sækja það sem talið er vera lík fjallgöngumannsins John Snorra Sigurjónssonar af K2 við fyrsta tækifæri. Hópurinn sem fann líkið var kominn hærra en nokkur annar hópur hafði komist frá því í febrúar, þegar John Snorri og félagar hans misstu samband og voru í kjölfarið taldir af. Nú er talið að þeir hafi fundist í rúmlega 8.000 metra hæð, þar sem oft myndast flöskuháls í fjallinu vegna hættulegrar íshellu. Til þess að hægt sé að flytja lík John Snorra og félaga hans niður kann að reynast nauðsynlegt að þau séu flutt neðar í fjallið af göngumönnum, enda drífa þyrlur pakistanska hersins ekki nógu hátt upp í fjallið. Þremenningarnir Juan Pablo Mohr (t.v.), Ali Sadpara (f.m.) og John Snorri Sigurjónsson (t.h.) fórust á leið upp á topp K2 í febrúar.Vísir Hópur á vegum ferðaskrifstofunnar Lela Peak Expedition fann líkin, eftir að tilraunir sérstaks leitarhóps höfðu ekki borið árangur. Einn eigenda ferðaskrifstofunnar segir í samtali við fréttastofu að pakistanski herinn muni reyna að flytja líkin niður. „Í Íslamabad er nú unnið að því að útvega þyrlur fyrir morgundaginn eða hinn til þess að ná í líkin. Ef klifurmennirnir í fjallinu koma með þá niður í kannski 6.000 eða 6.500 metra hæð getur þyrlan farið þangað og sótt líkin,“ segir Anwar Syed, einn eigenda ferðaskrifstofunnar, í samtali við fréttastofu. John Snorri var í fylgd með tveimur vinum sínum, pakistönsku feðgunum Ali Sadpara og Sajid Ali Sadpara. Juan Pablo Mohr frá Chile slóst í hópinn á ákveðnum tímapunkti. Sajid hélt aftur niður vegna bilunar í búnaði í um 8.200 metra hæð en þeir sem eftir urðu uppi í fjallinu létust. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í kvöld. John Snorri á K2 Pakistan Tengdar fréttir Hafa fundið þriðja líkið á K2 Hópur göngumanna, sem staddur er á K2, hefur fundið þriðja líkið fyrir ofan fjórðu búðir K2 í dag. Samkvæmt frétt Explorers Web eru líkin af John Snorra Sigurjónssyni, Juan Pablo Mohr og Ali Sadpar sem fórust á K2 í febrúar. 26. júlí 2021 14:24 Telja sig hafa fundið lík Johns Snorra og Sadpara á K2 Tvö lík hafa fundist fyrir ofan fjórðu búðirnar á K2, á þeim slóðum sem John Snorri Sigurjónsson og samferðamenn hans týndust í febrúar síðastliðnum. Staðfest hefur verið að annað líkanna er af Ali Sadpara, samferðamanni Johns Snorra. 26. júlí 2021 12:56 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira
Nú er talið að þeir hafi fundist í rúmlega 8.000 metra hæð, þar sem oft myndast flöskuháls í fjallinu vegna hættulegrar íshellu. Til þess að hægt sé að flytja lík John Snorra og félaga hans niður kann að reynast nauðsynlegt að þau séu flutt neðar í fjallið af göngumönnum, enda drífa þyrlur pakistanska hersins ekki nógu hátt upp í fjallið. Þremenningarnir Juan Pablo Mohr (t.v.), Ali Sadpara (f.m.) og John Snorri Sigurjónsson (t.h.) fórust á leið upp á topp K2 í febrúar.Vísir Hópur á vegum ferðaskrifstofunnar Lela Peak Expedition fann líkin, eftir að tilraunir sérstaks leitarhóps höfðu ekki borið árangur. Einn eigenda ferðaskrifstofunnar segir í samtali við fréttastofu að pakistanski herinn muni reyna að flytja líkin niður. „Í Íslamabad er nú unnið að því að útvega þyrlur fyrir morgundaginn eða hinn til þess að ná í líkin. Ef klifurmennirnir í fjallinu koma með þá niður í kannski 6.000 eða 6.500 metra hæð getur þyrlan farið þangað og sótt líkin,“ segir Anwar Syed, einn eigenda ferðaskrifstofunnar, í samtali við fréttastofu. John Snorri var í fylgd með tveimur vinum sínum, pakistönsku feðgunum Ali Sadpara og Sajid Ali Sadpara. Juan Pablo Mohr frá Chile slóst í hópinn á ákveðnum tímapunkti. Sajid hélt aftur niður vegna bilunar í búnaði í um 8.200 metra hæð en þeir sem eftir urðu uppi í fjallinu létust. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í kvöld.
John Snorri á K2 Pakistan Tengdar fréttir Hafa fundið þriðja líkið á K2 Hópur göngumanna, sem staddur er á K2, hefur fundið þriðja líkið fyrir ofan fjórðu búðir K2 í dag. Samkvæmt frétt Explorers Web eru líkin af John Snorra Sigurjónssyni, Juan Pablo Mohr og Ali Sadpar sem fórust á K2 í febrúar. 26. júlí 2021 14:24 Telja sig hafa fundið lík Johns Snorra og Sadpara á K2 Tvö lík hafa fundist fyrir ofan fjórðu búðirnar á K2, á þeim slóðum sem John Snorri Sigurjónsson og samferðamenn hans týndust í febrúar síðastliðnum. Staðfest hefur verið að annað líkanna er af Ali Sadpara, samferðamanni Johns Snorra. 26. júlí 2021 12:56 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira
Hafa fundið þriðja líkið á K2 Hópur göngumanna, sem staddur er á K2, hefur fundið þriðja líkið fyrir ofan fjórðu búðir K2 í dag. Samkvæmt frétt Explorers Web eru líkin af John Snorra Sigurjónssyni, Juan Pablo Mohr og Ali Sadpar sem fórust á K2 í febrúar. 26. júlí 2021 14:24
Telja sig hafa fundið lík Johns Snorra og Sadpara á K2 Tvö lík hafa fundist fyrir ofan fjórðu búðirnar á K2, á þeim slóðum sem John Snorri Sigurjónsson og samferðamenn hans týndust í febrúar síðastliðnum. Staðfest hefur verið að annað líkanna er af Ali Sadpara, samferðamanni Johns Snorra. 26. júlí 2021 12:56