Líkin of hátt uppi til að vera sótt með þyrlum Snorri Másson skrifar 26. júlí 2021 16:13 K2 er annað hæsta fjall í heimi. Mynd/Aðsend Stefnt er að því að sækja það sem talið er vera lík fjallgöngumannsins John Snorra Sigurjónssonar af K2 við fyrsta tækifæri. Hópurinn sem fann líkið var kominn hærra en nokkur annar hópur hafði komist frá því í febrúar, þegar John Snorri og félagar hans misstu samband og voru í kjölfarið taldir af. Nú er talið að þeir hafi fundist í rúmlega 8.000 metra hæð, þar sem oft myndast flöskuháls í fjallinu vegna hættulegrar íshellu. Til þess að hægt sé að flytja lík John Snorra og félaga hans niður kann að reynast nauðsynlegt að þau séu flutt neðar í fjallið af göngumönnum, enda drífa þyrlur pakistanska hersins ekki nógu hátt upp í fjallið. Þremenningarnir Juan Pablo Mohr (t.v.), Ali Sadpara (f.m.) og John Snorri Sigurjónsson (t.h.) fórust á leið upp á topp K2 í febrúar.Vísir Hópur á vegum ferðaskrifstofunnar Lela Peak Expedition fann líkin, eftir að tilraunir sérstaks leitarhóps höfðu ekki borið árangur. Einn eigenda ferðaskrifstofunnar segir í samtali við fréttastofu að pakistanski herinn muni reyna að flytja líkin niður. „Í Íslamabad er nú unnið að því að útvega þyrlur fyrir morgundaginn eða hinn til þess að ná í líkin. Ef klifurmennirnir í fjallinu koma með þá niður í kannski 6.000 eða 6.500 metra hæð getur þyrlan farið þangað og sótt líkin,“ segir Anwar Syed, einn eigenda ferðaskrifstofunnar, í samtali við fréttastofu. John Snorri var í fylgd með tveimur vinum sínum, pakistönsku feðgunum Ali Sadpara og Sajid Ali Sadpara. Juan Pablo Mohr frá Chile slóst í hópinn á ákveðnum tímapunkti. Sajid hélt aftur niður vegna bilunar í búnaði í um 8.200 metra hæð en þeir sem eftir urðu uppi í fjallinu létust. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í kvöld. John Snorri á K2 Pakistan Tengdar fréttir Hafa fundið þriðja líkið á K2 Hópur göngumanna, sem staddur er á K2, hefur fundið þriðja líkið fyrir ofan fjórðu búðir K2 í dag. Samkvæmt frétt Explorers Web eru líkin af John Snorra Sigurjónssyni, Juan Pablo Mohr og Ali Sadpar sem fórust á K2 í febrúar. 26. júlí 2021 14:24 Telja sig hafa fundið lík Johns Snorra og Sadpara á K2 Tvö lík hafa fundist fyrir ofan fjórðu búðirnar á K2, á þeim slóðum sem John Snorri Sigurjónsson og samferðamenn hans týndust í febrúar síðastliðnum. Staðfest hefur verið að annað líkanna er af Ali Sadpara, samferðamanni Johns Snorra. 26. júlí 2021 12:56 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Nú er talið að þeir hafi fundist í rúmlega 8.000 metra hæð, þar sem oft myndast flöskuháls í fjallinu vegna hættulegrar íshellu. Til þess að hægt sé að flytja lík John Snorra og félaga hans niður kann að reynast nauðsynlegt að þau séu flutt neðar í fjallið af göngumönnum, enda drífa þyrlur pakistanska hersins ekki nógu hátt upp í fjallið. Þremenningarnir Juan Pablo Mohr (t.v.), Ali Sadpara (f.m.) og John Snorri Sigurjónsson (t.h.) fórust á leið upp á topp K2 í febrúar.Vísir Hópur á vegum ferðaskrifstofunnar Lela Peak Expedition fann líkin, eftir að tilraunir sérstaks leitarhóps höfðu ekki borið árangur. Einn eigenda ferðaskrifstofunnar segir í samtali við fréttastofu að pakistanski herinn muni reyna að flytja líkin niður. „Í Íslamabad er nú unnið að því að útvega þyrlur fyrir morgundaginn eða hinn til þess að ná í líkin. Ef klifurmennirnir í fjallinu koma með þá niður í kannski 6.000 eða 6.500 metra hæð getur þyrlan farið þangað og sótt líkin,“ segir Anwar Syed, einn eigenda ferðaskrifstofunnar, í samtali við fréttastofu. John Snorri var í fylgd með tveimur vinum sínum, pakistönsku feðgunum Ali Sadpara og Sajid Ali Sadpara. Juan Pablo Mohr frá Chile slóst í hópinn á ákveðnum tímapunkti. Sajid hélt aftur niður vegna bilunar í búnaði í um 8.200 metra hæð en þeir sem eftir urðu uppi í fjallinu létust. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í kvöld.
John Snorri á K2 Pakistan Tengdar fréttir Hafa fundið þriðja líkið á K2 Hópur göngumanna, sem staddur er á K2, hefur fundið þriðja líkið fyrir ofan fjórðu búðir K2 í dag. Samkvæmt frétt Explorers Web eru líkin af John Snorra Sigurjónssyni, Juan Pablo Mohr og Ali Sadpar sem fórust á K2 í febrúar. 26. júlí 2021 14:24 Telja sig hafa fundið lík Johns Snorra og Sadpara á K2 Tvö lík hafa fundist fyrir ofan fjórðu búðirnar á K2, á þeim slóðum sem John Snorri Sigurjónsson og samferðamenn hans týndust í febrúar síðastliðnum. Staðfest hefur verið að annað líkanna er af Ali Sadpara, samferðamanni Johns Snorra. 26. júlí 2021 12:56 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Hafa fundið þriðja líkið á K2 Hópur göngumanna, sem staddur er á K2, hefur fundið þriðja líkið fyrir ofan fjórðu búðir K2 í dag. Samkvæmt frétt Explorers Web eru líkin af John Snorra Sigurjónssyni, Juan Pablo Mohr og Ali Sadpar sem fórust á K2 í febrúar. 26. júlí 2021 14:24
Telja sig hafa fundið lík Johns Snorra og Sadpara á K2 Tvö lík hafa fundist fyrir ofan fjórðu búðirnar á K2, á þeim slóðum sem John Snorri Sigurjónsson og samferðamenn hans týndust í febrúar síðastliðnum. Staðfest hefur verið að annað líkanna er af Ali Sadpara, samferðamanni Johns Snorra. 26. júlí 2021 12:56