Tónlistarmyndbandið sé stutt teiknimynd Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 26. júlí 2021 14:06 Kristberg Gunnarsson er lagasmiðurinn en Björn Heimir Önundarson kvikarinn í nýju tónlistarmyndbandi. Síðastliðinn föstudag kom út lagið Sunrise með Kristberg Gunnarssyni. Tónlistarmyndband kvikað af Birni Heimi Önundarsyni fylgdi með, en að baki myndbandinu lá gríðarleg vinna því að hver og einn rammi myndbandsins var handteiknaður á blað. Samkvæmt Birni hefur hann setið sveittur við teikniborðið síðasta hálfa árið með Kristberg lítandi yfir öxl hans að spekúlera og vega og meta. „Myndbandið má jafnvel flokkast sem stuttmynd þar sem það hefur söguþráð sem gæti staðið sjálfstæður,“ segir Björn. Hann segir ekki vera mikið um slíka teiknimyndagerð á Íslandi þó það sé eitthvað um það. „Líklega vegna hversu tímafrekt og kostnaðarsamt það er.“ Lagið er fyrsta smáskífan af plötu sem er í vinnslu og er að vænta á næstu misserum. „Ég tók lagið upp í stofunni heima hjá foreldrum mínum í Vestmannaeyjum í fyrrasumar,“ segir Kristberg. Hann spilar á öll hljóðfærin og syngur en fékk vin sinn Hannes Már Hávarðarson til þess að taka upp og mixa. Í músíkinni má gæta mikilla áhrifa frá sveitum á borð við Khruangbin og öðrum gráum köttum á kaffihúsalagalistum miðborgarinnar. Stimamjúkt og silkislakt lufsurokk, auðmelt og nostrar beinlínis við heyrnarfærin. Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Samkvæmt Birni hefur hann setið sveittur við teikniborðið síðasta hálfa árið með Kristberg lítandi yfir öxl hans að spekúlera og vega og meta. „Myndbandið má jafnvel flokkast sem stuttmynd þar sem það hefur söguþráð sem gæti staðið sjálfstæður,“ segir Björn. Hann segir ekki vera mikið um slíka teiknimyndagerð á Íslandi þó það sé eitthvað um það. „Líklega vegna hversu tímafrekt og kostnaðarsamt það er.“ Lagið er fyrsta smáskífan af plötu sem er í vinnslu og er að vænta á næstu misserum. „Ég tók lagið upp í stofunni heima hjá foreldrum mínum í Vestmannaeyjum í fyrrasumar,“ segir Kristberg. Hann spilar á öll hljóðfærin og syngur en fékk vin sinn Hannes Már Hávarðarson til þess að taka upp og mixa. Í músíkinni má gæta mikilla áhrifa frá sveitum á borð við Khruangbin og öðrum gráum köttum á kaffihúsalagalistum miðborgarinnar. Stimamjúkt og silkislakt lufsurokk, auðmelt og nostrar beinlínis við heyrnarfærin.
Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira