Keppti á sínum fyrstu Ólympíuleikum fimm árum áður en Simone Biles fæddist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2021 16:31 Oksana Chusovitina þakkaði fyrir sig með tárin í augunum. AP/Ashley Landis Fimleikakonan Oksana Chusovitina kvaddi í gær eftir að hafa lokið keppni á sínum áttundu Ólympíuleikum. Hún ætlar nú að einbeita sér að því að vera eiginkona og mamma. Hin 46 ára gamla Chusovitina keppti í stökki í undankeppni fimleikakeppni Ólympíuleikanna í Tókýó en komst ekki í úrslitin. Hennar fyrstu Ólympíuleikar voru í Barcelona 1992, fimm árum en Simone Biles fæddist. Chusovitina var þá í gullliði Samveldisins sem var skipað íþróttakonum frá fyrrum Sovétríkjunum. Standing ovation and not a dry eye in the house for the #ArtisticGymnastics legend Oksana Chusovitina as she takes her final @Olympics bow. The 46-year-old today became an 8 -time Olympian, competing on Vault for the last time at @Tokyo2020 #Tokyo2020 #Olympics pic.twitter.com/fjm3QNiK21— FIG (@gymnastics) July 25, 2021 Hún hefur síðan keppt fyrir bæði Úsbekistan og Þýskaland. Hún vann silfurverðlaun í stökki á leikunum í Peking 2008 þegar hún keppti fyrir Þýskaland. Alls hefur Oksana unnið ellefu verðlaun á heimsmeistaramótum og það eru fimm æfingar sem eru kenndar við hana. Langlífu Oksana í fremstu röð þykir sérstaklega merkilegur þar sem hún keppir í fimleikum þar sem keppendur þykja gamlir fljótlega eftir að þeir hafa haldið upp á tvítugsafmælið sitt. 1992 Barcelona 1996 Atlanta 2000 Sydney 2004 Athens 2008 Beijing 2012 London 2016 Rio de Janeiro 2020 TokyoOksana Chusovitina, put your feet up. You've earned it! #bbcolympics #tokyo2020— BBC Sport (@BBCSport) July 25, 2021 Oksana var tekin inn í heiðurshöll Alþjóðafimleikasambandsins árið 2017. Hún ætlaði fyrst að hætta eftir Ólympíuleikana í London 2012 en hætti við að hætta. Nú segist hún hins vegar vera ákveðin að hætta. „Sonur minn er 22 ára gamall og ég vil eyða tíma með honum. Ég vil vera eiginkona og móðir,“ sagði Oksana Chusovitina í samtali við Guardian. Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Úsbekistan Þýskaland Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Þriðja meðgangan á fimm árum skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Þriðja meðgangan á fimm árum skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sjá meira
Hin 46 ára gamla Chusovitina keppti í stökki í undankeppni fimleikakeppni Ólympíuleikanna í Tókýó en komst ekki í úrslitin. Hennar fyrstu Ólympíuleikar voru í Barcelona 1992, fimm árum en Simone Biles fæddist. Chusovitina var þá í gullliði Samveldisins sem var skipað íþróttakonum frá fyrrum Sovétríkjunum. Standing ovation and not a dry eye in the house for the #ArtisticGymnastics legend Oksana Chusovitina as she takes her final @Olympics bow. The 46-year-old today became an 8 -time Olympian, competing on Vault for the last time at @Tokyo2020 #Tokyo2020 #Olympics pic.twitter.com/fjm3QNiK21— FIG (@gymnastics) July 25, 2021 Hún hefur síðan keppt fyrir bæði Úsbekistan og Þýskaland. Hún vann silfurverðlaun í stökki á leikunum í Peking 2008 þegar hún keppti fyrir Þýskaland. Alls hefur Oksana unnið ellefu verðlaun á heimsmeistaramótum og það eru fimm æfingar sem eru kenndar við hana. Langlífu Oksana í fremstu röð þykir sérstaklega merkilegur þar sem hún keppir í fimleikum þar sem keppendur þykja gamlir fljótlega eftir að þeir hafa haldið upp á tvítugsafmælið sitt. 1992 Barcelona 1996 Atlanta 2000 Sydney 2004 Athens 2008 Beijing 2012 London 2016 Rio de Janeiro 2020 TokyoOksana Chusovitina, put your feet up. You've earned it! #bbcolympics #tokyo2020— BBC Sport (@BBCSport) July 25, 2021 Oksana var tekin inn í heiðurshöll Alþjóðafimleikasambandsins árið 2017. Hún ætlaði fyrst að hætta eftir Ólympíuleikana í London 2012 en hætti við að hætta. Nú segist hún hins vegar vera ákveðin að hætta. „Sonur minn er 22 ára gamall og ég vil eyða tíma með honum. Ég vil vera eiginkona og móðir,“ sagði Oksana Chusovitina í samtali við Guardian.
Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Úsbekistan Þýskaland Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Þriðja meðgangan á fimm árum skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Þriðja meðgangan á fimm árum skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sjá meira