Már Kristjánsson yfirlæknir greindi frá þessu í kvöldfréttum RÚV en hann vildi að öðru leyti lítið tjá sig um hinar mögulegu endursýkingar. Már segir eina mestu ógnina núna vera veikindi og sýkingar innan stórra hópa í stofnunum og fyrirtækjum sem geti sett starfsemi þeirra í uppnám.
Þá sé ógnvekjandi að dæmi séu um að einstaklingar með krabbamein í blóðlíffærum hafi átt í vandræðum með að komast yfir Covid-19 sýkingar.