Íhugar að setja á laggirnar sóttvarnastofnun Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 25. júlí 2021 14:57 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir tímabært að veita heilbrigðiskerfinu varanlega styrkingu. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir tímabært að horfast í augu við það að kórónuveiran verði hluti af okkar tilveru til lengri tíma. Því þarfnist heilbrigðiskerfi landsins varanlegrar styrkingar og að til greina komi að setja á laggirnar sérstaka sóttvarnastofnun. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lýsti því í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að þjóðin væri nú að stíga inn í nýjan kafla. Hingað til hefði öll vinna í kringum heimsfaraldurinn hér á landi miðast að því að um átaksverkefni væri að ræða og það hafi bitnað verulega á heilbrigðiskerfinu. „Við töluðum fyrst um að þetta væru einhverjar vikur, einhverjir mánuðir. Kerfið á Íslandi er á heimsvísu og starfsfólkið okkar er rosalega vel menntað, en það breytir því ekki að það er allt mjög þunnt smurt.“ Hún segir að gengið hafi verið afar nærri heilbrigðisstarfsfólki, sama hvort um sé að ræða heilsugæsluna, sýnatöku, greiningu eða Covid-göngudeild. Nú sé tímabært að horfast í augu við það að kórónuveiran verði hluti af okkar kerfi til lengri tíma. „Þannig við þurfum að segja við okkur sjálf „Þurfum við ekki varanlega styrkingu við heilbrigðiskerfið okkar?“ og mögulega setja á laggirnar einhvers konar sóttvarnastofnun. Það sem byrjar að vera aukaverkefni sóttvarnalæknis verður hans aðalverkefni og langt umfram það sem telst eðlilegt að leggja á einn mann og hans nánasta samstarfsfólk í eitt og hálft ár.“ Næstu vikur leiði framhaldið í ljós Svandís segir óljóst hvaða aðgerða verði gripið til að þessum loknum, en þær muni byggja á þeim niðurstöðum sem við sjáum eftir tvær vikur. „Fyrri bylgjur sýna okkur að smitbylgjan rís og tveimur vikum síðar rís innlagnabylgjan, en það er í óbólusettu samfélagi. Nú erum við í bólusettu samfélagi og þá er það í raun og veru okkar verkefni að sjá hvað verður um þessi smit og þessa hópa sem smitast. Verða alvarleg veikindi?“ Hún segir þó að á meðan sú óvissa ríki séu aðgerðir, eins og þær sem gripið var til, nauðsynlegar. „Við getum ekki bara beðið og séð til þangað til. Það gæti orðið mjög stór faraldur, fleiri en þúsund manns og einhverjir tugir eða hundruðir alvarlegra veikinda.“ Svandís telur það vera styrk íslensku þjóðarinnar hve mikil samstaða hefur ríkt í gegnum faraldurinn bæði í stjórnmálum og í samfélaginu sjálfu, en telur þó að þar geti komandi kosningar farið að hafa áhrif. „Ég held það muni reyna töluvert á pólitíkina núna á næstu vikum og mánuðum að falla ekki í þá freistni að láta sóttvarnir verða að einhvers konar pólitísku bitbeini.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Svandísi í heild sinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lýsti því í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að þjóðin væri nú að stíga inn í nýjan kafla. Hingað til hefði öll vinna í kringum heimsfaraldurinn hér á landi miðast að því að um átaksverkefni væri að ræða og það hafi bitnað verulega á heilbrigðiskerfinu. „Við töluðum fyrst um að þetta væru einhverjar vikur, einhverjir mánuðir. Kerfið á Íslandi er á heimsvísu og starfsfólkið okkar er rosalega vel menntað, en það breytir því ekki að það er allt mjög þunnt smurt.“ Hún segir að gengið hafi verið afar nærri heilbrigðisstarfsfólki, sama hvort um sé að ræða heilsugæsluna, sýnatöku, greiningu eða Covid-göngudeild. Nú sé tímabært að horfast í augu við það að kórónuveiran verði hluti af okkar kerfi til lengri tíma. „Þannig við þurfum að segja við okkur sjálf „Þurfum við ekki varanlega styrkingu við heilbrigðiskerfið okkar?“ og mögulega setja á laggirnar einhvers konar sóttvarnastofnun. Það sem byrjar að vera aukaverkefni sóttvarnalæknis verður hans aðalverkefni og langt umfram það sem telst eðlilegt að leggja á einn mann og hans nánasta samstarfsfólk í eitt og hálft ár.“ Næstu vikur leiði framhaldið í ljós Svandís segir óljóst hvaða aðgerða verði gripið til að þessum loknum, en þær muni byggja á þeim niðurstöðum sem við sjáum eftir tvær vikur. „Fyrri bylgjur sýna okkur að smitbylgjan rís og tveimur vikum síðar rís innlagnabylgjan, en það er í óbólusettu samfélagi. Nú erum við í bólusettu samfélagi og þá er það í raun og veru okkar verkefni að sjá hvað verður um þessi smit og þessa hópa sem smitast. Verða alvarleg veikindi?“ Hún segir þó að á meðan sú óvissa ríki séu aðgerðir, eins og þær sem gripið var til, nauðsynlegar. „Við getum ekki bara beðið og séð til þangað til. Það gæti orðið mjög stór faraldur, fleiri en þúsund manns og einhverjir tugir eða hundruðir alvarlegra veikinda.“ Svandís telur það vera styrk íslensku þjóðarinnar hve mikil samstaða hefur ríkt í gegnum faraldurinn bæði í stjórnmálum og í samfélaginu sjálfu, en telur þó að þar geti komandi kosningar farið að hafa áhrif. „Ég held það muni reyna töluvert á pólitíkina núna á næstu vikum og mánuðum að falla ekki í þá freistni að láta sóttvarnir verða að einhvers konar pólitísku bitbeini.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Svandísi í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?