Íhugar að setja á laggirnar sóttvarnastofnun Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 25. júlí 2021 14:57 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir tímabært að veita heilbrigðiskerfinu varanlega styrkingu. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir tímabært að horfast í augu við það að kórónuveiran verði hluti af okkar tilveru til lengri tíma. Því þarfnist heilbrigðiskerfi landsins varanlegrar styrkingar og að til greina komi að setja á laggirnar sérstaka sóttvarnastofnun. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lýsti því í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að þjóðin væri nú að stíga inn í nýjan kafla. Hingað til hefði öll vinna í kringum heimsfaraldurinn hér á landi miðast að því að um átaksverkefni væri að ræða og það hafi bitnað verulega á heilbrigðiskerfinu. „Við töluðum fyrst um að þetta væru einhverjar vikur, einhverjir mánuðir. Kerfið á Íslandi er á heimsvísu og starfsfólkið okkar er rosalega vel menntað, en það breytir því ekki að það er allt mjög þunnt smurt.“ Hún segir að gengið hafi verið afar nærri heilbrigðisstarfsfólki, sama hvort um sé að ræða heilsugæsluna, sýnatöku, greiningu eða Covid-göngudeild. Nú sé tímabært að horfast í augu við það að kórónuveiran verði hluti af okkar kerfi til lengri tíma. „Þannig við þurfum að segja við okkur sjálf „Þurfum við ekki varanlega styrkingu við heilbrigðiskerfið okkar?“ og mögulega setja á laggirnar einhvers konar sóttvarnastofnun. Það sem byrjar að vera aukaverkefni sóttvarnalæknis verður hans aðalverkefni og langt umfram það sem telst eðlilegt að leggja á einn mann og hans nánasta samstarfsfólk í eitt og hálft ár.“ Næstu vikur leiði framhaldið í ljós Svandís segir óljóst hvaða aðgerða verði gripið til að þessum loknum, en þær muni byggja á þeim niðurstöðum sem við sjáum eftir tvær vikur. „Fyrri bylgjur sýna okkur að smitbylgjan rís og tveimur vikum síðar rís innlagnabylgjan, en það er í óbólusettu samfélagi. Nú erum við í bólusettu samfélagi og þá er það í raun og veru okkar verkefni að sjá hvað verður um þessi smit og þessa hópa sem smitast. Verða alvarleg veikindi?“ Hún segir þó að á meðan sú óvissa ríki séu aðgerðir, eins og þær sem gripið var til, nauðsynlegar. „Við getum ekki bara beðið og séð til þangað til. Það gæti orðið mjög stór faraldur, fleiri en þúsund manns og einhverjir tugir eða hundruðir alvarlegra veikinda.“ Svandís telur það vera styrk íslensku þjóðarinnar hve mikil samstaða hefur ríkt í gegnum faraldurinn bæði í stjórnmálum og í samfélaginu sjálfu, en telur þó að þar geti komandi kosningar farið að hafa áhrif. „Ég held það muni reyna töluvert á pólitíkina núna á næstu vikum og mánuðum að falla ekki í þá freistni að láta sóttvarnir verða að einhvers konar pólitísku bitbeini.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Svandísi í heild sinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lýsti því í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að þjóðin væri nú að stíga inn í nýjan kafla. Hingað til hefði öll vinna í kringum heimsfaraldurinn hér á landi miðast að því að um átaksverkefni væri að ræða og það hafi bitnað verulega á heilbrigðiskerfinu. „Við töluðum fyrst um að þetta væru einhverjar vikur, einhverjir mánuðir. Kerfið á Íslandi er á heimsvísu og starfsfólkið okkar er rosalega vel menntað, en það breytir því ekki að það er allt mjög þunnt smurt.“ Hún segir að gengið hafi verið afar nærri heilbrigðisstarfsfólki, sama hvort um sé að ræða heilsugæsluna, sýnatöku, greiningu eða Covid-göngudeild. Nú sé tímabært að horfast í augu við það að kórónuveiran verði hluti af okkar kerfi til lengri tíma. „Þannig við þurfum að segja við okkur sjálf „Þurfum við ekki varanlega styrkingu við heilbrigðiskerfið okkar?“ og mögulega setja á laggirnar einhvers konar sóttvarnastofnun. Það sem byrjar að vera aukaverkefni sóttvarnalæknis verður hans aðalverkefni og langt umfram það sem telst eðlilegt að leggja á einn mann og hans nánasta samstarfsfólk í eitt og hálft ár.“ Næstu vikur leiði framhaldið í ljós Svandís segir óljóst hvaða aðgerða verði gripið til að þessum loknum, en þær muni byggja á þeim niðurstöðum sem við sjáum eftir tvær vikur. „Fyrri bylgjur sýna okkur að smitbylgjan rís og tveimur vikum síðar rís innlagnabylgjan, en það er í óbólusettu samfélagi. Nú erum við í bólusettu samfélagi og þá er það í raun og veru okkar verkefni að sjá hvað verður um þessi smit og þessa hópa sem smitast. Verða alvarleg veikindi?“ Hún segir þó að á meðan sú óvissa ríki séu aðgerðir, eins og þær sem gripið var til, nauðsynlegar. „Við getum ekki bara beðið og séð til þangað til. Það gæti orðið mjög stór faraldur, fleiri en þúsund manns og einhverjir tugir eða hundruðir alvarlegra veikinda.“ Svandís telur það vera styrk íslensku þjóðarinnar hve mikil samstaða hefur ríkt í gegnum faraldurinn bæði í stjórnmálum og í samfélaginu sjálfu, en telur þó að þar geti komandi kosningar farið að hafa áhrif. „Ég held það muni reyna töluvert á pólitíkina núna á næstu vikum og mánuðum að falla ekki í þá freistni að láta sóttvarnir verða að einhvers konar pólitísku bitbeini.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Svandísi í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira