Danir settu markamet gegn lærisveinum Dags Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2021 14:00 Dagur Sigurðsson hafði fá svör á hliðarlínunni eftir afleita byrjun Japans í dag. Dean Mouhtaropoulos/Getty Images Heimamenn í Japan, undir stjórn Dags Sigurðssonar, biðu afhroð í fyrsta leik sínum í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Danmörk vann 47-30 sigur á þeim japönsku. Dagur Sigurðsson mætti með sína menn til leiks á Ólympíuleikana í dag, en á síðustu leikum árið 2016 í Ríó de Janeiró, hlaut hann brons sem þjálfari Þjóðverja. Dagur var sérstaklega ráðinn af japanska handknattleikssambandinu árið 2017 til að byggja upp samkeppnishæft lið fyrir Ólympíuleika þeirra japönsku á heimavelli. Fyrsta verkefnið var ærið. Ríkjandi heims- og Ólympíumeistarar Dana biðu Japana. Einhverjar taugar virðast hafa verið á meðal japönsku leikmannana þar sem þeir mættu varla til leiks. Danir nýttu sér það til fulls og sá Dagur ástæðu til að taka leikhlé eftir aðeins fimm mínútna leik þegar Danir höfðu skorað fyrstu fimm mörk leiksins. Ekki skánaði það fyrir þá japönsku eftir það. Danir náðu mest 13 marka forskoti í fyrri hálfleiknum, 19-6, en munurinn í hléi var ellefu mörk þar sem Danir skoruðu heil 25 mörk í fyrri hálfleik, gegn 14 mörkum Japans. Japan skoraði tvö fyrstu mörk síðari hálfleiks til að minnka muninn í níu mörk en komust ekki nær en það. Varnarleikur þeirra japönsku batnaði ekki sem skildi eftir hléið, þó sóknarleikurinn væri beittari, og lauk leiknum með ótrúlegum lokatölum, 47-30 fyrir Dani. Aldrei hafa eins mörg mörk verið skoruð af einu liði í leik á Ólympíuleikunum. Fyrra meti deildu Frakkar sem unnu Breta 44-15 í Lundúnum 2012 og Svíar sem unnu Ástrali 44-23 í Sydney 2000. Jacob Holm var markahæstur Dana með níu mörk en línumaðurinn Magnus Saugstrup skoraði átta. Hjá Japan var hægri hornamaðurinn Hiroki Motoki markahæstur með átta mörk. Allir leikmenn Dana, að undanskildum markverðinum Niklas Landin og miðjumanninum Morten Olsen, komust á blað. Most goals by a team in a single match all-time at an Olympics before today: France 44-15 Great Britain (Olympics 2012) and Sweden 44-23 Australia (Olympics 2000)The new record: Denmark 47(!)-30 Japan#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) July 24, 2021 Danmörk er þá á toppi B-riðils eftir eina umferð. Egyptaland kemur þar á eftir í kjölfar 37-31 sigurs á Portúgal og Svíþjóð vann þá nauman eins marks sigur á strákum Arons Kristjánssonar í Barein. Danir mæta Egyptum í næsta leik á mánudag en Japan mætir Svíþjóð. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Handbolti Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Sjá meira
Dagur Sigurðsson mætti með sína menn til leiks á Ólympíuleikana í dag, en á síðustu leikum árið 2016 í Ríó de Janeiró, hlaut hann brons sem þjálfari Þjóðverja. Dagur var sérstaklega ráðinn af japanska handknattleikssambandinu árið 2017 til að byggja upp samkeppnishæft lið fyrir Ólympíuleika þeirra japönsku á heimavelli. Fyrsta verkefnið var ærið. Ríkjandi heims- og Ólympíumeistarar Dana biðu Japana. Einhverjar taugar virðast hafa verið á meðal japönsku leikmannana þar sem þeir mættu varla til leiks. Danir nýttu sér það til fulls og sá Dagur ástæðu til að taka leikhlé eftir aðeins fimm mínútna leik þegar Danir höfðu skorað fyrstu fimm mörk leiksins. Ekki skánaði það fyrir þá japönsku eftir það. Danir náðu mest 13 marka forskoti í fyrri hálfleiknum, 19-6, en munurinn í hléi var ellefu mörk þar sem Danir skoruðu heil 25 mörk í fyrri hálfleik, gegn 14 mörkum Japans. Japan skoraði tvö fyrstu mörk síðari hálfleiks til að minnka muninn í níu mörk en komust ekki nær en það. Varnarleikur þeirra japönsku batnaði ekki sem skildi eftir hléið, þó sóknarleikurinn væri beittari, og lauk leiknum með ótrúlegum lokatölum, 47-30 fyrir Dani. Aldrei hafa eins mörg mörk verið skoruð af einu liði í leik á Ólympíuleikunum. Fyrra meti deildu Frakkar sem unnu Breta 44-15 í Lundúnum 2012 og Svíar sem unnu Ástrali 44-23 í Sydney 2000. Jacob Holm var markahæstur Dana með níu mörk en línumaðurinn Magnus Saugstrup skoraði átta. Hjá Japan var hægri hornamaðurinn Hiroki Motoki markahæstur með átta mörk. Allir leikmenn Dana, að undanskildum markverðinum Niklas Landin og miðjumanninum Morten Olsen, komust á blað. Most goals by a team in a single match all-time at an Olympics before today: France 44-15 Great Britain (Olympics 2012) and Sweden 44-23 Australia (Olympics 2000)The new record: Denmark 47(!)-30 Japan#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) July 24, 2021 Danmörk er þá á toppi B-riðils eftir eina umferð. Egyptaland kemur þar á eftir í kjölfar 37-31 sigurs á Portúgal og Svíþjóð vann þá nauman eins marks sigur á strákum Arons Kristjánssonar í Barein. Danir mæta Egyptum í næsta leik á mánudag en Japan mætir Svíþjóð.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Handbolti Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Sjá meira