Ben & Jerry's hættir sölu á landtökusvæðum Ísraela Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 24. júlí 2021 13:41 Ísframleiðandinn Ben & Jerry's hefur tilkynnt að hann ætli að hætta allri sölu á ís á landtökusvæðum Ísraela. Getty/Robert Alexander Ísframleiðandinn Ben & Jerry's hyggst hætta sölu á landtökusvæðum Ísraela á Vesturbakkanum og í austurhluta Jerúsalem. Forsætisráðherra Ísraels segist ætla bregðast við sölubanninu með hörðum aðgerðum. Ísframleiðandinn sendi frá sér tilkynningu fyrr í vikunni þar sem hann telur sölu á svæðinu ekki samræmast þeim gildum sem fyrirtækið stendur fyrir. Aðdáendur Ben & Jerry's eru sagðir hafa bent á að samkvæmt alþjóðalögum væru viðskiptin á svæðinu ólögleg, þar sem þau eru ekki í samræmi við frjálslynda ímynd fyrirtækisins. Árið 2015 sagðist fyrirtækið vera meðvitað um það hversu flókinn markaðurinn á þessu svæði gæti verið, en taldi viðveru sína þar geta haft jákvæð áhrif. Nú virðist þó sem fyrirtækinu hafi snúist hugur. „Við hlustum og tökum til greina allar þær áhyggjur sem aðdáendur og samstarfsfélagar hafa deilt með okkur,“ segir í tilkynningunni. „Ný tegund af hryðjuverkum“ Samningur framleiðandans við leyfishafa og dreifingaraðila Ben & Jerry's á svæðinu gildir út árið 2022 og verður hann ekki endurnýjaður. En framleiðandinn hefur stundað viðskipti við Ísrael frá árinu 1987. Ben & Jerry's ísinn verður þó enn til sölu í Ísrael en með breyttu fyrirkomulagi sem tilkynnt verður síðar. Ayelet Shaked, innanríkisráðherra Ísraels, brást við ákvörðun fyrirtækisins á Twitter-reikningi sínum: „Ísinn ykkar passar ekki við smekk okkar. Við komumst af án ykkar.“ Þá hefur Isaac Herzskog, forseti Ísraels kallað ákvörðun ísframleiðandans „nýja tegund af hryðjuverkum“ og Naftali Bennett, forsætisráðherra landsins, hefur sagt að málið muni hafa alvarlegar afleiðingar. Ben & Jerrys hefur staðið framarlega hvað samfélagslega ábyrgð varðar og vakið athygli fyrir samfélagsleg gildi sín. Fyrirtækið hefur haft hátt hvað varðar yfirburði hvítra í Bandaríkjunum og setti meðal annars í loftið hlaðvarp sem fjallar um kynþáttahatur Bandaríkjunum. Ísrael Palestína Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir E. coli í frönskum osti Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Stytta skammarkrókinn til muna Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Bobbingastaður í bobba „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Sjá meira
Ísframleiðandinn sendi frá sér tilkynningu fyrr í vikunni þar sem hann telur sölu á svæðinu ekki samræmast þeim gildum sem fyrirtækið stendur fyrir. Aðdáendur Ben & Jerry's eru sagðir hafa bent á að samkvæmt alþjóðalögum væru viðskiptin á svæðinu ólögleg, þar sem þau eru ekki í samræmi við frjálslynda ímynd fyrirtækisins. Árið 2015 sagðist fyrirtækið vera meðvitað um það hversu flókinn markaðurinn á þessu svæði gæti verið, en taldi viðveru sína þar geta haft jákvæð áhrif. Nú virðist þó sem fyrirtækinu hafi snúist hugur. „Við hlustum og tökum til greina allar þær áhyggjur sem aðdáendur og samstarfsfélagar hafa deilt með okkur,“ segir í tilkynningunni. „Ný tegund af hryðjuverkum“ Samningur framleiðandans við leyfishafa og dreifingaraðila Ben & Jerry's á svæðinu gildir út árið 2022 og verður hann ekki endurnýjaður. En framleiðandinn hefur stundað viðskipti við Ísrael frá árinu 1987. Ben & Jerry's ísinn verður þó enn til sölu í Ísrael en með breyttu fyrirkomulagi sem tilkynnt verður síðar. Ayelet Shaked, innanríkisráðherra Ísraels, brást við ákvörðun fyrirtækisins á Twitter-reikningi sínum: „Ísinn ykkar passar ekki við smekk okkar. Við komumst af án ykkar.“ Þá hefur Isaac Herzskog, forseti Ísraels kallað ákvörðun ísframleiðandans „nýja tegund af hryðjuverkum“ og Naftali Bennett, forsætisráðherra landsins, hefur sagt að málið muni hafa alvarlegar afleiðingar. Ben & Jerrys hefur staðið framarlega hvað samfélagslega ábyrgð varðar og vakið athygli fyrir samfélagsleg gildi sín. Fyrirtækið hefur haft hátt hvað varðar yfirburði hvítra í Bandaríkjunum og setti meðal annars í loftið hlaðvarp sem fjallar um kynþáttahatur Bandaríkjunum.
Ísrael Palestína Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir E. coli í frönskum osti Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Stytta skammarkrókinn til muna Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Bobbingastaður í bobba „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Sjá meira