Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu en einnig stendur til að sótthreinsa verslunarrými, lager og starfsmannaaðstöðu. Áður hafði verið ákveðið að hafa sumarlokun á morgun og mun verslunin því að óbreyttu opna aftur á mánudag.
Lokuðu eftir að smit greindist hjá starfsmanni

Húsgagnaversluninni Módern var lokað í dag eftir að kórónuveirusmit greindist hjá einum starfsmanni verslunarinnar. Verða allir starfsmenn fyrirtækisins sem hafa ekki verið í sumarfríi síðustu vikuna sendir í skimun vegna þessa.