Sérsveitin þvingaði bíl út af vegi undir Esju Jakob Bjarnar skrifar 23. júlí 2021 14:17 Mikið gengur á undir Esjunni núna og hafa umferðartafir skapast á Vesturlandsvegi en lögreglu tókst eftir eftirför að stöðva bíl þar nú rétt í þessu. aðsend Lögreglan veitti mönnum eftirför allt frá Norðlingaholti og upp í Kjalarnes síðdegis í dag. Tveir voru handteknir vegna málsins. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu á fjórða tímanum að tilkynnt hafi verið um líkamsárás í Árbæ. Lögregla hafi farið á vettvang og þá hafi upphafist eftirför í gegnum Grafarvog, áleiðis upp í Mosfellsbæ og hún loks endað á Kjalarnesi. Eins og áður segir voru tveir handteknir og vistaðir í þágu rannsóknar. „Brotaflokkar eru m.a. líkamsárás, akstur undir áhrifum áfengis/fíkniefna, umferðarlagabrot ofl. Rannsókn málsins á frumstigi og í raun ekkert frekar til frásagnar að svö stöddu,“ segir lögregla í tilkynningu. Upphaflega fréttin: Mikið tilstand er á Vesturlandsvegi þessa stundina en svo virðist sem sérsveitin hafi þvingað bíl út af veginum á Kjalarnesi. Þetta hefur ekki farið fram hjá vegfarendum sem hafa komið ábendingum á framfæri við fréttastofu. Vísi tókst að ná tali af Elínu Agnesi Kristínardóttur aðstoðaryfirlögregluþjóni nú rétt í þessu og hún staðfesti að um hefði verið að ræða eftirför. „Við erum rétt að ná utan um þetta. Þetta var bara að gerast í þessum töluðu orðum og í framhaldinu tekur við rannsókn. Þannig að við getum ekki tjáð okkur meira í bili.“ Að sögn Elínar hafði lögreglan veitt manni eða mönnum eftirför allt frá Norðlingaholtinu allt upp á Kjalarnesi þar sem tókst að stöðva bílinn. Sjónarvottur greinir frá því að hann hafi séð þrjá lögreglubíla bruna yfir Gullinbrú fyrir um hálftíma. Og annar greinir frá því að tekist hafi að stöðva hvítan bíl úti í vegarkanti á Kjalarnesi, við afleggjarann frá Ármóti á leið úr borginni. Hafa hlotist verulegar umferðartafir af þessu. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglu tókst að neyða ökumanninn út af veginum eftir eltingarleik.vísir/hjalti Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu á fjórða tímanum að tilkynnt hafi verið um líkamsárás í Árbæ. Lögregla hafi farið á vettvang og þá hafi upphafist eftirför í gegnum Grafarvog, áleiðis upp í Mosfellsbæ og hún loks endað á Kjalarnesi. Eins og áður segir voru tveir handteknir og vistaðir í þágu rannsóknar. „Brotaflokkar eru m.a. líkamsárás, akstur undir áhrifum áfengis/fíkniefna, umferðarlagabrot ofl. Rannsókn málsins á frumstigi og í raun ekkert frekar til frásagnar að svö stöddu,“ segir lögregla í tilkynningu. Upphaflega fréttin: Mikið tilstand er á Vesturlandsvegi þessa stundina en svo virðist sem sérsveitin hafi þvingað bíl út af veginum á Kjalarnesi. Þetta hefur ekki farið fram hjá vegfarendum sem hafa komið ábendingum á framfæri við fréttastofu. Vísi tókst að ná tali af Elínu Agnesi Kristínardóttur aðstoðaryfirlögregluþjóni nú rétt í þessu og hún staðfesti að um hefði verið að ræða eftirför. „Við erum rétt að ná utan um þetta. Þetta var bara að gerast í þessum töluðu orðum og í framhaldinu tekur við rannsókn. Þannig að við getum ekki tjáð okkur meira í bili.“ Að sögn Elínar hafði lögreglan veitt manni eða mönnum eftirför allt frá Norðlingaholtinu allt upp á Kjalarnesi þar sem tókst að stöðva bílinn. Sjónarvottur greinir frá því að hann hafi séð þrjá lögreglubíla bruna yfir Gullinbrú fyrir um hálftíma. Og annar greinir frá því að tekist hafi að stöðva hvítan bíl úti í vegarkanti á Kjalarnesi, við afleggjarann frá Ármóti á leið úr borginni. Hafa hlotist verulegar umferðartafir af þessu. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglu tókst að neyða ökumanninn út af veginum eftir eltingarleik.vísir/hjalti
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira