Seðlabankinn í snúinni stöðu Snorri Másson skrifar 23. júlí 2021 12:14 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur boðað vaxtahækkanir á næstu mánuðum, en þær eru tvíeggja sverð. Stöð 2/Arnar Seðlabankinn er í snúinni stöðu að mati hagfræðings í greiningardeild Íslandsbanka. Verðbólgan er ekki að hjaðna eins hratt og vonast var til en á sama eru hærri vextir, sem væru líklegastir til að vinna almennilega á henni, ekki endilega ákjósanlegir í bágu efnahagsástandinu sem nú ríkir. Verðbólgan hækkaði um 0,16 prósent á milli mánaða í júlí samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Ársverðbólgan, sem sagt vísitala neysluverðs í júlí 2021 samanborin við vísitölu neysluverðs í júlí 2020, nam 4,3%. Það þýðir að verð voru almennt 4,3% hærri í júlí en í júlí árinu fyrr. Greiningardeild Íslandsbanka hafði gert ráð fyrir að ársverðbólgan hjaðnaði hraðar eftir að hún náði hápunkti í 4,6% í apríl. Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá Íslandsbanka. „Hún er að hjaðna aðeins hægar en við gerðum ráð fyrir í fyrstu. Við teljum að hún verði við markmið á þriðja ársfjórðungi næsta árs. En hún er að hjaðna örlítið hægar af því að húsnæðisverð er að hækka svo mikið, miklu meira en við töldum í fyrstu. Svo hafa verið aðrar hækkanir; líkt og flugverð hækkaði á milli mánaða, hrávöruverð og eldsneytisverð. Það hefur áhrif á verðbólgu hér,“ segir Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka. Ekki góð áhrif á landann Hvað þýðir þetta fyrir hinn almenna Íslending? „Þetta hefur auðvitað ekki góð áhrif á landann. Ef við tölum bara um fólkið í landinu hefur það minni pening á milli handanna þegar verð eru að hækka,“ segir Bergþóra. Íslandsbanki gerir ráð fyrir að Seðlabankinn hækki vexti á næstu mánuðum þótt hann krefjist þess ekki að ráðist sé í það núna strax. Næsta vaxtaákvörðun Seðlabankans er væntanleg í ágúst. „Þetta er auðvitað snúin staða, að halda verðbólgunni niðri en reyna líka að örva hagkerfið okkar þegar við erum í meiri niðursveiflu vegna Covid-faraldursins. Að hækka vexti getur haft ekki rosalega góðar afleiðingar fyrir fyrirtæki meðal annars,“ segir Bergþóra og bætir við að hið sama gildi um skuldsett heimili sem hafi endurfjármagnað sín húsnæðislán. Annað sem skipti sköpum fyrir hagvöxt í landinu sé ferðaþjónustan, en viðspyrnu þeirrar greinar er nú teflt í tvísýnu af yfirvofandi sóttvarnaráðstöfunum vegna nýrrar bylgju veirunnar. „Auðvitað reiðum við okkur á ferðaþjónustuna hvað varðar hagvöxt hér á landi og þetta getur haft mikil áhrif. Það verður bara að koma í ljós hvað stjórnvöld gera í dag en við vonum svo sannarlega að ferðamenn geti enn komið til landsins,“ segir Bergþóra. Verð á flugfargjöldum hækkaði um 11% á milli mánaða Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í júlí 2021, er 503,5 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,16% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 427,3 stig og lækkar um 0,05% frá júní 2021. Sumarútsölur hafa verið í gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 5,3% (áhrif á vísitöluna -0,20%). Verð á flugfargjöldum til útlanda hækkaði um 11,1% (0,16%), kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 0,9% (0,14%) og verð á bensíni og olíum hækkaði um 3,9% (0,12%). Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,3% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,4%. Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í júlí 2021, sem er 503,5 stig, gildir til verðtryggingar í september 2021. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 9.942 stig fyrir september 2021. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Verðbólgan hækkaði um 0,16 prósent á milli mánaða í júlí samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Ársverðbólgan, sem sagt vísitala neysluverðs í júlí 2021 samanborin við vísitölu neysluverðs í júlí 2020, nam 4,3%. Það þýðir að verð voru almennt 4,3% hærri í júlí en í júlí árinu fyrr. Greiningardeild Íslandsbanka hafði gert ráð fyrir að ársverðbólgan hjaðnaði hraðar eftir að hún náði hápunkti í 4,6% í apríl. Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá Íslandsbanka. „Hún er að hjaðna aðeins hægar en við gerðum ráð fyrir í fyrstu. Við teljum að hún verði við markmið á þriðja ársfjórðungi næsta árs. En hún er að hjaðna örlítið hægar af því að húsnæðisverð er að hækka svo mikið, miklu meira en við töldum í fyrstu. Svo hafa verið aðrar hækkanir; líkt og flugverð hækkaði á milli mánaða, hrávöruverð og eldsneytisverð. Það hefur áhrif á verðbólgu hér,“ segir Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka. Ekki góð áhrif á landann Hvað þýðir þetta fyrir hinn almenna Íslending? „Þetta hefur auðvitað ekki góð áhrif á landann. Ef við tölum bara um fólkið í landinu hefur það minni pening á milli handanna þegar verð eru að hækka,“ segir Bergþóra. Íslandsbanki gerir ráð fyrir að Seðlabankinn hækki vexti á næstu mánuðum þótt hann krefjist þess ekki að ráðist sé í það núna strax. Næsta vaxtaákvörðun Seðlabankans er væntanleg í ágúst. „Þetta er auðvitað snúin staða, að halda verðbólgunni niðri en reyna líka að örva hagkerfið okkar þegar við erum í meiri niðursveiflu vegna Covid-faraldursins. Að hækka vexti getur haft ekki rosalega góðar afleiðingar fyrir fyrirtæki meðal annars,“ segir Bergþóra og bætir við að hið sama gildi um skuldsett heimili sem hafi endurfjármagnað sín húsnæðislán. Annað sem skipti sköpum fyrir hagvöxt í landinu sé ferðaþjónustan, en viðspyrnu þeirrar greinar er nú teflt í tvísýnu af yfirvofandi sóttvarnaráðstöfunum vegna nýrrar bylgju veirunnar. „Auðvitað reiðum við okkur á ferðaþjónustuna hvað varðar hagvöxt hér á landi og þetta getur haft mikil áhrif. Það verður bara að koma í ljós hvað stjórnvöld gera í dag en við vonum svo sannarlega að ferðamenn geti enn komið til landsins,“ segir Bergþóra. Verð á flugfargjöldum hækkaði um 11% á milli mánaða Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í júlí 2021, er 503,5 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,16% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 427,3 stig og lækkar um 0,05% frá júní 2021. Sumarútsölur hafa verið í gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 5,3% (áhrif á vísitöluna -0,20%). Verð á flugfargjöldum til útlanda hækkaði um 11,1% (0,16%), kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 0,9% (0,14%) og verð á bensíni og olíum hækkaði um 3,9% (0,12%). Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,3% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,4%. Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í júlí 2021, sem er 503,5 stig, gildir til verðtryggingar í september 2021. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 9.942 stig fyrir september 2021.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira