Nýja plata Flona full af frelsi og gleði Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 23. júlí 2021 11:29 Tónlistarmaðurinn Floni gaf í dag út sína fjórðu plötu, Demotape 01. Vignir Daði Valtýsson Tónlistarmaðurinn Floni gaf í dag út plötuna Demotape 01. Um er að ræða sex laga plötu sem unnin er af fremstu framleiðendum landsins. Floni lýsir plötunni sem ákveðnu formi af „mixtape-i“ sem hefur að geyma frelsi og gleði. Hann segir hugmyndina hafa komið út frá þeim óteljandi demó-lögum sem ekki hafa ratað inn á fyrri plötur. „Ég geri í kringum 200-300 demó lög á ári en það eru kannski 7-12 af þeim sem rata á plöturnar mínar, eftir meiri eftirvinnslu og því eru alltof mörg lög sem fá aldrei að líta dagsins ljós,“ segir hinn 23 ára gamli söngvari. Þrátt fyrir ungan aldur er þetta hans fjórða plata. Fyrsta platan hans kom út árið 2017 og bar hún einfaldlega titilinn Floni. Hann fylgdi henni eftir með plötunni Floni 2 sem kom út árið 2019. Þá gaf hann út stuttskífuna Venus í apríl þessu ári, ásamt tónlistarmanninum Auði. Floni hefur þó fjarlægt plötuna af streymisveitunni Spotify, sökum ásakana á hendur Auðar um kynferðisofbeldi. Nýja platan inniheldur lögin Fokkessushitup!, Dansar vel, Hreinskilinn, Skinn við skinn og Komdu þér í fíling. Floni vann plötuna með nokkrum af fremstu framleiðendum landsins, þeim Young Nazareth, Mister Sir, Tommy og Izleif. Hér að neðan má hlusta á plötuna í heild sinni. Tónlist Menning Mest lesið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Hatrið mun sigra í útgáfu Alla og íkornanna Lífið Ísrael vann Eurovision Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Menning „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Fleiri fréttir Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Floni lýsir plötunni sem ákveðnu formi af „mixtape-i“ sem hefur að geyma frelsi og gleði. Hann segir hugmyndina hafa komið út frá þeim óteljandi demó-lögum sem ekki hafa ratað inn á fyrri plötur. „Ég geri í kringum 200-300 demó lög á ári en það eru kannski 7-12 af þeim sem rata á plöturnar mínar, eftir meiri eftirvinnslu og því eru alltof mörg lög sem fá aldrei að líta dagsins ljós,“ segir hinn 23 ára gamli söngvari. Þrátt fyrir ungan aldur er þetta hans fjórða plata. Fyrsta platan hans kom út árið 2017 og bar hún einfaldlega titilinn Floni. Hann fylgdi henni eftir með plötunni Floni 2 sem kom út árið 2019. Þá gaf hann út stuttskífuna Venus í apríl þessu ári, ásamt tónlistarmanninum Auði. Floni hefur þó fjarlægt plötuna af streymisveitunni Spotify, sökum ásakana á hendur Auðar um kynferðisofbeldi. Nýja platan inniheldur lögin Fokkessushitup!, Dansar vel, Hreinskilinn, Skinn við skinn og Komdu þér í fíling. Floni vann plötuna með nokkrum af fremstu framleiðendum landsins, þeim Young Nazareth, Mister Sir, Tommy og Izleif. Hér að neðan má hlusta á plötuna í heild sinni.
Tónlist Menning Mest lesið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Hatrið mun sigra í útgáfu Alla og íkornanna Lífið Ísrael vann Eurovision Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Menning „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Fleiri fréttir Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira