Birkir að endursemja við Brescia og Mikael Egill á leið til Spezia í úrvalsdeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2021 11:01 Birkir Bjarnason verður áfram á Ítalíu ef marka má heimildir. Matthew Pearce/Getty Images Það stefnir allt í að íslenska landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason verði áfram í herbúðum Brescia og að Mikael Egill Ellertsson verði fjórði Íslendingurinn í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, á næstu leiktíð. Birkir Bjarnason er við það að endursemja við Brescia og mun því leika með liðinu í B-deildinni á Ítalíu. Þessu greinir Björn Már Ólafsson frá á Twitter-síðu sinni en hann er einkar vel að sér í ítalskri knattspyrnu. Ekki kemur hversu langan samning hinn 33 ára gamli Birkir er við það að skrifa undir. Birkir var nokkuð eftirsóttur en hefur ákveðið að vera áfram hjá Brescia. Hann gekk upphaflega til liðs við félagið síðasta sumar eftir stutta dvöl hjá Al Arabi í Katar þar sem Heimir Hallgrímsson var að þjálfa. Birkir er öllum hnútum kunnugur á Ítalíu en hann lék með Pescara og Sampdoria frá 2012 til 2015. Birkir Bjarnason er líklegast að semja aftur við Brescia eftir að hafa orðið samningslaus í júní. Önnur félög sem hafa reynt að fá hann eru Reggina og SPAL og Adana Demirspor— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) July 23, 2021 Það styttist í að þessi fjölhæfi miðjumaður spili sinn 100. landsleik fyrir Íslands hönd en hann vantar aðeins tvo leiki til þess. Birkir hefur spilað 98 A-landsleiki og skorað í þeim 14 mörk. Samkvæmt fréttum Il Secolo XIX er unglingalandsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson á leið til Spezia sem mun spila í Serie A á næstu leiktíð. Þar segir einnig að Juventus hafi haft áhuga á hinum 19 ára gamla leikmanni sem á að baki 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Thiago Motta er nýtekinn við Spezia og virðist ætla að treysta á unga og efnilega leikmenn í vetur. Mikael Ellert hefur verið á mála hjá SPAL síðan 2017 en ekki enn leikið fyrir aðallið félagsins. Mikael Egill Ellertsson gekk í raðir SPAL árið 2017 en hann er uppalinn hjá Fram hér á landi.FRAM Fari svo að Mikael Ellert gangi til liðs við Spezia yrði hann fjórði Íslendingurinn í Serie A. Andri Fannar Baldursson leikur með Bologna og þá eru þeir Óttar Magnús Karlsson og Bjarki Steinn Bjarkason á mála hjá nýliðum Venezia. Í B-deildinni má svo finna reynslumikla landsliðsmenn á borð við Birki og Hjört Hermannsson. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Birkir Bjarnason er við það að endursemja við Brescia og mun því leika með liðinu í B-deildinni á Ítalíu. Þessu greinir Björn Már Ólafsson frá á Twitter-síðu sinni en hann er einkar vel að sér í ítalskri knattspyrnu. Ekki kemur hversu langan samning hinn 33 ára gamli Birkir er við það að skrifa undir. Birkir var nokkuð eftirsóttur en hefur ákveðið að vera áfram hjá Brescia. Hann gekk upphaflega til liðs við félagið síðasta sumar eftir stutta dvöl hjá Al Arabi í Katar þar sem Heimir Hallgrímsson var að þjálfa. Birkir er öllum hnútum kunnugur á Ítalíu en hann lék með Pescara og Sampdoria frá 2012 til 2015. Birkir Bjarnason er líklegast að semja aftur við Brescia eftir að hafa orðið samningslaus í júní. Önnur félög sem hafa reynt að fá hann eru Reggina og SPAL og Adana Demirspor— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) July 23, 2021 Það styttist í að þessi fjölhæfi miðjumaður spili sinn 100. landsleik fyrir Íslands hönd en hann vantar aðeins tvo leiki til þess. Birkir hefur spilað 98 A-landsleiki og skorað í þeim 14 mörk. Samkvæmt fréttum Il Secolo XIX er unglingalandsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson á leið til Spezia sem mun spila í Serie A á næstu leiktíð. Þar segir einnig að Juventus hafi haft áhuga á hinum 19 ára gamla leikmanni sem á að baki 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Thiago Motta er nýtekinn við Spezia og virðist ætla að treysta á unga og efnilega leikmenn í vetur. Mikael Ellert hefur verið á mála hjá SPAL síðan 2017 en ekki enn leikið fyrir aðallið félagsins. Mikael Egill Ellertsson gekk í raðir SPAL árið 2017 en hann er uppalinn hjá Fram hér á landi.FRAM Fari svo að Mikael Ellert gangi til liðs við Spezia yrði hann fjórði Íslendingurinn í Serie A. Andri Fannar Baldursson leikur með Bologna og þá eru þeir Óttar Magnús Karlsson og Bjarki Steinn Bjarkason á mála hjá nýliðum Venezia. Í B-deildinni má svo finna reynslumikla landsliðsmenn á borð við Birki og Hjört Hermannsson.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira