Talið að Osaka verði síðust til að bera Ólympíukyndilinn í ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2021 08:00 Naomi Osaka er klár í sína fyrstu Ólympíuleika. Clive Brunskill/Getty Images Talið er að tennisstjarnan Naomi Osaka muni bera Ólympíukyndilinn síðustu metrana og kveikja í Ólympíueldinum sem mun brenna á meðan leikarnir standa yfir í Tókýó. Ólympíuleikarnir hefjast formlega í dag. Best geymda leyndarmál hverra leika er hver mun kveikja í Ólympíueldinum. Ólympíukyndillinn fer yfir fjöll og firnindi áður en hann skilar sér loks á leikana. Kyndillinn skiptir um hendur og fer einn íþróttamaður, eða kona, með hann síðustu metrana og kveikir í Ólympíueldinum. Samkvæmt Sky Sports mun Naomi Osaka fá þann heiður en leikarnir verða formlega settir í Tókýó í Japan síðar í dag. Hin 23 ára gamla Osaka býr í Bandaríkjunum í dag en er fædd í Japan og er því í raun að „snúa heim“ á leikunum í ár sem verða hennar fyrstu Ólympíuleikar. Sky Sports nefnir að Osaka átti að hefja leik gegn Zheng Saisai frá Kína á morgun, laugardag, en þeim leik var frestað til sunnudags. Er ástæðan talin vera sú að skipulagsnefnd leikanna vildi gefa Osaka meiri tíma til að undirbúa sig fyrir leikinn þar sem það er ákveðin pressa sem fylgir því að bera kyndilinn síðustu metrana og kveikja Ólympíueldinn. Osaka er talin líkleg til árangurs á leikunum en hún situr sem stendur í 2. sæti heimslistans þó svo að hún hafi ekki spilað síðan í maí þegar hún ákvað að draga sig úr keppni á Opna franska meistaramótinu vegna álags. Japanskir íþróttamenn með Ólympíueldinn í dag. Eldurinn var kveiktur þann 25. mars og hefur nú farið um gervallt Japan. Alexei Zavrachayev/Getty Images Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tennis Japan Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Sjá meira
Ólympíuleikarnir hefjast formlega í dag. Best geymda leyndarmál hverra leika er hver mun kveikja í Ólympíueldinum. Ólympíukyndillinn fer yfir fjöll og firnindi áður en hann skilar sér loks á leikana. Kyndillinn skiptir um hendur og fer einn íþróttamaður, eða kona, með hann síðustu metrana og kveikir í Ólympíueldinum. Samkvæmt Sky Sports mun Naomi Osaka fá þann heiður en leikarnir verða formlega settir í Tókýó í Japan síðar í dag. Hin 23 ára gamla Osaka býr í Bandaríkjunum í dag en er fædd í Japan og er því í raun að „snúa heim“ á leikunum í ár sem verða hennar fyrstu Ólympíuleikar. Sky Sports nefnir að Osaka átti að hefja leik gegn Zheng Saisai frá Kína á morgun, laugardag, en þeim leik var frestað til sunnudags. Er ástæðan talin vera sú að skipulagsnefnd leikanna vildi gefa Osaka meiri tíma til að undirbúa sig fyrir leikinn þar sem það er ákveðin pressa sem fylgir því að bera kyndilinn síðustu metrana og kveikja Ólympíueldinn. Osaka er talin líkleg til árangurs á leikunum en hún situr sem stendur í 2. sæti heimslistans þó svo að hún hafi ekki spilað síðan í maí þegar hún ákvað að draga sig úr keppni á Opna franska meistaramótinu vegna álags. Japanskir íþróttamenn með Ólympíueldinn í dag. Eldurinn var kveiktur þann 25. mars og hefur nú farið um gervallt Japan. Alexei Zavrachayev/Getty Images
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tennis Japan Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Sjá meira