Íslendingar í öngum sínum á Twitter eftir Covid-fréttir dagsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júlí 2021 18:54 Víðir og Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna í vetur. Þeir voru ekki ýkja upplitsdjarfir á fundinum í dag. Vísir/Vilhelm Óhætt er að segja að þungt sé yfir Íslendingum eftir Covid-fréttir dagsins. 78 greindust með kórónuveiruna í gær og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, þungur á brún, boðaði hertar aðgerðir innanlands á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Netverjar tóku fréttunum fæstir sérlega vel, ef marka má færslur á Twitter í dag. „Jæja, þá er maður bara orðinn þunglyndur aftur,“ skrifaði Kolbrún Birna eftir að smittölur gærdagsins voru ljósar í morgun. Jæja, þá er maður bara orðin þunglyndur aftur pic.twitter.com/O1LygNihMw— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) July 22, 2021 Fleiri létu sig hina háu tölu varða. 78 smit! Getur þetta fólk ekki verið í sleik heima hjá sér?!— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) July 22, 2021 Spái oftast fyrir um tölu dagsins. Það er bingó í dag. pic.twitter.com/D6fVGFWnIi— Arnór Bogason (@arnorb) July 22, 2021 78 greindust innanlands í gær!Vonandi var gaman...(checks notes)að lifa bara eðlilegu lífi litlu skítarnir ykkar.— Ragnar Eyþórsson (@raggiey) July 22, 2021 Þá er þetta líklegast viðkvæðið hjá fleirum en Hrafni Jónssyni. Ég nenni þessu ekki.— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) July 22, 2021 Aðrir gerðu áðurnefndan Þórólf og Víði Reynisson yfirlögregluþjón, sem einnig sat fyrir svörum á upplýsingafundi dagsins, að umtalsefni. Víðir er bugaður. BUGAÐUR— Inga, MSc. ♀️ (@irg19) July 22, 2021 eg hef engan húmor fyrir þríeykinu ég hata þau þau hafa aldrei neitt skemmtilegt að segja eru alltaf að banna okkur eitthvað og skamma okkur hata þau— sniddi 🤘 (@sindrimf) July 22, 2021 Jæja. Þá er bara að skríða í híði fyrir Víði og skella sér í geðrof fyrir Þórólf.— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) July 22, 2021 Þórólfur: Þannig að ég legg til að við förum aftur í takmarkanir.Allir: Ok, þannig það er sem sagt allt óbreytt og hátíðir fara fram og svona?Þórólfur: Þannig að ég legg til að við förum aftur í takmarkanir.Allir: Gætirðu verið aðeins skýrari með þetta? Finnst þetta smá óljóst— Þossi (@thossmeister) July 22, 2021 Þá var grínast með aukinn handþvott, sem nú er líklegast yfirvofandi. skil ég þetta rétt þarf maður aftur að byrja að þvo sé um hendurnar þegar maður er búinn á klósettinu— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) July 22, 2021 Trúi því ekki að ég þurfi að fara að þvo á mér hendurnar aftur, okkur var lofað að íþyngjandi aðgerðum myndu heyra sögunni til núna— stefan.vigfusson@gmail.com (@SVigfusson) July 22, 2021 Margir létu í ljós áhyggjur og efasemdir yfir boðuðum innanlandsaðgerðum. „þessu lýkur hvergi fyrr en þessu lýkur allsstaðar” eins og það sé bara að fara að gerast á næstu árum? á að loka öllu þangað til eða— slemmi (@selmalaraa) July 22, 2021 Möguleg viðbrögð stjórnvalda við fjölgun smita stressar mig meira en fjölgunin sjálf.— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) July 22, 2021 Á meðan aðrir voru á öndverðum meiði. Mér finnst alltof margir á forritinu vera gera lítið úr covid bara því um eigin hagsmuni er að ræða (t.d Versló) plís hugsum um heildina og stóru myndina og ekki fara í þessa einstaklingshyggju. Kveðja 21 árs stelpan með lungnavandamál eftir að hafa fengið covid.— Sandra Ósk Jóhannsdóttir (@sandra_johanns) July 22, 2021 Sundlaugarnar eru jafnframt mörgum hjartans mál. Ef þau loka sundlaugunum verð ég frjalslyndasti fávitinn out there. Mótmæli daginn út og daginn inn🥺— Steingrímur (@Arason_) July 22, 2021 Ef sundlaugarnar loka 🙂 aftur 🙂 þá verð ég 🙂 ekki 🙂 sátt 🥲— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) July 21, 2021 Og fleiri Covid-tíst má nálgast hér fyrir neðan. ogeðslega skrytið að fólk er ennþá að greinast með covid fyrst það er búið? weird haha— sóllilja (@freyjaplaya) July 22, 2021 Í gegnum ekkasogin má í það minnsta gleðjast yfir nýjasta smityrðinu. Vertu velkominn í málið Örvunarskammtur.— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) July 22, 2021 Sirka vika í þetta og við missum það endanlega pic.twitter.com/A7DVWTgqB7— Sylvía Hall (@sylviaahall) July 22, 2021 You either die a hero, or live long enough to see yourself become the villain pic.twitter.com/EWCsOhLSox— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) July 22, 2021 Held að við sem mannkyn eigum bara svona 2 ár to go— Lóa Björk (@lillanlifestyle) July 22, 2021 Jæja þá er það bara að bíða heima þangað til allur heimurinn verður fullbólusettur, eins gott að línuleg dagskrá standi undir væntingum— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) July 22, 2021 eitthvað rámar mig í umræðu frá því í vor um að með því að galopna landamærin værum við að bjóða nákvæmlega þessari hættu heim 🤔— 🌏🌹 óskar steinn 🌹🌍 (@oskasteinn) July 22, 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Fleiri fréttir Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Sjá meira
Netverjar tóku fréttunum fæstir sérlega vel, ef marka má færslur á Twitter í dag. „Jæja, þá er maður bara orðinn þunglyndur aftur,“ skrifaði Kolbrún Birna eftir að smittölur gærdagsins voru ljósar í morgun. Jæja, þá er maður bara orðin þunglyndur aftur pic.twitter.com/O1LygNihMw— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) July 22, 2021 Fleiri létu sig hina háu tölu varða. 78 smit! Getur þetta fólk ekki verið í sleik heima hjá sér?!— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) July 22, 2021 Spái oftast fyrir um tölu dagsins. Það er bingó í dag. pic.twitter.com/D6fVGFWnIi— Arnór Bogason (@arnorb) July 22, 2021 78 greindust innanlands í gær!Vonandi var gaman...(checks notes)að lifa bara eðlilegu lífi litlu skítarnir ykkar.— Ragnar Eyþórsson (@raggiey) July 22, 2021 Þá er þetta líklegast viðkvæðið hjá fleirum en Hrafni Jónssyni. Ég nenni þessu ekki.— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) July 22, 2021 Aðrir gerðu áðurnefndan Þórólf og Víði Reynisson yfirlögregluþjón, sem einnig sat fyrir svörum á upplýsingafundi dagsins, að umtalsefni. Víðir er bugaður. BUGAÐUR— Inga, MSc. ♀️ (@irg19) July 22, 2021 eg hef engan húmor fyrir þríeykinu ég hata þau þau hafa aldrei neitt skemmtilegt að segja eru alltaf að banna okkur eitthvað og skamma okkur hata þau— sniddi 🤘 (@sindrimf) July 22, 2021 Jæja. Þá er bara að skríða í híði fyrir Víði og skella sér í geðrof fyrir Þórólf.— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) July 22, 2021 Þórólfur: Þannig að ég legg til að við förum aftur í takmarkanir.Allir: Ok, þannig það er sem sagt allt óbreytt og hátíðir fara fram og svona?Þórólfur: Þannig að ég legg til að við förum aftur í takmarkanir.Allir: Gætirðu verið aðeins skýrari með þetta? Finnst þetta smá óljóst— Þossi (@thossmeister) July 22, 2021 Þá var grínast með aukinn handþvott, sem nú er líklegast yfirvofandi. skil ég þetta rétt þarf maður aftur að byrja að þvo sé um hendurnar þegar maður er búinn á klósettinu— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) July 22, 2021 Trúi því ekki að ég þurfi að fara að þvo á mér hendurnar aftur, okkur var lofað að íþyngjandi aðgerðum myndu heyra sögunni til núna— stefan.vigfusson@gmail.com (@SVigfusson) July 22, 2021 Margir létu í ljós áhyggjur og efasemdir yfir boðuðum innanlandsaðgerðum. „þessu lýkur hvergi fyrr en þessu lýkur allsstaðar” eins og það sé bara að fara að gerast á næstu árum? á að loka öllu þangað til eða— slemmi (@selmalaraa) July 22, 2021 Möguleg viðbrögð stjórnvalda við fjölgun smita stressar mig meira en fjölgunin sjálf.— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) July 22, 2021 Á meðan aðrir voru á öndverðum meiði. Mér finnst alltof margir á forritinu vera gera lítið úr covid bara því um eigin hagsmuni er að ræða (t.d Versló) plís hugsum um heildina og stóru myndina og ekki fara í þessa einstaklingshyggju. Kveðja 21 árs stelpan með lungnavandamál eftir að hafa fengið covid.— Sandra Ósk Jóhannsdóttir (@sandra_johanns) July 22, 2021 Sundlaugarnar eru jafnframt mörgum hjartans mál. Ef þau loka sundlaugunum verð ég frjalslyndasti fávitinn out there. Mótmæli daginn út og daginn inn🥺— Steingrímur (@Arason_) July 22, 2021 Ef sundlaugarnar loka 🙂 aftur 🙂 þá verð ég 🙂 ekki 🙂 sátt 🥲— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) July 21, 2021 Og fleiri Covid-tíst má nálgast hér fyrir neðan. ogeðslega skrytið að fólk er ennþá að greinast með covid fyrst það er búið? weird haha— sóllilja (@freyjaplaya) July 22, 2021 Í gegnum ekkasogin má í það minnsta gleðjast yfir nýjasta smityrðinu. Vertu velkominn í málið Örvunarskammtur.— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) July 22, 2021 Sirka vika í þetta og við missum það endanlega pic.twitter.com/A7DVWTgqB7— Sylvía Hall (@sylviaahall) July 22, 2021 You either die a hero, or live long enough to see yourself become the villain pic.twitter.com/EWCsOhLSox— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) July 22, 2021 Held að við sem mannkyn eigum bara svona 2 ár to go— Lóa Björk (@lillanlifestyle) July 22, 2021 Jæja þá er það bara að bíða heima þangað til allur heimurinn verður fullbólusettur, eins gott að línuleg dagskrá standi undir væntingum— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) July 22, 2021 eitthvað rámar mig í umræðu frá því í vor um að með því að galopna landamærin værum við að bjóða nákvæmlega þessari hættu heim 🤔— 🌏🌹 óskar steinn 🌹🌍 (@oskasteinn) July 22, 2021
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Fleiri fréttir Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Sjá meira